Vikan


Vikan - 10.10.1963, Page 43

Vikan - 10.10.1963, Page 43
erindi mínu; ég ræddi það oft við Antu, og einnig gerði ég Mundo og seiðmanninn, Sapuli, að trúnaðarmönnum mínum. Þeir gáfu mér leyfi til að taka Antu með mér í athugunarleið- angur. Þótti mér það hið mesta happ, því að Antu hafði yndi mikið af ævintýrum, var bæði hraustur og harðfylginn sér, ráð- snjall og þekkti frumskóginn og allar þær hættur, sem þar leynd- ust, flestum betur. Hann hafði gefið mér hvolp, sem við nefnd- um Kaicusé, þar eð faðir hans hafði fallið í átökum við jagúar. Ákváðum við að taka hvutta með okkur í leiðangurinn. Daginn áður en við ætluðum að leggja af stað, fannst mér tími til þess kominn, að ég segði Antu að ég legði hug til systur hans, Lolomai. Kveið ég því þó hálft í hvoru að hann kynni að reynast slíkum ráðahag mótfall- inn, en því fór fjarri; bros hans sýndi að honum var það fagn- aðarefni. Og þar eð við hugð- umst vera í leiðangri þessum þangað til regntíminn hæfist, fól ég honum að ganga formlega frá þessu við föður sinn. Reynd- ist samþykki hans auðfengið, þá yrði það bundið fastmælum, að brúðkaup okkar Lolomai stæði strax þegar við Antu kæmum heim úr ferðinni. Antu lét ekki á sinni liðveizlu standa. Hann hraðaði sér á fund föður síns, og kom aftur að vörmu spori með svarið. Kvað hann Lolomai fúsa að kvænast mér, en faðir þeirra vildi fá nokkurn frest til að hugsa málið. Þetta kvöld kom Lolomai í kofann til mín og færði mér villiepli, sem samkvæmt siðvenj- um ættflokksins þýddi það að hún skoðaði sig eiginkonu mína. Ég vafði hana örmum, en varð að hafa hemil á löngun minni, eins og hin óskrifuðu lög ætt- flokksins og nærvera Antu kröfðust. Morguninn eftir lögðum við Antu svo af stað, áður en aðrir þorpsbúar brugðu blundi í kof- um sínum. STRAUMURINN bar eintrján- ungsbát okkar frá bakkanum. Þetta var í dögun og þungur ilmur í lofti. Ekkert rauf þögn skógarins nema lágt gutlhljóðið, þegar við difum árablöðunum í vatnið. Sem snöggvast komst ég ekki hjá að hugleiða hve fráleitt þetta allt saman væri; og ég skyldi vera um borð í þessari völtu fleytu með Indíána og hvolp til fylgdar, gersamlega kunnáttulaus varðandi allt það, sem demantanám snerti. Ham- ingjan mátti vita í hverju ég lenti áður en þessi leiðangur væri á enda. Við rerum drykklanga stund án þess að ræðast við. Sól var hátt á himni, þegar við komum þar sem lítil kvísl féll í Uai- parú, en þar drógum við ein- nútíma form Vélar & Viötaeki LAUGAVEG 92. — Sími 35124. sameinar allt það bezta sem sjón- varp hefir upp á að bjóða. Luxor verksmiðjumar hafa yfir 40 ára starfsreynslu í radíótækni. — Þjón- usta á eigin radíóverkstæði. UXOR^ trjánunginn á land og tókum úr honum farangur okkar, og að því búnu reistum við okkur bráðabirgðaskýli úr trjárenglum, sem við þöktum með pálmablöð- um, þar sem við gátum komið fyrir hengirekkjum okkar og farangri. Þegar því var lokið fór ég að athuga malargrynningarn- ar, þar sem líklegast virtist að demanta væri að finna. Þá var það fyrst fyrir hönd- um að veita vatninu frá, svo að þurrt yrði á grynningunum, moka til möl og sandi, unz kæmi niður á hart leirlag. Hverri skóflufylli af möl eða sandi er mokað í trogsíu, sem maður fer með út að ánni, hreyfir upp og niður í vatninu unz leðjan og sandurinn hefur skolazt burt, og mölin orðin svo hrein, að ekki leynir sér hvort eingöngu er um grjót að ræða, eða hvort dem- antar leynast í mölinni. Þetta er allerfitt verk, en við Antu unn- um af kappi allan daginn. Það eina, sem við fundum, voru nokkrir örsmáir gullmolar, en demanta urðum við ekki varir. Daginn eftir leituðum við á sama hátt á öðrum stað. Þegar allt útlit var fyrir að erfiði okk- ar ætlaði ekki heldur að bera neinn árangur þann daginn, gerðist ég vonsvikinn, og þó að Antu gæti ekki gert sér fyllilega grein fyrir að hverju við værum að leita, tók hann sér það sýni- lega nærri, að við skyldum ekk- ert finna. En enn einu sinni fékk ég sönnun fyrir því, að maður skyldi aldrei örvænta, en halda bjartsýni sinni í lengstu lög. Ég gleymi áreiðanlega seint þeirri stund, þegar ég sá fyrsta demantinn skína innan um möl- ina í síunni. Ég geri ráð fyrir að ég hafi rekið upp fagnaðar- óp. Þarna blikaði á hann og það var meira að segja allvænn dem- antur, því sem næst tveggja kar- ata. Ég hafði þá fundið staðinn. Svo glaður varð ég, að ég faðm- aði Antu að mér, og hann tók einlæglega þátt í gleði minni, enda þótt hann bæri ekki skyn- bragð á ástæðuna fyrir henni, og jafnvel Kaicusé gjammaði af kæti. Ég sneri demantinum milli fingurgómanna og reyndi eftir megni að hafa hemil á þeim tryllta fögnuði, sem hafði altekið mig. Undir kvöldið höfðum við fundið tvo aðra, heldur minni demanta. Daginn eftir fundum við tíu eða tólf demanta og þann- ig gekk það næstu dagana. Við leituðum víða þarna í grennd- inni, höfðum heppnina með okk- ur annað slagið en á stundum reyndist erfiði okkar árangurs- lítið. Þannig liðu þrír mánuðir, og við Antu höfðum báðir orðið margs fróðari um demantanám við þessar aðstæíiur. Við færðum okkur smámsam- VIKAN 41. tbl. — 4 0

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.