Vikan


Vikan - 10.10.1963, Side 45

Vikan - 10.10.1963, Side 45
an lengra upp eftir fljótinu og dag nokkurn komum við að kletti, allháum og snarbröttum, sem gekk út í fljótið. Uppi á klettinum greri eingöngu gras og blóm, en hvorki tré né runnar. í klett þennan var hellir að því er virtist nokkuð djúpur, en grunnt vatn á botni hans. Þótt undarlegt mætti virðast, stóð okkur Antu báðum annarlegur geigur af þessum stað, og til þess að sigrast á honum ákvað ég að við skyldum vaða inn í hellinn. Munninn var svo lágur, að við urðum að ganga hálfbognir, en þegar innar kom, tók við lág hvelfing, sem lækkaði smám- saman eftir því sem innar dró, en var hvergi svo há að við gæt- um staðið uppréttir. Þegar við vorum farnir að venjast rökkr- inu þarna inni, svo að við sáum glitta í mölina gegnum vatnið, tókum við til við síurnar. Við vorum naumast byrjaðir, þegar ég sá blika á eitthvað í mölinni í síunni. Það var ekki um að vill- ast að það var demantur, og við nánari athugun kom á daginn, að hann var svo stór, að einungis hann einn var leiðangursins virði og vel það — 36 karata að minnsta kosti. Ég þakkaði guði innilega lán mitt. Að öðru leyti fór mér öld- ungis eins og flestum mun fara, þegar þeir verða fyrir stórkost- legri heppni — hugsanirnar komust allar á ringulreið, svo að ég vissi hvorki upp né niður. Meðal annars minntist ég þess, að því var almennt trúað, að þegar óvenjulega stór demantur fyndist, boðaði það óvænta at- burði áður en langt um liði. Næstu fjóra dagana þvoðum við möl þarna í hellinum, athug- uðum allar aðstæður þar í grennd. En nú nálgaðist regn- tímabilið óðum, og Antu, tilvon- andi höfðingi ættbálksins, vildi halda heim, þar eð hann vissi að dytta þurfti að kofanum og ganga frá ýmsu, áður en regnið hæfist fyrir alvöru. VIÐ unnum langt fram á kvöld síðasta daginn, og ég var að lokum orðinn svo þreyttur, að ég nennti ekki að tína saman lauf og sprek og kynda bál, eins og við vorum vanir að gera á hverri nóttu til að halda hættu- legum rándýrum í hæfilegri fjarlægð. Við tókum okkur bað í ánni, snæddum fisk, sem við höfðum matreitt fyrr um dag- inn, og fórum svo beint upp í hengirekkjur okkar í bráða- birgðakofanum. Seppi litli lúrði á kofagólfinu úti við dyr, rétt eins og hann hygði sig þess um- kominn að varna óboðnum gest- um inngöngu, ef í það færi. En hann átti eftir að gjalda þeirrar glópsku sinnar. Það var ekki fyrr en við vor- um komnir ofan að ánni árla næsta morguns, að við veittum því athygli að seppi var ekki með í förinni. Við kölluðum á hann, en þegar það bar ekki neinn árangur snerum við aftur heim að kofanum. Það var Antu, sem kom auga á slóð eftir tvo stórketti á leiðinni, og þegar við athuguðum sporin nánar, sáum við þess merki að læðan, sem stígur léttara niður löppum sín- um, hafði numið staðar nokkur skref frá kofadyrunum á meðan högni henar læddist inn á þröskuldinn, hryggbraut vesa- lings seppa með svo leiftur- snöggu loppuhöggi, að honum hafði ekki unnizt tími til að gefa frá sér minnsta hljóð. Jafnvel Antu, sem hafði óvenjulega næma heyrn og svaf yfirleitt ekki nema með öðru auganu, hafði eklti orðið nokkurs var. Við röktum slóð stórkattanna frá kofanum niður að ánni, þar sem við fundum hvolpinn hálf- étinn, grafinn í sandinn. Þó að Antu þekkti af sporun- um hvaða tegund stórkatta væri þarna um að ræða, gat hann ekki skýrt mér frá því, þar sem þeir heita allar einu og sama nafninu á tungu hans. En við ákváðum báðir tafarlaust og án þess að eyða þar orðum að, að koma fram hefndum fyrir vin okkar, seppa litla. Fimmtán til tuttugu metra frá staðnum, þar sem við fundum leifarnar af honum, stóð tré, bolmikið og hátt með mikla og þétta laufkrónu. Við gerðum í skyndi einskonar fleka úr limi, sem við drógum upp í tréð og komum fyrir í krika, þar sem bolur trésins skiptist rétt undir krónunni. Síðan gerðum við fylgsni á flekanum úr limi og laufi, svo að við gætum staðið þar óséðir. Þegar kvölda tók, klifum við upp á flekann; ég hafði boga að vopni, en Antu riffilinn. Þó að hann væri óvanur að skjóta með honum, tók hann ekki annað í mál — hann þóttist eiga þarna persónulegra harma að hefna. Ég hafði látið hann skjóta í mark til reynslu, og honum hafði tekizt vel, og ég átti ekki anars úrkosta en biðja þess að honum tækist ekki síður þegar til kastanna kæmi. Við áttum fyrir höndum langa vökunótt, máttum hvorki hreyfa okkur né gefa frá okkur minnsta hljóð, því að lægsta þrusk eða hvísl gat orðið til að fæla stórkettina burtu. Mínúturnar drögnuðust áfram, örhægt. Þegar tunglið kom upp, sáum við umhverfið greinilega. Loks heyrðum við lágt þrusk í kjarrinu fyrir neðan okkur. Við héldum niðri í okkur andanum og vorum við öllu búnir. Tvö svört pardusdýr komu út úr rjóðrinu, um það bil tíu metra FRANCH MICHELSEN úrsmíðameistari Laugavegi 39, Reykjavík. — Kaupvangsstræti 3, Akureyri. GINSBO úrin eru stílhrein og fögur, nýtízku úr í gæðaflokki Kaupið úrin hjá úrsmið VIKAN 41. tbl. —

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.