Vikan


Vikan - 10.10.1963, Side 46

Vikan - 10.10.1963, Side 46
frá staðnum, þar sem leifarnar af bráð þeirra lágu í sandinum. Nokkrar sekúndur liðu, langar sem eilífð. Högninn gekk fram um tvö skref og skyggði á læð- una, svipaðist um, og þegar hann þóttist þess fullviss að engin hætta væri á ferðum, héldu bæði hiklaust að bráð sinni. Ég var sem á glóðum; óttaðist að Antu mundu ekki neyta færisins í réttri andrá, en á að gizka sek- úndu síðar kvað fyrsti skothvell- urinn við, högninn reis upp á framlappirnar og féll endilangur á hlið og var bersýnilega dauður. Þá skaut Antu ööru sinni, og MANADAR- RITID í hverjum mánuði. hæfði nú læðuna, sem féll ofan á fress sitt, en Antu skaut hana öðru skoti til vonar og vara. Hún reyndist þó lífseigari en okkur gat grunað, því að skyndilega spratt hún upp og tók feiknmik- ið stökk inn í kjarrið. Enn skaut Antu, niður í kjarrið, þar sem laufin bærðust, en síðan heyrð- ist ekkert þrusk og engin hreyf- ing sást á neinu. Við hlóðum riffilinn aftur, og mér ætlaði að veitast erfitt að halda aftur af Antu, sem vildi klífa ofan tréð og athugá nánar hvernig tekizt hefði. Við stóðum svo þama uppi á flekanum unz bjart var orðið af degi. Kúlan hafði hæft pardusfressið í haus- inn, en af blóðferlinum inn í kjarrið var auðséð að læðan hafði fengið banasár. Fundum við hana og liggjandi steindauða spölkorn inni í kjarrinu. Seppa litla, eða það, sem eft- ir var af honum, grófum við undir trénu og tveim stundum síðar vorum við lagðir af stað með allt okkar hafurtask í ein- trjánungnum. Nokkrum dögum seinna komu kofarnir í þorpinu í augsýn. Konur voru við þvotta á árbakk- anum og veifuðu okkur ákaft, þegar þær sáu til ferða okkar. Leyndi sér ekki að uppi varð fótur og fit í þorpinu þegar fréttist að við værum á leiðinni, því að heita mátti að allir þorps- búar væru samankomnir á ár- bakkanum til að fagna okkur, þegar við lögðum þar að. Mundo, hinn mikli höfðingi, bauð okkur báða tvo jafn innilega velkomna, og Sapuli þakkaði Mauri hástöf- um að hann skyldi hafa leitt okkur heim aftur, heila á húfi. Lolomai stóð ein sér og veif- aði okkur ákaft. Annars voru allir í þorpinu önnum kafnir um þessar mund- ir; regntímabilið var að hefjast og það var lifsnauðsyn að allt væri undir það búið. Einkum þurfti að afla nægra vista, því að ekki var um dýraveiði eða annan feng að ræða meðan það stóð yfir. Jafnvel fiskur fékkst ekki í fljótunum. Antu tók til óspilltra málanna og byggði sér kofa hjá mínum, sem líka var frábrugðinn öðrum kofum í þorpinu, því að honum var mjög í mun að sýna þorps- búum hve margt og mikið hann hefði af mér lært. Hann undir- bjó brúðkaup sitt og Lometai, dóttur höfðingjans Astru í þorpi neðar við ána. Að sjálfsögðu virti Antu hjóna- bandslöggjöf ættflokks síns. Hann kvæntist því ekki Lometai einni, heldur og mágkonum sín- um þrem, cn sú yngsta þeirra var ekki nema þriggja ára. Sjálf var Lometai tíu ára. Þó að Antu kvæntist þeim systrum öllum fjórum, var ekki þar með sagt að hann hefði mök við þær allar samtímis, þegar þær hefðu aldur til. Þar kom ein í annarar stað, þegar um forföll eða veikindi var að ræða. Fjölkvænið var réttlætt með því, að það- væri ó- hjákvæmilegt ættflokknum til viðhalds, en ég hafði aftur á móti grun um, að tilgangurinn með því væri fyrst og fremst sá að setja hinni sterku kynþörf, sem er sameiginleg öllum villtum kynflokkum á hitabeltissvæðun- um, einhver skynsamleg tak- mörk. Ákveðið hafði verið að „hjóna- vígsluathöfnin11 skyldi fram fara í tunglfyllingu, eða að fáeinum dögum liðnum. Það var ákaflega áríðandi að brúðkaupið færi fram einmitt þá, því að þeirri tunglfyllingu iiðinni mátti ekki nein slík athöfn fram fara fyrr en að fjórum mánuðum liðnum. Meðan regntímabilið stóð yfir, urðu menn að sætta sig við al- gert aðgerðarleysi og innivist, svo að þeir fjórir mánuðir urðu ókvæntu fólki leiðari og lengri en nokkurt klausturlíf. Loks rann hinn mikli dagur upp. Árla morguns tóku gestirn- ir úr nálægum þorpum að streyma að. Þeir báru allir pils úr pálmablöðum, sem voru þeirra veizluklæði. Konurnar komu færandi hendi — þær höfðu meðferðis brúðkaupsgjaf- ir, ávexti, hunang og villibráð til veizlunnar, og var auðséð að ekkert skyldi klipið við neglur sér. Slík hátíðleg tækifæri voru í rauninni sjaldgæf, og víst var um það, að þetta yrði hið síðasta áður en regntímabilið gekk í garð. Allir voru því staðráðnir í að notfæra sér það og njóta þess til hins ýtrasta. Eta og drekka og dansa unz þreytan yf- irbugaði þá, svo að þeir mættu ekki lengur uppi standa. Þegar rökkva tók söfnuðust allir brúðkaupsgestirnir saman á torginu umhverfis Mundo — allir nema brúðirnar, sem enn voru áð búa sig undir athöfnina, og áttu ekki að koma fram á sjónarsviðið, hinum ævafornu venjum og siðum samkvæmt, fyrr en hin eiginlega vígsluat- höfn hæfist. Þögn féll á hóp- inn, þegar hinn æðsti höfðingi Taurepana-ættflokksins gekk fram í bjarmann af bálinu og lýsti í heyranda hljóði, eins og helgisiðirnir kröfðust, öllum helztu atburðum í sögu ætt- flokksins, frá því í grárri forn- eskju og fram á þennan dag. Það var langt, en hátíðlegt forspjall, þar sem raktir voru frægustu sigrar forfeðranna, greint frá fræknum görpum og djörfum dáðum, afburða veiðimönnum, harðri baráttu og miklum örðug- leikum annað veifið, en einnig tímabilum velmegunar og alls- nægta, eins og faðir hafði sagt syni kynslóð fram af kynslóð. Jafnvel ég varð nú þáttur í sögu þessa ættflokks; í lok þessa merkilega forspjalls gat Mundo, hinn mikli höfðingi, stríðsmanns- ins mikla, sem komið hefði frá fjarlægu landi og unnið sér þegnrétt meðal ættflokksins eft- ir að hafa unnið frækilegan sig- ur á þeim illa anda, Canaima, sem tekið hafði á sig gervi ban- vænnar sóttar. ÞEGAR fullur máni var ris- inn, kom seiðmaðurinn, Sapuli, fram á sjónarsviðið og bar hann alla sína töfragripi, dýrabein, tennur, hala og skott. Hann gekk fram á mitt torgið, sneri andliti sínu að dyrum kofans, þar sem brúðirnar, Lolomai og Lometai, biðu þess ásamt mæðrum sínum að ganga út á torgið, fram í bjarma bálsins, hóf upp raust sína og tók að kyrja einhverja töfralangloku. Andartaki síðar gengu brúð- irnar út um kofadyrnar. Við Antu gengum til móts við þær og leiddum þær fram fyrir seið- manninn, sem hækkaði raustina og gól galdurinn af því meiri á- kefð, sem við nálguðumst hann meir. Sneri hann nú ásjónu sinni að hinum rísandi mána og seið- ur hans breyttist í orðlaust, gjammkennt ákall. Tvær stórar, þéttriðnar strá- körfur voru nú bornar fram. Seiðmaðurinn tók upp tvo páimablaðsvafninga og hristi úr þeim mergð maura ofan í þær. Að því búnu var okkur, brúð- hjónunum lyft upp og sett ofan í karfirnar, Antu og Lometai í aðra en við Lolomai í hina. Þar sem við vorum nakin að neðan, vorum við með öllu vamarlaus fyrir biti mauranna, sem ekki létu sitt eftir liggja, en skriðu stingandi og bítandi upp í klyft- ir okkar og var svo til ætlazt, samkvæmt hinum fornhelgu vígslusiðum, að við þyldum þessar þjáningar í nokkrar mín- útur án þess að æmta eða skræmta. Átti píningaratriði þetta að tákna þjáningar þær, sem okkar biði í hjónabandinu og við yrðum að bera sameigin- lega. Að stundarkorni liðnu var okkur lyft upp úr körfunum aft- ur og gefinn vatnssopi að drekka okkur til hressingar. Seiðmað- urinn hafði nú lækkað röddina, galdragól hans varð mildara, svo að brá til viðkvæmni, þegar ég heyrði hann þylja nöfn okkar; skildist mér, að þar með væri hann að tilkynna guðum ætt- flokksins hjónavígsluna og fela okkur sérlegri forsjá þeirra. Lauk svo athöfninni með því að allir viðstaddir karlmenn, ungir sem gamlir, gengu í röð.fram- hjá þeim Lolomai og Lometai, og horfði hver um sig fast á þær nokkur andartök, rétt eins og hann vildi muna andlit þeirra svo að ekki yrði um villzt. Upp frá þeirri stundu voru þær frá- teknar og engum karlmanni öðrum en okkur, eiginmönnum þeirra, leyfilegt að snerta þær. Þegar þessari göngu var lokið, hljóðnaði söngur seiðmannsins altl í einu, og Mundo tilkynnti öllum viðstöddum að nú hæfist veizlugleðin. Á meðan gestirnir tóku til ó- spilltra málanna við veizlukost- inn leiddi ég Lolo niður að fljót- inu, þar sem við lauguðum okk- ur úr ísköldu vatninu, og dró þá nokkuð úr mesta sviðanum af maurabitinu. Síðan vafði ég hana örmum og þrýsti henni fast að mér og andartaki síðar leiddumst við yfir torgið og inn í kofa minn. Þrem dögum eftir brúðkaup okkar tók kaldur stormur að blása um frumskóginn. Himinn- inn uppi yfir myrkvaðist regn- skýjum, svo að hvergi sá til sól- ar. Stormurinn jókst stöðugt; trén svignuðu og laufið fauk af limi og krónum eins og skæða- drífa og vakti slíkt öldurót á fljótinu, að löðrið gekk langt upp á bakkana í snörpustu sveipun- unum. Rykmekkirnir þyrluðust upp af torginu, og uppi yfir því dönsuðu þurr sprek, sölnuð lauf og viðargjall úr bálstæðinu — VIKAN 41. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.