Vikan


Vikan - 10.10.1963, Blaðsíða 48

Vikan - 10.10.1963, Blaðsíða 48
J)arísar$nið - - fiarísarUzka FRAML. AF VERKSMIÐJUNNI MAX H.F. HAUSTDÆGUR. Framhald af bls. 11. manni. Brandur fann að Gísli mundi auðveldlega taka af honum tauminn ef hann léti aflið ráða. Án þess að sleppa taumnum seildist hann til annarri hendi og greip eldsnöggt í hökuskegg Gísla, vatt sér á hlið við hann og sneri hausnum upp. Gísli sem var óviðbúinn þessari árás, mátti nauðugur fylgja eftir og skall á hrygginn, en Brandur stökk á bak og þeysti á eftir Þórði. Það var að verða aldimmt. Silfurbleik rönd af tungli á síð- asta kvarteli sendi litla birtu yf- ir alauða jörðina. Blámi him- insins var að mestu hulinn skýj- um sem þeyttust frá suðvestri til norðausturs. Já, það var eng- inn vafi að veðrið var að ganga í suðvestanátt. Nú mundi lokið hinum einmuna stillum, og við taka risjótt tið. Líklega yrði það vestan rok og éljagangur fram- an af, áður en hann sneri sér í norðrið. Ojá, það mátti alla vega ætla að hann breytti sér hastarlega og vissara að búast við því verra, hið góða skaðaði aldrei. Ekkert af þessu var þó í huga Gísla, þar sem hann rölti heim á leið. Veðurfar var víðsfjarri huga hans þessa stundina. Hann var aðeins hræddur, seigdrep- andi hræddur. Orð Brands og Þórðar kváðu enn í eyrum hans. Ævilöng dvöl á Brimarhólmi. Ef hausinn væri þá ekki látinn fjúka. Og svo Skjóni. Gísla vökn- aði um augu þegar hann hugsaði um hestinn. Hvað átti hann af sér að gera? Margrét. Hvað skyldi Margrét gera. Myndi hún skamma hann eins og hund í áheyrn barnanna og reka hann síðan í burtu? Gísli stanzaði á göngu sinni þegar hann kom heim undir bæ- inn og settist niður milli stórra þúfna. Átti hann annars nokkuð að fara heim í bæ, gerði hann ekki réttast í að fara burt. Taka Skjóna og þeysa burt í myrkr- inu, langt, langt í burt, þangað sem enginn þekkti hann. En hann yrði að kveðja börnin sín, áður, fá að sjá þau í síðasta sinn. Hann heyrði köll þeirra og hlátra heim við bæinn. Hlýtt hauströkkrið var þeim ákjósan- legt til margskonar leikja. En hvað þau voru kát og falleg börnin hans, aldrei hafði honum verið það jafn ljóst og nú. Nú sá hann hvar Unnur kom hlaup- andi í áttina til hans og ætlaði líklega að fela sig fyrir systkin- um sínum, í stóru þúfunum. Þá hlaut Margrét að vera komin heim, því annars færi Unnur ekki frá yngsta barninu sem var enn í vöggu. — Unnur, sagði hann lágt. — Ó, faðir minn, telpan hrökk við og varð hissa að sjá hann sitja þarna. — Gerði ég þér bilt við, barn- ið mitt, sagði • hann blíðlega. — Komdu hérna og seztu hjá mér. Er móðir þín komin? — Já, anzaði Unnur og settist við hlið hans. — Sagðirðu henni hvert ég og bróðir þinn fóru? — Já, hún spurði um það. Er hann kominn aftur? — Nei, en Skjóni er kominn, hefur kannski hlaupið frá hon- um þegar hann stanzaði. Gísli vonaði að guð fyrirgæfi sér að ljúga svona að barninu. — Þá ætla ég að fara á móti honum, hann er svo myrkfælinn aumingja strákurinn. — Þú ert góð stúlka, Unnur mín, sagði Gísli og lagði hand- legginn utan um telpuna. — En það er dálítið sem ég þarf að ræða við þig barnið mitt. Veiztu það Unnur, að ég er ekki þinn rétti faðir. Hann átti erfitt með að segja þetta en fannst sem hann yrði að vita hvernig telpunni yrði við að vita hið sanna. Hvort hún myndi virða hann áfram eða fjarlægjast hann. — Já, móðir mín sagði mér það fyrir löngu síðan, svaraði telpan lágt. Svo vafði hún hand- leggjunum skyndilega um háls hans, hjúfraði sig að skeggjuðum vanga hans og hvíslaði ekka- þrunginni röddu: — En ég vil engan föður eiga annan en þig. Þú ert langbeztur af öllum. Heitur fögnuður og sæla flæddi um huga Gísla. Aldrei hafði hann fundið það jafn vel og nú, hve innilega hjartfólgin þessi stúlka var honum. Og nú vissi hann fyrir víst að henni þótti jafn vænt um hann. Hvað sem öllu faðerni leið þá átti hann hug og hjarta þessa barns. Það var honum nóg. Það gæti enginn frá honum tekið. — Jæja, vina mín. Farðu nú heim og biddu móður þína að finna mig hingað. Og hlauptu svo á móti bróður þínum. — Já, faðir minn, sagði telp- an og hljóp heim til bæjar. Gísli sat eftir. Nú var hann mikið rólegri en áður. Hin hreina barnssál hafði bægt kvíð- anum burtu. Eftir litla stund kom Margrét gangandi og var heldur gust- mikil. — Hvað er að sjá þig maður. Því liggurðu hér eins og hundur? Er þér illt eða hvað? Gísla brá ekki hið minnsta við ávarp konu sinnar, hafði aldrei búist við því betra. — Nei, mér er ekki illt, svar- aði hann dræmt. — Nú, því hefurðu þig þá ekki til bæjar. Og hvað á ég að gera hingað? Varstu ekki að stefna sýslumanni og Þórði á Felli hingað. Hvers konar skolla- leik ertu að leika, mér er spurn? Margrét gusaði þessu út úr sér í æsingu. Hæglæti Gísla esp- aði hana um allan helming. 48 — VIKAN 41. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.