Vikan


Vikan - 10.10.1963, Page 49

Vikan - 10.10.1963, Page 49
FYRIR ÞVÍ ÚRSKURÐAST Svar við Hvernig dæmir þú? á bls. 51. FYRIR ÞVl ÚRSKURÐAST. ASstaðan í máli þessu er sú, að Jón Jónsson er einkaerfingi bróður síns, þar sem Jason átti hvorki eiginkonu né börn, en foreldrar þeirra bræðra voru látnir. Þennan erfðarétt Jóns hefði Jason getað gert að engu með löglegri erfðaskrá, því að Jón er ekki skylduerfingi, þótt hann sé Iögerfingi. Hefði Jason því getað svipt Jón algerlega arfi, ef frá því hefði verið gengið lögformlega. Spurningin um það, hvort Jón Jónsson eða hreppurinn fái erfinn, byggist eingöngu á úrlausn þess, hvort litið verður svo á, að yfirlýsing Jasonar hafi fullnægt þeim skilyrðum, sem lögin setja varðandi gildi arfleiðsluskrár. Það eru skilyrði fyrir gildi erfðaskrár, að útgefandi henn- ar, arfleifandinn, sé a. m. k. 18 ára að aldri og sé svo heill heilsu andlega, að hann sé fær um að gera þessa ráðstöfun á skynsamlegan hátt. Með tilvísun til atvikalýsingar er ljóst, að þessi skilyrði eru fyrir hendi. Þá verður hugað að því atriði, hvort sá vilji Jasonar til ráðstöfunar á eignum sínum eftir sinn dag hafi verið settur fram á nægilega formfastan hátt. Réttarþróunin hefur á síðari tímum gengið mjög í þá átt að slaka á formkröfum. Þó eru nokkur réttarsvið, sem enn eru bundin ströngum formreglum. Eitt af þessum sviðum varðar einmitt arfleiðsluskrár. Ástæðurnar fyrir ströngum formreglum erfðaskrárinnar eru augljósar: Þegar framkvæma á erfðaskrárvilja arfleifanda, er hann kominn undir græna torfu, og því ekki færi á að kalla á hann til skýringar á vilja- yfirlýsingu hans. í erfðalögum segir, að erfðaskrá eigi að vera skrifleg og arfleifandi eigi að undirrita hana eða kannast við undirritun sína fyrir notario publio eða tveimur vottum (Sýslumaður eða fógeti er nefndur notarius publicus í vissum embættis- störfum). Það er ljóst, að Jason hefur ekki undirritað erfðaskrá sína fyrir sýslumanni. Einn maður var að vísu viðstaddur, þegar hann samdi erfðaskrána, en ekki bað Jason hann að vottfesta skrána. Slíkt hefði heldur ekki fullnægt ákvæðum erfðalaga, þar sem vottarnir eiga að vera tveir og auk þess vera sér- staklega kvaddir til að votta arfleiðsluna. Málum er því á þann veg farið, að erfðaákvörðun Jasonar Jónssonar hefur ekki verið í samræmi við erfðalögin varðandi formkröfurnar, og fær þessi erfðaákvörðun því ekkert gildi. Þar sem þannig engin gild erfðaskrá liggur fyrir, fellur arf- urinn til lögerfingja. Þar sem Jón Jónsson er eini lögerfinginn, fellur því allur arfurinn í hlut hans. Ályktunarorð: JÓN JÓNSSON FÆR ALLAN ARFINN. -----------------------------------------------------------------' Mikið var á hana lagt að búa með öðrum eins heimskingja. — Margrét, ég þarf að segja þér nokkuð. Hér hafa gerzt mik- il tíðindi í dag. — Nú, og hvað svo sem? Margrét var forvitin en reyndi að dylja það með fyrirlitningu. — Ég er glataður maður. Því sem næst dæmdur á höggstokk eða Brimarhólm. Gísli var undarlega rólegur þegar hann sagði þetta, eins og hann gengi örlögum sínum á vald með karlmannlegri ró. Margréti krossbrá. — Hvað ertu að segja. Fyrir hvað ertu dæmdur. Hvað hefurðu gert af þér? Gísli stundi við og hóf frá- sögnina af atburðum dagsins og dró ekkert undan. Með skelfingu í röddinni endaði hann á orðum Þórðar og sýslumanns og hvern- ig Brandur tók Skjóna af hon- um. Margrét stóð þegjandi og hlýddi á frásögnina. Hvers lags vandræði hafði nú þessi heimski karldurgur anað út í. — Hvað ætlar þú að gera Margrét? spurði Gísli að lokum. — Hvað ætla ég að gera? hváði hún. — Ætli þú sért nú ekki búinn að gera nóg sjálfur. Það einasta sem ég gæti gert væri að hýða þig eins og heimskan krakka. —- Já, Margrét. Ég á allt skil- ið. En ætlarðu að reka mig burtu frá þér og börnunum? — Ertu hræddur um það? — Það er það sem ég óttast mest. Miklu meira en höggstokk og Brimarhólm, sagði Gísli lágt. — Það hefðir þú betur hugsað um fyrr, fíflið þitt. Hvað kom þér til að skipta þér af þessum mönnum. Hvað áttir þú sökótt við þá? — Ekkert. Ég ætlaðist ekki til að þeir yrðu hvor öðrum að bana. Vonaði bara að ósætti þeirra leiddi til áfloga eða ein- hvers, sem yrði Brandi og Þórði til óþæginda. — Sagði ég þér ekki í morgun að varasamt væri fyrir kotunga að espa sig framan í ríkismenn og höfðingja. Þeim sem hafa auðinn og valdið sín megin verð- ur jafnan smátt fyrir og troða niður lítilmagann. Og hvað þurftir þú svo sem að vera að gera þeim til óþæginda. Var það kannski út af jörðinni sem þú varst að þvaðra um í morgun? — Nei, Margrét. Það var vegna þín. Margrét hrokk við og varð orðfall um stund. — Vegna mín. Hvað áttu við? — Ég á við þá von að geta einhverntíma megnað að gera Þórði ríka þá skráveifu sem yrði honum eftirminnileg, jafnvel þótt hann vissi ekki að ég stæði þar á bak við. — Ég skil ekki um hvað þú ert að tala, sagði Margrét. — Fyrir hvað þurftir þú að gera Þórði skráveifu mín vegna? — Nei, þú skilur ekki hvað ég er að fara, endurtók Gísli og stundi við. — Allt sem ég segi og geri er víst jafn vitlaust, og mínar tilfinningar skipta víst engan neinu. En ég hef engu gleymt, Margrét. Ég man ennþá daga okkar á Felli. Ég man þig ennþá sem unga stúlku sem bar langt af öðrum stúlkum fyrir fegurð og gáfur. Og þú ætlaðir þér mikið þá. Þú sást ekki fá- tækan vinnumannsræfil, heimsk- an og ljótan. Fyrir þér var ekk- ert nema húsbóndinn, ríkur og glæsilegur, sem allar stúlkur snerust um eins og stóðhryssur kring um fola. Og þú féllst. Þú vissir ekki að ég vakti yfir hverju fótmáli þínu. Þú vissir ekki að ég elti þig upp með gil- inu og sá þig liggja þar grátandi eftir að Þórður hafði kastað þér frá sér eins og ónýtum hlut. Þá sór ég þess eið, Margrét, að hefna þín, þó seinna yrði. í dag hélt ég svo að tækifærið væri runnið upp, að loksins gæti ég munað Þórði þó ekki væri nema lítið brot þeirri niðurlægingu sem þú máttir þola. Og þó Þórður gæfi þér þessa jörð. Hvað var ein lé- leg jörð á móti stolti þínu og hrundum framtíðarvonum. Að- eins rausnarlegur hvílutollur. Já, ég varð glaður, Margrét, þeg- ar Þórður sagði að ég gæti feng- ið þig fyrir konu. Ég vonaði þá að þér mundi einhverntíma þykja ofurlítið vænt um mig, ef ég aðeins væri þér nógu góður. En auðvitað var það tálvon. Sambúðin við mig hlýtur að hafa verið þér hreinasta kvalræði, ég get vel skilið það, Margrét, auð- vitað gazt þú aldrei elskað mig. Gísli þagnaði við og fannst sem hann hefði sagt allt of mikið. Hann huldi andlitið í höndum sér og þorði ekki að líta framan í konu sína. Nú var teningnum kastað. Nú var hennar að taka ákvörðun, reka hann burt, eða lofa honum að vera. Margrét hafði staðið eins og steinrunnin undir þessari löngu tölu Gísla, og starað á hann í myrkrinu sem stöðugt þéttist umhverfis þau. Henni fannst sem þetta væri allt annar maður, með öllu ókunnur henni. Voru þetta virkilega orð og hugsanir Gísla sem hún heyrði. Hann hafði þá elskað hana svona heitt öll þessi ár og þráð að hún fengi Mippreisn. Hvers vegna hafði hún aldrei tekið eftir því fyrr hversu óendanlega góður og ástríkur hann var. Aldrei hafði hann minnzt einu orði á hrösun henn- ar. Ekki eitt einasta styggðar- eða brigzlyrði, hvað vond og skömmótt sem hún hafði verið. Hann hafði skilið beizkju henn- ar og vonbrigði alla tíma. Og aldrei hafði hann verið annað en góður barni hennar og Þórð- ar, jafnvel betri en sínum eigin börnum. Og nú óttaðist hann það eitt að hún ræki hann frá sér. Mikið mátti hún skammast sín. — Gísli minn, sagði hún lág- róma. — Þú þarft ekkert að ótt- ast. Þeir munu aldrei gera þér neitt. Brandur og Þórður hafa bara verið að hræða þig. Það er Þórður einn sem ber alla sökina fyrir að halda sekan mann. — Heldurðu það virkilega? spurði Gísli vantrúaður. — Já, ég er alveg viss um það. — En Skjóni, og Gísli stundi þungan. — Brandur hefur aldrei hugs- að sér að eiga hann, enda væri það hreinn þjófnaður. Nei, hann hefur bara tekið hann af því enginn hestur hefur verið heima við á Kollafjarðarnesi. Skjóni verður kominn hér til hrossa í fyrramálið. — Bara að það sé nú víst, tautaði Gísli. — Já, þér er alveg óhætt að trúa mér, Gísli minn. Þeir gera þér aldrei neitt. Og þó þeir reyndu það þá skal ég standa með þér á hverju sem gengur. Gísli trúði varla sínum eigin eyrum. Svona blíðlega hafði Margrét aldrei talað til hans fyrr, og kallað hann Gísla sinn hvað eftir annað. — Meinarðu þetta Margrét? Ertu þá ekkert reið við mig lengur. /Etlarðu að fyrirgefa mér allt? — Það er miklu fremur þú sem ættir að fyrirgefa mér, sagði Margrét, og komdu nú með mér heim. Það er að byrja að rigna. Gísli reis hægt á fætur. Hann tók varla eftir því að farið var að hvessa og kólna. Honum fannst jafnvel að kolsvart haust- VIKAN 41. tbl. — 4Q

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.