Vikan


Vikan - 10.10.1963, Page 50

Vikan - 10.10.1963, Page 50
myrkrið væri horfið fyrir sól- björtum degi. Án þess að hann vissi hvernig það gerðist, var Margrét hans komin í fangið á honum. Ekki köld og framandi eins og jafnan fyrr, heldur heit og blíð. Og hann faðmaði hana varlega að sér eins og hann handléki brot- hættan hlut. Margrét, Margrét mín, hvíslaði hann aftur og aftur. E N D I R . BABY JANE. FramliaLd af bls. 25. aðalatriðanna í hverri kvik- mynd, sem Blanche systir hennar var látin leika í. Vegfarandi rakst á Jane, svo að hún hrökk upp úr dagdraum- um sínum. Hún heyrði aftur umferðina að baki sér, fótatak hljómaði dauflega á gangstétt- inni. Jane andvarpaði. Hún mundi aldrei geta eignazt þennan kjól. Blanche var alltof nízk til að leyfa henni að kaupa sér citthvað fallegt við og við. Þess vegna var hún alltaf að nölrda og nudda við Jane um að hætta að lita á sér hárið að láta liggja að því, að hún væri í rauninni alltof gömul til að gera það. Og að fá hana til að hætta að setja á sig skartgripi, þegar hún færi út. Aðeins til að spara nokkra aura. Og ef Jane langaði í eitthvað, eitthvað fall- egt, eins og kjólinn þarna í glugg- anum eða gullvefjarbeltið með rauða steininum, sem hún hafði séð í Tízkumarkaðinum, kom allt af sama, gamla predikunin um takmarkaðar tekjur þeirra og að þær yrðu þess vegna að fara sparlega með peningana. Það var líka allt hreint bull og vitleysa. Það var nóg til af peningum ein- hvers staðar — ef það væri að- eins liægt að ná til þeirra. Blanche hafði í rauninni eng- ar mætur á fallegum hlutum. Hún vildi ekki, að hún væri minnt á það, að til væri eitthvað fallegt í heiminum fyrir utan hana sjálfa. Það, hvernig hún varðveitti útlit sitt, var — bein- línis óeðlilegt. Það kom stund- um fyrir, að Jane bað þess bein- líns, að Blanche missti fegurð sína, að hún yrði gömul og ljót eins og — eins hún ætti að verða. 'Stundum .... Þótt ófús væri, þokaði Jane sér frá glugganum og hinum fallega kjól i honum og hélt á- farm eftir götunni. Hún leit í sýningarglugga verzlananna, um leið og hún gekk framhjá þeim, en svo varð henni litið í gluggann hjá skartgripasala og sá þá, að hún liafði verið miklu lengur að heiman en hún liafði ætlað sér, meira en klukkustund, svo að hún greikk- aði sporið. Hún varð að hafa hraðan á, það var ekki rétt að láta Blanche vera eina alltof lengi. Blanche skorðaði sig við stólinn og reyndi að þvi búnu að komast á fætur aftur. Hún lét meginþungann hvíla á hægra fæti, sem örlítill styrkur var i, og að þvi búnu lét liún sig siga áfam til að reyna að ná taki á hurðarumbúnaðinum. Henni tókst það, og síðan fikraði hún sig fram í ganginn. Hún nanv staðar, þegar hún hafði farið eins langt og hún þorði. Þá voru aðeins tvö fet eftir að brúninni á hurðinni að æfingaherberginu. Hún sleppti takinu á dyrastafnum með ann- ari hendi og seldist með lienni til sjálfrar hurðarinnar, sleppti svo með liinni hendinni og sveifl- aði sér fram til að ná taki á hurðarhúninum. Þegar henni hafði tekizt það, rétti hún úr sér og jafnaði sig. Andartak fannst henni, að henni sortnaði fyrir augum, gangurinn yrði dimmur, en svo leið þetta frá aftur, meðan lnin þrýsti enninu að hurðinni til að kæla það. Þegar af henni bráði, tók hún aftur fast á lnirðinni til þess að komast lengra með aðstoð henn- ar. Hún hélt um báða húnana og ýtti sér áfram með hægra fæti, þumlung i senn, til að komast að veggnum, sem hurðin opnaðist upp að. Gremju- og áreynslutár fylltu augu hennar, en hún sá samt, að þetta var cng- an veginn árangurslaust, því að alltaf miðaði i áttina að sínia- skotinu. Þegar lnin var komin nægilega nærri, seildist hún til lóðrétts lista á veggnum og dró sig nær borðinu með aðstoð hans. En þá voru kraftar hennar líka þrotn- ir, svo að hún datt á gólfið. Þarna lá hún ósjálfbjarga i uggvænlegu rökkrinu, greip and- ann á lofti og var hræddust um, að hún mundi missa meðvitund. En svo varð hún hughraustari, þegaf hún sá, að hún hafði dott- ið beint fyrir framan síma- skotið. Hún lagði aðra hönd- ina undir höfuðið á sér og hvíldist. Þegar henni söfnuðust kraft- ar aftur, gerði hún sér einnig vanxandi grein fyrir því, að luin varð að flýta sér við það, sem hún hafði einsett sér að gera. Hún stappaði þess vcgna í sig stálinu. Það var svo langur timi liðinn, síðan hún liafði byrjað að fara niður stigann. Það mátti búast við Jane heim aftur á hverri stundu. Blanche setti þess vegna hendurnar und- ir sig, ýtti rösklega, til þess að setjast upp og sneri síðan baki að veggnum. Þegar hún seldist inn í síma- skotið, sá hún sér til mikilla vonbrigða, að hún gat ekki náð símtólinu. En hún gat náð 1 ]>ráðinn, sem lá að símanum úr veggnum, seildist eftir hon- um í staðinn. Hún kippti i þráðinn, og gætti þess um leið að beina átakinu til hliðar við sig. Eftir örstutt átak rann síminn fram að brúninni á hilltanni, sem liann stóð á, vó salt á blá- brúninni andartak eða svo, en valt að því búnu ofan á gólfið, lenti á ábreiðunni með þung- um dynk. Blanche beið ekki boðanna, dró tækið til sín, setti það á kjöltu sína og kreisti aftur aug- un til að skýra hugsunina. Svo liringdi hún til lækningastoílu Shelbys læknis. Aðstoðarstúlka hans svaraði símanum. Blanche laut fram, mjög æst og spennt. Hún hélt símanum með báðum höndum. „Ungfrú Hilt,“ sagði hún og henni var mikið niðri fyrir, „ungfrú Hilt, það er Blanche Hudson. Ég . . . er Iæknirinn við Ég verð að fá að tala við hann. Það er — það er varðandi Janc, hana systur mína .... Það er óskaplega mikilvægt — lifsnauðsyn —“ Þar sem hún fann á sér, að hún var komin að því að missa stjórn á hugsunum sínuni, þagn- aði hún skyndilega og bætti svo við: „Er hann viðstaddur?“ „Ja . . . .“ Það var nokkurt hik í rödd ungfrú Iiilt. „Það er nú sjúklingur inni hjá honum rétl í þessu . . . .“ ÞÝZKUR HER. Framhald af bls. 9. má teljast líklegt að sýslumanni hafi þótt ferð sín til Mývatns- sveitar hin mesta sneypuför og heldur tilgangslítil ef ekkert yrði gert i málinu en ekki leggjum við neinn dóm á það. Nú eru bráðum tuttugu ár lið- in frá þessum atburði, en samt er hann mönnum aðhlátursefni þar i sveit, enn þann dag í dag. Tveir ungir menn í Mývatns- sveit gerðu atburð þennan að yrkisefni og ortu uni hann brag er þeir nefndu „Þjóðverjaslag“. Annar höfundurinn er Starri Björgvinsson í Garði en hinn er Auðunn Kali Helgason frá Hörgs- dal, en liann lézt fyrir nokkrum árum á Kristneshæli liðlega þrítugur að aldri. í bragnum þeim arna, fá flest- ir bændur i sveitinni sinn skammt. Eru þeir látnir svara fyrir sig, er til þeirra er leitað til að vinna á Þjóðverjunum. Ekki hefur oss tekizt að ná í þennan brag í held en hér eru þrjár vísur. Einn bóndinn í sveitinni fékkst við bókband átti dætur og skrollaði, sem kallað. Hann fékk þessa vísu: Með bókapressu minni ég brautina mér ryð, og brytja niður allt þetta skrælingjalið. í liernum verð ég direktör og dætur mínar lottur, við drepum þýzku graðneytin, svo eftir sést ei vottur. Annar bóndi i sveitinni fékk eftirfarandi vísu, en hann átti veiðirétt i vatni uppi á heiðinni, en þar áttu einnig veiðirétt bænd- ur að Lundarbrekku í Bárðar- dal. Heimamenn að Ljindar- brekku eru kallaðir Lundar: Ég neita því harðlega að herja á Hitler minn. hann er varla verri en lundadjöfullinn. Sá veiðispillir argi en engum velkominn. cn eyðileggur netin og étur silunginn. Niðurlagserindið er svona: Úti er ævintýri, svo veglegt sem það var, og vorið góða liðið, sem þennan • ávöxt bar. En sláttuvélarskúffan gamla er þarna enn, ofurlitið glettin við sína heimamenn. í FULLRI ALVÖRU Framhald af bls. 2. því, að allir geta notið góðra verka eftir okkar beztu mynd- listarmenn, ef menn á annað borð geta þolað eftirprentanir, sem víða hanga uppi. En þarna mundu víst margir málsmetandi menn segja, að eitthvað væri alvarlega áfátt við smekk fólksins. Nokkrir menn, sem enginn nefnir í sam- bandi við list, hafa haft fákænt fólk að féþúfu. Þeir hafa fjölda- framleitt „landslagsmyndir", Þingvalla- og Mývatnsmyndir í þúsundatali, þar sem himinninn er alltaf blár og fjöllin standa alltaf á höfði í spegilsléttu vatn- inu. Ekki vantar afköstin, enda eru víst sumir þeirra húsamál- arar að iðn og sögur herma að þeir láti konur sínar og krakka mála himinbláma með rúllum til að flýta fyrir. Síðan er fram- leiðslan seld í flúruðum gips- römmum með hornskrauti í ódýr- um verzlunum, þar sem alþýða manna kaupir afmælisgjafir. Það er sorglegt að sjá þennan ófögnuð uppi á veggjum hjá fólki, sem ætti að vita hvers virði svona hlutir eru. Það er nefnilega betra autt rúm en illa skipað — líka í þessum efnum. Fólk ætti sannarlega að vita bet- ur. Svo mikið hefur verið um sýningar á góðri myndlist, svo mikið hefur verið gefið út af bókum og eftirprentunum af góðri list. Kjarval sagði eitt sinn, þegar hann sá mynd eftir einn af þessum afkastamiklu húsa- málurum, þar sem fjöllin stóðu á höfði í vatninu líkt og venjulega: „Það er makalaust, hvað hann er alltaf heppinn með veður“. Það er líka makalaust, hvað þeir eru heppnir með fákæna kaupendur. 50 — VIKAN 41. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.