Vikan


Vikan - 10.10.1963, Side 51

Vikan - 10.10.1963, Side 51
HVERNIG DÆMIR ÞU? Hann vefengdi erffiaskrána Jón Jónsson átti ekki önnur systkin en einn bróður, Jason að nafni. Hann var bóndi í Valhúsahreppi. Aldrei hafði Jason kvænzt, og barnlaus var hann. Hann var hagsýnn bóndi og vel efnum búinn. Þegar Jason var kominn nálægt sextugu, kenndi hann inn- vortis lasleika. Aðgerðir héraðslæknisins komu ekki að haldi, og ráðlagði hann því Jason að fara til Reykjavíkur til nánari læknisrannsóknar. Áður en Jason fór þessa för, skipaði hann öllum málum sínum á heimilinu og fól ráðsmanni yfirstjórn búsins. Daginn áður en Jason hélt til Reykjavíkur skrifaði hann svolátandi yfirlýsingu á venjulegt bréfsefni: „Arfleiðsluskrá. Hér með lýsi ég undirritaður yfir þeim vilja mínum, að eigi ég ekki afturkvæmt að búi mínu að lokinni fyrirhugaðri Reykjavíkurför, þá skulu allar eigur mínar að mér látnum, fastar sem lausar, renna í sérstakan sjóð, sem bera á nafnið: Minningarsjóður Jasonar Jónssonar. Sjóður þessi á að vera í vörzlum hreppsnefndar Valhúsahrepps, og skal hún verja árlega helmingi af vöxtum sjóðsins til þeirra bænda í hreppn- um, sem fram úr skara í jarðarbótum. Hreppsnefndin setur sjóðnum skipulagsskrá“. Undir þessa yfirlýsingu ritaði Jason dagsetningu og síðan nafn sitt. Ráðsmaður hans var viðstadd- ur, er hann ritaði yfirlýsinguna, en hún var óvottfest. Jason fór til Reykjavíkur. Að lokinni læknisrannsókn var hann skorinn upp á sjúkrahúsi, en andaðist þar skömmu síðar. Eftir lát Jasonar tók sýslumaður bú hans til opinberrar skiptameðferðar. Með þrítekinni auglýsingu í Lögbirtinga- blaðinu skoraði hann á alla þá, sem til skuldar eða arfs teldu í dánarbúið að gefa sig fram innan lögboðins frests. Fáum skuldum var lýst í búið, og samkvæmt mati á eignum námu þær um 800 þús. krónum umfram skuldir. Kröfu til arfs gerði hreppsnefnd Valhúsahrepps. Var það arfstilkall byggt á erfðaskrá þeirri, sem Jason heitinn gerði, áður en hann fór sína hinztu för til Reykjavíkur. Þótt skráin væri óvottfest, var það óumdeilt, að hún væri rituð af Jason, og ráðsmaðurinn vottaði, að Jason hefði verið með fullu ráði, er hann gerði skrána og andlega hress. Hið sama vottaði og héraðslæknirinn, en hann heimsótti Jason heitinn sama dag. Af þessum ástæðum taldi hreppsnefndin, að ekki orkaði tvímælis, að síðasti vilji Jasonar hefði verið sá, að allar eigur hans gengu til að stofna hinn umgetna minningarsjóð í þeim tilgangi, er erfðaskráin greinir. Jón Jónsson gerði og tilkall til arfsins. Hann sagðist vera einkaerfingi bróður síns að lögum, því að Jason hefði andazt ókvæntur og barnlaus. Foreldrar þeirra bræðra væru og báðir látnir. Um erfðaskrána sagði Jón: „Ég er að vísu ekki löglærður maður, en mér finnst eitthvað torkennilegt við þetta plagg. Það er ekki eins úr garði gert og erfðaskrár þær, sem ég hef áður séð. Þess vegna véfengi ég gildi skjalsins. Ég óska úr- skurðar skiptaréttarins um það, hvort ég sem nánasti lög- erfingi eigi að fá arfinn eða hreppsnefndin eftir þessari vafa- sömu erfðaskrá. Spurning VIKUNNAR: FÆR JÓN ARFINN EÐA HREPPURINN? Úrskurðiir á hls. 49. Gerð 4403-4 fáanlegar með 3 eða 4 hellum, glópípu eða steyptum (heilum), klukku og Ijósi, glóðarrist og hita- skúffu. Verð frá kr. 5.000.00 H. F. RAFTÆKJAVERKSMIÐJAN VIKAN 41. tbl. — tjJ I

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.