Vikan


Vikan - 17.10.1963, Blaðsíða 4

Vikan - 17.10.1963, Blaðsíða 4
Fisléttar þola þvott (þvottekta) Hlýjar 100 % Nylon efni í verinu 3 stœrðir af scengum 3 stcerðir af koddum ryðja sér hvarvetna til rúms Marteinn Einarsson & Co. Laugavegi 31 -Sími 12816 Fata- & gardínudeikJ Namm ... Póstur góður. Ég hef nú aldrei skrifað til þín áður, en ég vona þó, að þú gefir mér pláss fyrir þessi fá- tæklegu orð mín í dálkunum þínum. Þa ðer nú orðið svo, að mér blöskrar þessi ósiður hjá ólíkleg- ustu verzlunum að hafa sælgæti á boðstólum, þótt þessar sömu verzlanir verzli með eitthvað allt annað, sem á ekkert skylt við mat, hvað þá sælgæti. Jafnvel bókabúðir og járn- vörubúðir eru farnar að hafa sérstakan kima, þar sem stillt er út girnilegu sælgæti. Kannski skilja þeir ekki þetta nöldur mitt, sem ekki eiga börn. En ég get sagt ykkur það, að það er oft ekkert auðvelt að fá krakk- ana út úr verzlunum þar sem þeir sjá sælgæti til sölu, án þess að það kosti grát og gnístran tanna. Það er augljóst, að kaup- mennirnir notfæra sér þennan veikleika barnanna — og stund- uin veikleika foreldranna sam- fara því — því að það er stund- um erfitt að neita börnunum sín- um um hlutina. Ég vil mælast til þess, að kaupmenn í umræddum búðum t. d. bókabúðum og járnvöru- búðum, (og alls konar búðum, sem hafa ekkert með sælgætis- sölu að gera) geri sér ekki bless- uð börnin að féþúfu. Og ég er heldur ekki viss um, að þetta sé mikill bissness. Eitt er víst, að ég kem aldrei með krakkana mína aftur inn í bókabúðina og járnvörubúðina, sem ég minnt- ist á áðan. Mðe kærri kveðju og þökk fyrir allt gamalt og gott. Móðir. Myrkur ... Kæri Póstur. Ég vil fara þess á leit við kvikmyndahúsin hér, að þau venji sig af þessum ósið að hafa kolniðamyrkur á meðan sýn- ingu stendur. Bæði er það vís- indalega sannað, að kolniða- myrkur í bíó eða við sjónvarps- gláp er ekki hollt fyrir augun, því að ljósaandstæðurnar eru of miklar. Auk þess er næstum ó- gerlegt að fikra sig í sæti sín, ef manni skyldi verða það á að missa af strætó eða eitthvað svo- leiðis. í erlendum kvikmyndahúsum er víðast hvar hálfrökkur á með- an á sýningu stendur — feiki- nóg til þess að gefa skarpa mynd á tjaldinu og auk þess mun hentugra fyrir þá, sem seint koma. Ekki þannig, að ég sé eitthvað að vorkenna þeim, sem koma of seint. Síður en svo. Óstundvísi í kvikmynda- og leikhúsum er eitt af því, sem fer í fínustu taugarnar á mér. Nei — það eru hin skaðlegu á- hrif kolamyrkursins og glenni- birtunnar á tjaldinu, sem ber að forðast. Meg þökk Kinolog. Lýsi ... Pæri Póstur. Ég er nú svo gamaldags, að ég gef fjölskyldunni ennþá lýsi. Ég hef einhvern illan bifur á þessum béuðum lýsispillum og læt hópinn taka inn lýsið sitt með gömlu aðferðinni. En það eru umbúðirnar utan um lýsið, sem mér hefur alla tíð verið illa við. Lýsið vill nefnilega leka niður flöskuna, og fyrir bragðið er allt annað en girnilegt að snerta á henni. Ég hef brotið heilann um það, hvort ekki væri hægt að finna upp einhverjar hentugri umbúðir -— en því miður hafa þau heilabrot orðið til einskis. Nú vil ég beina þeim tilmæl- um til lesenda Vikunnar, að þeir reyni að finna upp einhvers- konar lýsisflösku eða eitthvert apparat, sem geri mönnum kleift að taka inn lýsið sitt upp á gamla mátann, en þó með ný- tízkulegri aðferð. Er nokkur lesenda fær um að leysa þessa þraut? Gamaldags. Brugg ... Kæri Póstur. Þú, sem allt veizt — eða allt að því. Gætirðu nú ekki gefið mér góða uppskrift að heima- bruggi? Helzt vildi ég fá hjá þér uppskrift fyrir bjór, því að eitt- hvað verður maður að gera, meðan þjóðarleiðtogarnir sitja auðum höndum. Nonni. --------Uss! Ekki má! (talaðu við mig prívat).

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.