Vikan


Vikan - 17.10.1963, Blaðsíða 9

Vikan - 17.10.1963, Blaðsíða 9
slöngurnar og gúmmílímið þrotið og ekki fengustslíkar vörur í Tryggvaskála. Frá Kolviðarhóli fylgdu :rúað um fyrsta Fordinn, að þrjá þyrfti til að ýta honum af stað, en úr því rynni hann stanzlaust á gangandi fólki, ríðandi, akandi hjólbörum, hjólatíkum og barna-kerrum. Og svo varð ég að bæta við þennan glundroða farartæki, er á allra minnsta hraða fór samt tvisvar sinnum hraðar er hitt allt, og engar reglur að fara eftir utan að víkja til vinstri. Mér hætti að lítast á blikuna. En eftir að hafa talað við bæjarfógeta og ráðherra varð mér hughægra út af þessu. „„Notaðu skynsemina og hjálpaðu þér sjálfur", sögðu þeir, er ég kvaddi, og þar með var það mál tekið út af dag- skrá. Ég rnátti aka um allar trissur, engan meiða eða deyða að gamni mínu. Og að nota skynsemina var ökuskírteini mitt frá yfirvöldun- um. Næst var svo að útvega húspláss fyrir bílinn. Það þurfti helzt að vera í miðbænum eða nálægt honum. Ég gekk mig upp að hnjám í leit að þessu, sem aldrei fannst og hvergi var til. Hús var að vísu til nógu rúmgott, en dyrnar voru of litlar og það fékkst ekki að stækka þær — þótti vera skemmd á húsinu. Lóð hefði mátt kaupa og byggja á henni yfir bílinn, en til þess skorti mig fé. Og í svipinn virtist það ráð eitt fyrir hendi að flytja bílinn aftur vestur um haf. I þessum vand- ræðum var það einn daginn að ég var á gangi við Austurvöll. Þar mætti ég Sigurjóni snikkara Sigurðssyni, er ég þekkti frá fyrri tíð. Hann spurði hvenær bíllinn kæmi? Ég svaraði að bezt mundi að hann kæmi aldrei því hús fyrir hann væri ófáanlegt í Reykjavík. ;,Ætli það verði ekki einhver ráð?“ sagði Sigurjón. „Ég á auða lóð beint andspænis Iðnaðar- mannahúsinu. Hvernig væri að ég byggði þar skúr fyrir bifreiðina, sem þú síðan notaðir þar til úr rættist á annan hátt?“ „Of dýrt“, sagði ég. „Iivað sem því líður“, sagði Sigurjón. „Þú ert kominn hér með fram- tíðarfyrirtæki í huga og það má ekki niður falla í ráðaleysi“. Hann spurði síðan um stærð bifreiðarinnar og hvaða svigrúm hún þyrfti innan veggja og sagði síðan: „Ég hef skúrinn tilbúinn þegar bíllinn kemur“. Allt stóð þetta heima hjá Sigurjóni. Skúrinn var rúmgóður og staðurinn í bænum hinn bezti. Sigurjón vildi enga borgun taka, — kvaðst eiga allt saman eftir sem áður. „Ef allt gengur vel“, sagði hann, „þá ekur þú mér og konu minni í bifreiðinni hérna eitthvað inn fyrir bæinn í sumar." Þetta er einhver bezti greiði, sem mér hefur verið' gerður um ævina. Þannig varð Sigurjón til þess fyrstur manna á fs- landi að sýna Fordbíl gestrisni. Blessuð sé minning hans“. Sveinn kveðst hafa keypt eina tunnu af hinu svo nefnda „Gasoline“ hjá Hinu íslenzka steinolíuhlutafélagi í Reykjavík, en brátt hafi komið í Ijós, að það var ónotandi sakir þess hversu óhreint það var, og stífl- aði þar með allar leiðslur í vél bifreiðarinnar. Fyrsta langferð þeirra I-etta þótti tignariegt farartæki og væri það enn í dag. Bifrciðafélag Beykjavíkur átti þennan yfirbyggða Ford. Kjartan Jakobsson við stýrið. félaga var til Keflavíkur, og kveðst Sveinn hafa valið þá leið fyrst, af því að honum hafi verið sagt að þar væri vegurinn einna beztur. Það reyndist og rétt vera að öðru leyti en því, að krókar miklir voru á honum í hraununum og hættulegir ó- kunnugum vegfaranda á hraðskreiðu farartæki. Sveini far- ast svo orð um þetta: „Það var engu líkara en krókur hefði verið gerður til þess að fá nýjan krók kringum hverja nibbu og nærri lá sums staðar að leiðin lægi allt í kringum hana og mætti sjálfri sér“. f þessari ferð gerðist það m. a. að eitt sinn er bíllinn kom fyrir hvarf eða hól, þá var þar piltur á reiðhjóli á sömu leið og bíllinn og skammt framundan. Var þá blásið í horn bifreiðarinnar piltinum til viðvörunar og leit hann um öxl. Varð hann svo skelfdur, að hann snaraðist af reiðhjólinu, lét það falla þar sem komið var og tók til fótanna út í hraunið. Stoðaði ekkert þó þeir félagar kölluðu til hans. Reiðhjólið var svo tekið og lagt út fyrir vegarjaðar- inn og síðan haldið áfram. í þessari ferð var bifreiðin fullsetin, því auk Sveins og Jóns Sigmundssonar, voru þeir með í ferðinni, Björn, bróðir Sveins, Gísli Sveinsson, síðar sendiherra og Baldur Sveinsson, blaða- maður. Allt gekk vel suður eftir, en er komið var á Voga- stapa á heimleiðinni um kvöldið, hætti vél bifreiðarinnar að ganga, höfðu leiðslur vélarinnar stíflazt af hinni illa hreins- uðu brennsluolíu. Olli þetta langri töf og fyrirhöfn, því bif- reiðina varð að draga með hestum inn í Voga. Var vélin þar hreinsuð og eldsneytið síað. Þetta tók mest alla nóttina og fram á næsta dag. Gísli og Baldur vildu ekki bíða og héldu ferð sinni áfram gangandi og voru komnir til Reykjavíkur á undan bifreiðinni. Til Hafnarfjarðar komust þeir félagar svo við heldur illan leik af sömu ástæðum, þeir hittu þar skozka útgerðarmanninn Bookless og hann fræddi þá um það, að sú tegund af gasoline, er hæfi bifreiðinni, kallaðist benzín á íslandi. Þáði Sveinn þarna að gjöf hjá hr. Bookless 2 gallon af benzíni, setti það á bílinn en hellti niður því, sem fyrir var. Eftir það gekk ferðin að óskum. Tvær tunnur af benzíni reynd- ust vera til hjá Steinolíufélaginu í Reykjavík og fékk Sveinn aðra þeirra í skiptum fyrir þá tunnu, er hann áður hafði fengið. Benzínið frá Bookless var í eins Framhald á bls. 34. Opinn bíll at Overland-gerð. Myndin er tekið í Almannagjá 1914. Við stýrið cr Sigurður Sigurðsson, sem átti fyrsta Overland-bílinn hér. Konan sem stendur aftan við bílinn er Georgia Björnsson, síðar forsetafrú. VIKAN 42. tbl. — g

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.