Vikan


Vikan - 17.10.1963, Blaðsíða 14

Vikan - 17.10.1963, Blaðsíða 14
NOTT I BYZANTISKU HULLINNI útvarpsslúðri ekki alls fyirr löngu. — „Laura Benedict og Norman Keit kváðu um þessar mundir stödd í brunabeltinu" — en um þess- ar mundir voru þau áreiðanlega bæði stödd í tempraða beltinu og furðulangt á milli þeirra þar, þegar tekið er tillit til þess, að hugs- anir beggja snerust um eitt og hið sama, eða nokkrar nærtökur í nýjustu Technicolor og Cinemascope kvikmynd Sidneys J. Freemond. Þessa þrjá bíla bar alla að Bel Air með tæprar mínútu millibili. Hver á eftir öðrum hægðu þeir ferðina og beygðu inn á akbrautina að setri Freemonds; óku um hinn fræga skrúðgarð, sem prýddur var stórum höggmyndum og gosbrunnum, og námu loks staðar úti fyrir aðaldyrum hinnar mikilúðlegu steinbyggingar, sem grínisti nokkur hafði einu sinni sagt að væri frá öðru Dracúla-tímabilinu. Kona Freemonds var látin, ekki alls fyrir löngu, og eftir það hafði hann búið þarna einn, ásamt þjónustufólki sínu. Þó að skattarnir af þessu mikla setri og landareign næmu svimháum upphæðum, hafði Freemond aldrei svo mikið sem komið það til hugar að flytjast þaðan og selja, þrátt fyrir ítrekaðar ráðleggingar lögfræðinga sinna. Þegar kom inn 1 hið víða og íburðarmikla fordyri, gekk virðulegur og aldurhniginn þjónn til móts við gestina, heilsaði þeim hljóðlátlega og tók á móti kápum kvennanna. „Herra Freemond kemur niður eftir andartak,11 hvíslaði hann. „Hvernig líður yður, Pétur?“ spurði Graustein. „Mjög vel, herra Graustein; þakka yður fyrir.“ „Þér annizt vin okkar af alúð?“ „Ég geri það, sem í mínu valdi stendur, til þess að honum megi líða sem bezt, herra minn.“ „Það efast ég ekki um. Eigum við góðan kvöldverð í vændum?“ spurði Graustein. „Ég hygg að ég megi fullyrða, að herra Freemond hafi undirbúið gestum sínum eftirminnilega helgi, og að kvöldverðurinn verði lát- laus, en ljúffengur. Þó er það eitt, herra Graustein ...“ „Nú?“ Það brá fyrir samsæriskenndum trúnaði í rödd og svip hins aldr- aða þjóns. „Lítilfjörleg vísbending, herra minn. Salatið, þér fyrir- gefið að ég er að minnast á þessháttar, er blandað ansjósum; að sjálfsögðu hinum ljúffengustu, en ...“ Graustein hló við lágt. „Þér berið umhyggju fyrir meltingarfær- um mínum? Jú, það er hverju orði sannara, þau þola ekki ansjósur. Þér eruð traustur vinur, Pétur.“ „Þakka yður fyrir það, herra minn.“ Að svo mæltu var þjónninn horfinn hljóðlaust úr augsýn með kápurnar. Clayton Home gekk skrefi nær. „Ég komst ekki hjá því að heyra samtal ykkar,“ sagði hann. „Varðandi salatið?“ „Já. Og það varð til þess, að mér datt í hug tilvalinn söguþráð- ur. Tilvalinn í kvikmynd. Gamall, einrænn milljónari — hataður mannhatari og einræðisseggur, leikinn af ... James Mason, til dæm- is — ákveður að myrða nokkra af helztu fjandmönnum sínum. Hann býður þeim í því skyni til dýrlegs kvöldverðar. Hann hefur látið blanda eitri í salatið af mikilli kunnáttu, og að sjálfsögðu með mik- illi leynd. Hann treystir því, að gestirnir muni ekki veita því neina athygli, að hann snertir ekki við salatinu sjálfur, neyta þess óhikað og síðan deyja eftir miklar þjáningar, og læknarnir úrskurða, að um matareitrun hafi verið að ræða. Þá gerist það, að yfirþjónn milljónarans, Pétur Sellers, sem lengi hefur lagt á hann hatur, kemst að öllu saman. í stað þess að gera lögreglunni viðvart, eða vara gestina við beinum orðum, tekur hann það ráð að segja einum af þeim að salatið sé of þungt fyrir meltingarfæri hans, konunum segir hann að það sé ákaflega fitandi og hættulegt vaxtarlínunum, strangtrúarmanni meðal gestanna, segir hann að það sé kjöt í salatinu, og minnir hann á að það sé föstudagur, og svo framvegis. Það fer því þannig, að milljónarinn sér alla sína snjöllu ráðagerð fara út um þúfur; gestirnir gæða sér á mat hans og víni, en snerta ekki við salatinu, kveðja hann hraustir og mettir og þakka honum veitingarnar, en hann situr eftir, reiður og vonsvikinn. Þetta væri ekki svo vitlaust, Horst. Graustein brosti og klappaði á öxl unga manninum. „Þetta væri tilvalið viðfangsefni fyrir Hitchcock," sagði hann. Og þegar Pétur kom enn fram á sjónar- sviðið með kokkteilglös á bakka og bar gestunum, bætti hann við: „En þá þyrfti líka að prjóna góð- an botn í það. Þú getur ekki skilizt við milljónarann þannig í miðri sögu, eftir að hann hefur beðið hálfan ósigur. Þú yrðir að láta það enda þannig, að hann biði fullnaðarósigur, annars tæk- ist þér sjálfum ekki að sigra á- horfendurna ... Þakka yður fyrir, Pétur ...“ Laura Benedict kom nú til þeirra. „Er starfið og framleiðsl- an strax komið á dagskrá?" spurði hún. „Nei, mín dásámlega. Þessi ungi vinur okkar hefur Sidney grunaðan um að ætla að myrða okkur í kvöld.“ „Allir rithöfundar eru illa innrættir,“ sönglaði Laura og snart vanga Claytons tilgerðar- lega vörum sínum. „Ég var að lesa síðustu söguna þína. Hún er bráðsnjöll, en þó sá ljóður á henni, að það er ekkert hlutverk í henni fyrir mig.“ „Hafðu ekki neinar áhyggjur af því, Laura. Það verður hvort eð er ekki gerð kvikmynd eftir henni, þetta er ekki þannig gerð saga.“ „Ekki skaltu harma það,“ sagði Norman Keith glaðlega og gekk til þeirra. Þeir heilsuðust, Clayton Horne og hann. „Ég hélt að þú værir kominn til Spánar,“ sagði Horne. „Sidney ákvað að spænsku at- riðin skyldu tekin hér. Hann er því mótfallin, að þotið sé með allt til annarra landa, ef hjá því verður komizt. Aftur á móti er ég ...“ En nú kom húsbóndinn sjálf- ur, gangandi hægum skrefum niður breið marmaraþrepin, hljóður, mikilúðlegur og kald- ranalegur. Allra augu voru á hann fest. Það var einmitt það, sem hann vildi. Sidney J. Freemond var hálf- sjötugur að aldri, lotinn, ellileg- ur og ákaflega ljótur. Hvítir hár- flókar sátu sem límdir í jöðrum skallans. Húðfellingarnar á and- liti hans báru órækt vitni óhófi í mat og drykk, nautnum og skemmtanalífi, og hörundið var eirrautt og skorpið. Hann nam staðar á neðsta þrepinu og virti fyrir sér gestina. Þó að umgerð augnanna væri þrútin og slap- andi, voru augun sjálf tinnu- dökk og augnatillitið hvasst og kalt eins og stál. „Allir komn- ir?“ spurði hann kaldranalega í stað þess að bjóða gesti sína velkomna, og röddin var hás og hrjúf. Graustein gerðist til að verða fyrir svörum. „Allir komnir, sem kallaðir voru,“ svaraði hann. „Hvernig líður þér, Sidney?" Freemond lét sem hann heyrði ekki spurninguna. Hann virti gesti sína énn fyrir sér og loks staðnæmdust augu hans við Clayton Horne. „Ég man ekki til að ég hafi haft þá ánægju ...“ „Fyrirgefðu — það er alveg satt,“ svaraði rithöfundurinn. „Þetta er kona mín, Pat.“ „Það gleður mig, að ég skuli loks fá tækifæri til að kynnast yður,“ sagði Pat Horne. „Hún er yndisfalleg, Horne,“ sagði Freemond. „Þú ert lukk- unnar Pamfíll. Unga kona — þér eruð gift hryllilegum rit- höfundi.“ Hann lét sem hann sæi ekki að gestirnir brostu. „Hafa allir fengið eitthvað að drekka?“ spurði hann. Og án þess að bíða eftir svari, sneri hann sér að Pétri. „Full glös, Pési,“ sagði hann. Þó að Norman Keith léti að sjálfsögðu ekki neitt á því bera, ekki einu sinni í svipbrigðum, kom þessi nafnstytting illa við hann. ,,Pési“, misþyrming öld- ungsins á nafni þjónsins, í því skyni að gera ávarpið lýðræðis- legra, særði Keith á þann hátt sem einungis lágkúruskapur getur sært; erti hann ónotalega eins og steinvala, sem komizt hefur í skó, og um leið var hann sjálfum sér reiður fyrir að láta þetta smáatriði hafa slík áhrif á sig. Freemond drakk ekki annað en aldinsafa. Með glasið í hend- inni gekk hann á undan gestum sínum inn í borðsalinn, og lá leið þeirra um hvern salinn öðrum íburðarmeiri. Horne, rithöfund- urinn ungi, starði 1 kringum sig furðu lostinn. „Ótrúlegt," tuldr- aði hann. „Gömul bygging,“ sagði Free- mond. „Það var Gilbert Rodolf, einn af frægustu stjörnunum á dögum þöglu myndanna, sem lét reisa hana. Ég keypti hana, skömmu eftir að hann var drep- inn. Hún er reist í uppruna- legum ...“ „Byzantiskum stíl,“ botnaði Graustein setninguna, og bætti síðan við, eilítið háðslega: „Það er ekki satt, Horne, að Xanadu- þátturinn í kvikmyndinni, „Kane borgari", hafi verið tekinn hér.“ Freemond, sem ekki skildi broddinn í orðum hans, mælti: „Nei, sá þáttur var allur tekinn í R.K.O.-kvikmyndaverinu. Það er búið að rífa það nú.“ Þau námu öll staðar frammi Framhald á bls. 29.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.