Vikan


Vikan - 17.10.1963, Blaðsíða 15

Vikan - 17.10.1963, Blaðsíða 15
HUS FRA QRUNNI ÞAÐ STÓÐ Á GLUGGUNUM í SEX VIKUR Nú eru sex vikur liðnar frá því við sögðum síðast frá fram- kvæmdum við einbýlishúsið í Garðahreppi, sem Vikan hefur fylgzt með, síðan fyrstu framkvæmdir hófust. Fyrsti hluti þessarar frásagnar birtist 8. ágúst, annar hlutinn 22. ágúst og þriðji hlutinn 5. september. Þá var svo komið sögu, að búið var að steypa í sökkulinn og meira að segja byrjað að slá utan af sökklinum. Það tók ekki langan tíma. Nú á enginn kjallari að vera undir þessu húsi, svo það var að sjálfsögðu fyllt upp innan í sökkulinn. Það er möl þarna undir mjög þunnum jarðvegi og hún var notuð til uppfyllingar í sökkulinn Mótatimbrið var komið á staðinn og allt tilbúið fyrir það að slá upp fyrir veggjunum. Aðeins vantaði eitt veigamikið atriði: gluggana. Þeir eru látnir innan í mótin, steyptir fastir um leið og veggirnir eru steyptir. Eigandi hússins, Haukur Sævaldsson, átti að sjá um að hafa þá tiltæka, en þá brá svo við að hvergi reyndist unnt að fá smíðaða glugga. Þetta olli hvorki meira né minna en sex vikna töf á verkinu. Það bregður skíru ljósi yfir það ástand, sem er í byggingamálum hjá okkur núna og margir hafa rekið sig á. Allar trésmiðjur, sem Haukur talaði við höfðu þegar meira en nóg á sinni könnu, svo ekki var á bætandi. Það leið og beið og að lokum fékk Haukur gluggana smíðaða suður í Keflavík. Þetta er nokkuð sem enginn reiknar með, sem leggur af stað með húsbyggingu. Menn gera ráð fyrir því sem sjálfsögðum hlut, að hægt sé að fá gluggana rekna saman í fljótheitum. Svo reynist það líkt og að vinna í happdrættinu, að fá einhvern, sem fyrir mikla náð getur unnið verkið einhvem tíma í framtíðinni. Og á meðan er ekkert hægt að gera — eða mjög lítið. Haukur notaði tímann til að gera járnateikningar af stein- steyptum bekkjum, sem koma utan við þakbrún hússins, eins og vel sést á útlitsteikningunni. Hún birtist 22. ágúst. Haukur hefur líka unnið að því að sjóða saman þessi járn, sem eiga að styrkja þakbrúnarbekkinn. VIKAN 42. tbl. 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.