Vikan


Vikan - 17.10.1963, Blaðsíða 16

Vikan - 17.10.1963, Blaðsíða 16
DEMANTAR í PARADÍS GREINAFLOKKUR ÚR FRUMSKÓGUM SUÐUR-AMERlKU. 3. HLUTI. NIÐURLAG í NÆSTA BLAÐI. EFTIR BIIRON SUDIO GflRflVINI 01 TORNO Lolomai missti jafnvægið og steyptist út f hylirm, þar sem óffreskjan beiö hennar með glennta skoltana..... Indiánarnir tóku þessum árs- tíðaskiptum sem sjálfsögðum lilut, og af sama jafnaðargeði og öðru. Þó að þeir gætu ekki sinnt neinum störfum i fjóra mánuði samfleytt, héldu þeir vöku sinni og voru hvorki ó- kátari né önugri viðskiptis en endranær. Konur unnu elcki önnur heimilisstörf en þau, sem ekki varð ixjá komizt. Hvað karlmennina snerti, þá kunnu þeir einungis eitt ráð til að drepa tímann — og það liefði líka verið synd að segja, að þeir kynnu það ekki tii hlítar. Þóttist ég hrátt verða þess á- skynja, að útliald þeirra á því sviði væri slikt, að ekki gæti kallazt eðlilegt, enda þótt frum- stæðir og sterkir garpar væru, og þó enn síður þegar um var að ræða aldurhnigna karla, sem mjög voru farnir að láta á sjá og virtust farnir að þrótti til annarra afreka. Meðal þeirra var Sapuli, seiðmaðurinn, sem heimsótti konur sínar, allar fjórar, nótt eftir nótt; gekk á milli kofa þeirra og dvaldist drjúglengi hjá hverri þeirra um sig og virtist þó aldrei liressari en að morgni. Hafði ég orð á þessu við Lolomai, en liún virt- ist furða sig á þvi einu að ég skyldi álíta slíkt umtalsvert. Hvað Lolomai sjálfa snerti, breyttist hún undrafljótt í full- Jiroska konu þó að hún væri enn ekki nema barn að aldri. Áður en langt um leið, gerðist hún svo atlotaheit og fýsna- sterk, að mér þótti nóg um, og varð mér því æ tiðara um það hugsað hvernig það mætti vera, að öldungarnir gætu sinnt fjór- um lconum, sem flestar voru þeim auk þess mun yngri, þeg- ar ég, sem var á bezta aldri, átti meir en fullt í fangi við eina, sem enn var ekki af barns- aldri. Fór að lokum svo, að ég réði ekki við forvitni mína, gekk á Antu og bað hann segja mér hvaða leyndarmál lægi á bak við hið furðulega þrek frænda lians til ásta, einkum hinna eldri. Vildi hann fyrst í stað eyða því; kvað þar ekki um neitt leyndarmál að ræða, — VIKAN 42. tbl. en ég sá liins vegar á svip lians og viðbrögðum að hann vissi meira en hann vildi láta uppskátt. og svo fór, að mér tólcst að láta hann segja mér alla söguna. Kadur nefndist villihundategund ein í frumskóginum. Hún var allsjaldgæf nú orðið í grennd við hækistöðvar ætt- flokksins, þar sem sótzt hafði verið eft- ir að veiða hana öldum saman, vegna liinna merkilegu áhrifa, sem kynkirtl- ar dýrsins höfðu á karlmenn, ef þeir neyttu þeirra. Nú hafði Mundo og veiði- mönnuiu hans tekizt að leggja einn þess háttar hund að velli ekki alls fyr- ir löngu, og þar var að leita skýring- arinnar á því fyrirbæri, sem mér liafði verið ráðgáta hingað til. Þurfti liver maður ekki nema örlitinn slcammt til að öðlast þetta furðulega þrek, en þar sem kynkirtlar úr einu dýri voru ekki til niargskipta, voru þeir eldri af ætt- flokknum látnir sitja fyrir — álitið, og með réttu, að þeir yngri hefðu slíks hvalalvfs að mirinsta kosti minni þörf. Ég var að því leyti verr settur en Indíánarnir, að mér var þetla langa athafnaleysi um regntímann algerlega óþolandi, en um leið var þeim nnm bet- ur settur, þar sem ég gat fundið mér nóg annað til dundurs en að liggja i heði hjá lconum. Ég stytti mér slund- ir við smiðar; gerði ýmsa niuni, sem ég vissi að koma myndu i góðar þarf- ir, en Indíánarnir virtust furða sig á þessari framtakssemi, auk þess sem margt af því, sem ég smíðaði, var með öllu óþekkt þar áður, jafnvel einföldustu, og nytsömustu hlutir, Jiar eð uppfinningagáfa þeirra virtist ekki á marga fiska. Var það þvi ein- kennilegra sem þeir voru að mörgu leyti ])rýðisvel gefnir frá náttúrunn- ar hendi að ýmsu öðru leyti. Þeir kunnu til dæmis ekki að ríða net, og ekki að veiða fisk nema með skutli. En þar sem ekki er unnt að skutla nema i svo tæru vatni að hann sjáist, kunnu þeir ekki nein ráð til fanga um regntimann, þegar vatnið i fljótiriu var mórautt af framburði og höfðu því alltaf orðið að vera fisklausir allan regntímann því að þurrkaður og hertur fiskur blotnaði upp af raka og varð þá ekki varinn ásókn mauranna. Ég tók mig nú til og reið eins konar net úr grönnum vafningsviðartágum. Það var að vísu óþjált efni til þeirra hluta, auk þess sem ég var óvanur að fást við það, enda árangurinn eftir þvi. Ég lagði net þetta engu að síður í fljótið, og varð undrun Indíánanna ekki með orðum lýst, þegar það kom á daginn að mér tókst að veiða fisk á þennan liátt; fékk meira að segja allgóðan afla. Satt bezt að segja varð ég dá- lítið liissa á þvi sjálfur, eins frum- stætt veiðitæki og net þetta var, en þegar það gaf svo góða raun, reið ég annað net lil viðbótar og aflaði nú fisks á hverjum degi. Kom nýmeti þetta sér í góðar þarfir, ekki hvað sízt vegna bai-nanna, auk þess sem það drýgði svo aðrar vistir, að enginn í þorpinu þurfti að kviða skorti, en oft hafði verið þar naumt um vistir þegar á leið regntímabilið. Óþarft er að taka það fram, að álit Indíánanna á mér jókst meir en lítið fyrir liragð- ið; þetta tólc meira að segja langt fram galdrakunnáttu Sapulis, og er mér ekki grunlaust um að hann hefði talið seiðmannsvöld sín í nokkurri hættu, liefði liann ekki verið með hugann allan í kofunum lijá eigin- konum sinum. Og nú gerðist það, að Sapuli hrökk upp af. Enginn virtist sakna lians, Framhald á bls. 44. VIKAN 42. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.