Vikan


Vikan - 17.10.1963, Blaðsíða 20

Vikan - 17.10.1963, Blaðsíða 20
Sálfræðingurinn smaug úr armlögum Sigtryggs og leit illúð- lega til hans. „Jæja, varstu að leita upplýsinga um mig karlinn! Það er ekkert leyndarmál að konan, sem ég leigi hjá, er all- vel efnuð; hún á húsið, fimm íbúðir, skuldlaust er mér fortal- ið, og er auk þess anzi snotur kvenmaður, ef út í það er farið. Það er bara svolítill galli á henni að hún er fimmtán árum eldri en ég, annars hefði ég hugsað eitthvað öðruvísi til hennar. En ætti ég kannske að kynna ykkur, ha?“ „Hreint ekki svo vitlaus hug- mynd,“ anzaði kaupsýslumaður- inn og leit með fyrirlitningar- brosi á ferðafélaga sinn. „Ur því að hún er svona rík, þá myndi hún kannske vilja slá í púkk með eitthvert fyrirtæki; svona hús- eigendur eru góðir í bönkunum veiztu. Eigum við að segja að ég bjóði ykkur út í lunch ein- hvern daginn, þegar við komum heim aftur?“ „Farðu norður og niður!“ muldraði sálfræðingurinn og hristi sig eins og hann hefði feng- ið á sig einhvern óþverra. „Hún er alltof góð kona til að komast í klærnar á svona bröskurum — ég býst við að hún myndi verða öreigi eftir mánaðar kynningu við þig.“ „Haldið þið . /ú friðinn, strák- ar,“ sagði Lóa Dalberg blíðlega. Hún tók undir arm sálfræðings- ins og leiddi hann af stað upp að veitingahúsinu. Kaupsýslu- maðurinn tók um axlir Ásu og hvíslaði í eyra hennar: „Þú ert falleg í dag — mikið andskoti geturðu verið falleg, stelpan þín! Þú gerir mig alveg bandvitlaus- an.“ Dóttir spákonunnar leit á hann brosandi. „Nú skulum við vera glöð ag kát,“ sagði hún skærum rómi sínum. „Hvað varð annars af honum Bergi?“ „Þeir sjá um sig, Árni og hann; mér sýnist þeir vera að dunda eitthvað við bílmótorinn." XV. Það var sólskin og heiðríkja allan þennan dag, nema hvað ofurlítil regnskúr skall á í miðj- um Borgarfirðinum. „Þetta er bara til að minna okkur á, að vökvun er nauðsyn- leg öllu, sem lifir og hrærist," sagði Lóa Dalberg ósköp sak- leysislega. Sigtryggur leit fast á hana. „Þú er þó ekki að gefa í skyn að vert- inn vanræki skyldur sínar?“ spurði hann glottandi, um leið og hann seildist á sylluna bak við sig og náði í flösku. „Þú hefur kannske rétt fyrir þér — en ég er þannig gerður, að í svona góðu veðri hef ég alls ekki lyst á áfengi, sólskinið og fegurð nátt- úrunnar er mitt vín.“ Herjólfur B. Hansson hló stutt- lega. „Ekki spyr ég að bölvaðri tilfinningaseminni í bröskurum og broddborgurum,“ sagði hann. „Þeir eiga jafnvel trl að tárast um leið og þeir hirða síðasta skilding ekkna og munaðar- lausra.“ „Árni minn, viltu nú stoppa," sagði kaupsýslumaðurinn litlu síðar við bílstjóra sinn. „Hérna er snotur brekka og meira að segja skógarhríslur. Við skulum lofa sálfræðingnum að væta kverkarnar.“ Þetta var reglulega fallegur staður, lág brekka undir litlum klettahól og gott útsýni þaðan yfir héraðið, sveipað blámóðu sumarsins. En stemmingin meðal ferðafólksins var ekki eins góð og ætla mætti. Herjólfur B. Hansson tók að vísu við glasinu sem honum var rétt og saup dug- lega á því en hinir vildu heldur Coca Cola en áfengi. Sigtryggur Háfells fékk sér einn lítinn, svona til málamynda, en gretti sig ósjálfrátt, um leið og hann renndi niður. Og Lóa Dalberg, sem var orsök þess, að þarttú var áð, færðist undan því, þegar til kom, að drekka nokkuð. „Ég hef tekið eftir því,“ sagði hún, að ef maður byrjar svona snemma á morgnanna, þá getur maður aldrei notið kvöldsins almennilega, og það ætla ég mér svei mér að gera.“ Hún hló glöð- um hlátri, en það var samt ein- hver vandræðasvipur á andliti hennar, og hún var venju frem- ur rjóð í kinnum. Kaupsýslu- maðurinn leit stöðugt á hana kipruðum augum, svo hristi hann höfuðið. „Jæja, það er ekki mín sök, ef ykkur skyldi þyrsta í þessari ferð,“ sagði hann eilítið hátíðlega. „Og til þess að fyrir- byggja allan misskilning, ætla ég að afhenda þér, Herjólf- ur, þessa flösku, ásamt glasi, til þess að þú getir hresst þig, hve- nær sem þú vilt, og hafðu hana bara frammí hjá þér.“ „Nú,“ sagði sálfræðingurinn vonzkulega; „ertu kannske að gefa í skyn að ég sé einhver bölv- aður drykkjurútur?" „Svona Herri minn,“ sagði dóttir spákonunnar og reis á fætur. „Engan hávaða úti í Guðs grænni náttúrunni — taktu bara við því sem þér er veitt af góðum huga •— og svo skulum við halda af stað. Ég hlakka til TEIKNING ÞÖRDÍS TRYGGVADÓTTIR Sigtryggur stórkaupmaður vill ná í Ásu fyrir konu, og Herjólfur sálfræði- stúdent gengur á eftir Lóu vinkonu hennar af sömu ástæðu. Þeir eru ekki góðir vinir, herrarnir, og stríða hvor öðrum eftir beztu getu. Sigtryggur álítur að Ása sé hrifin af Herjólfi, og reynir að múta honum til að sleppa henni, en Herjólfur neitar. Þau fara f jögur saman í sumarfrí norður í land ... 2Q — VIKAN 42. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.