Vikan


Vikan - 17.10.1963, Blaðsíða 23

Vikan - 17.10.1963, Blaðsíða 23
„En ég verð að fá að tala við hann,“ sagði Blanche og var nii enn ákafari en áður. Ég verð!“ Nú varð örstutt þögn, en svo sagði ungfrú Hilt: „Ég skal reyna að ná í liann ef þér viljið bíða í símanum . . . iSmellur heyrðist í simanum og síðan varð allt hljótt. Heil eillfð virtist líða, áður en aft- ur heyrðist smellur, svo að sím- inn lifnaði við aftur. Röddin, sem talaði að þessu sinni var lág og stillileg, vinsamleg, veitti ör- yggi. „Ungrú Hudson? Ungfrú Hilt sagði, að yður lægi eitthvað á, yður væri eitthvað svo mikið niðri fyrir. Hvað er að “ „Sheiby læknir —“ sagði Blanche en þagnaði svo. Hugs- anir hennar voru enn allar í ruglingi og óljósar. Hvernig gæti hún fengið hann til að skilja þetta? „Shelby læknir, ég er hrædd . . . Ég á við, það er hún Jane .... hún er . . . . Læknir, ég þarf að fá yður til að mín núna í dag?“ „Ja, jú,“ sagði Shelby iæknir, „ég geri ráð fyrir, að ég geti það — ef þetta er raunverulega svona áriðandi. En — hefir kom- ið eittlivert slys fyrir hjá yður?“ „Nei.“ Blanche hristi höfuðið. „Ég get ekki skýrt þetta, ekki núna, ekki í símann, en — þér verðið að koma alveg á stund- inni, áður en Jane kemur heim . . . . Læknir, þér komið — er það ekki?“ „Humm — jú, vitanlega. En getið þér ekki gefið mér neina luigmynd um, hvers ég megi vænta. Ef Jane er ekki heima niina — getur hún þá ekki kom- ið liingað i lækningastofuna? Ég vil gjarnan hafa tækifæri til að skoða liana almennilega — framkvæma jafnframt ýmsar prófanir . . . .“ „Nei,“ greip Blanche fram i fyrir honum og var mikið niðri fyrir, „nei, þér skiljið þetta ekki. það er ekki líkamlegt. Hún mundi aldrei fást til að fara til yður — ekki ótilneydd. Og ég er ósjálfbjarga . . . .“ „Þá er þetta einhvers konar — andleg truflun, eða hvað?“ Blanche greip þessa setningu hans fegins hendi. „Já, já, það er einmitt það. Þetta er andleg truflun að henni.“ „Er hún ofsafengin?“ „Ofsafengin?" Blanche hafði orðið eftir honum, þrýsti hendi að enni sér og reyndi að skíra hugsanir sinar. Aðalatriðið, sagði hún við sjálfa sig, var að fá hann til að koma sem allra fyrst, áður en Jane væri komin heim og gæti sjálf tekið á móti honum niðri. „Já,“ sagði hún þess vegna, „já, liún er það. Þér verðið að koma strax“. „Kannnski ég ætti að senda lögregluna,“ sagði hann. „Nei,“ hrópaði Blanclie skelf- ingu lostin. „Nei, ])ér skiljið þetta ekki. Við verðum að athuga með lögregluna seinna“ Hún ])agnaði snögglega, þvi að likami hennar hafði allt i einu stirðnað, eins og liann liefði fundið fyrir yfirvofandi skelf- ingu og veldi lierða sig gegn henni. Það var eins og einhver breyting hefði orðið þarna i ganginum, eins og birtan hefði aukizt þar skyndilega. , , , Hurð hefði verið lokið upp einhvers staðar fyrir aftan hana, án þess að liún yrði þess vör, fyrri en hún hafði verið opnuð. Hún leit við, þótt hún væri í rauninn svo hrædd, að hún þyrði það varla, og kaldur sviti spratt lit um liana alla, þegar hún leit eftir gang- inum. Hún mundi það greini- lega, að þegar hún liafði fyrst litið í áttina til eldhúsdyranna, höfðu þær verið næstum alveg lokaðar, aðeins örlitil rifa milli stafs og liurðar. En nú var grein- leg breyting á orðin, og þegar Blanche leit i áttina til dyranna, var hurðinni skyndilega sveifl- að upp á gátt. Skelfingin hafði náð þvilíkum tökum á Blanche, að hún sá aðeins óljóst, en þó var elcki um neitt að villast, að það var Jane, sem stóð í dyra- gættinni og virti hana fyrir sér. „Ungfrú Hudson?“ sagði Shelby læknir í símanum með nokkrum efasemdum. „Eruð þér viss um, að þetta sé í alla staði rétt hjá yður?“ Blanche svaraði annars hug- ar, þvi athygli hennar heindist nú að mestu að Jane. „Já,“ sagði lnin mjáróma, „já . . . .“ „Gott og vel — ég skal koma til yðar, eins fljótt og ég get með nokkru móti...........“ S'vo heyrðist smellur i sim- anum, og að þvi búnu aðeins suðið, l)egar línan er dauð. Blanclie tók tólið frá eyranu, en lagði það ekki á sinn stað, hélt því aðeins með veikum mætti . . . „Jane . . .“ hvíslaði Blanche. Hve lengi liafði hún staðið þarna og heyrt allt, sem hún hafði sagt i símann? Já, hve mildð hafði hún lieyrt af því, sem hún hafði sagt við lækninn? „Jane, ég — ég komst niður alveg af eigin ramleik. Ég hélt aldrei, að ég mundi geta það — að —minnsta -kosti . . .“ Þegar Jane gekk til hennar, lét lnin simatækið falla úr hendi sér, og hirli ekki um það frekar. í hugsunarlausri, tilgangslausri til- rau til að forða sér á flótta, seild- ist hún með annari hendi til hurð- arinnar en hinni til listans á veggnum við símaskotið. Hún reyndi að draga sig á fætur með þessu móti, en nú voru kraftarn- ir alveg þrotnir. Um leið og lnin sleppti þessum töluim sínum, var henni rekinn snöggur löðrungur. Hönd kom snögglega út úr rökkr- inu til að gera þetta, og um leið hné Blanche út áf á gólfið. Hún skall á annan olnbogann og fann fyrir skyndilegum sársauka. Hræðsluhrolhir fór um hana, og svo leit hún á Jane. „Jane,“ hvíslaði hún. „Ó, ekki gera þetta!“ En þegar hún sá svipinn á andliti Jane, leit hún undan aftur og greip fyrir augun. „Hver hjálpaði ])ér að komast niður?“ sagði Jane hásri röddu og reiðilega. „ILver er i húsinu?“ Blanche hristi höfuðið ákaflega í mótmælaskyni. „Það er enginn i húsinu. Ó, Jane, hlustaðu . .“ Aftur reiddi Jane til liöggs og lét það ríða á systur sinni, sló hana hrottalega á hnakkann. Framhald á næstu síðu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.