Vikan


Vikan - 17.10.1963, Blaðsíða 33

Vikan - 17.10.1963, Blaðsíða 33
þess að hann hlakkaði sVo til að fá óræka sönnun fyrir því hatri, sem þau legðu á hann? Eða vaf það vegna þess að hann gefði sér vonir um að hlera hjúskaþar- arleyndarmál — kannski kyn- mök? Horne reis á fætur og sagði í hálfum hljóðum við konu sína: „Við skulum fara, vina mín.“ „Fara!“ Það var eins og Free- mond slöngvaði að þeim hvöss- um skutli. „Þið verðið kyrr! Ekkert ykkar hreyfir sig héðan! Fari einhver ykkar út fyrir þennan þröskuld, skal ég sjá um að sá hinn sami fái ekki framar atvinnu í þessari borg. Þið hafið heyrt minnzt á svartalista. Þið skuluð öll verða sett á svarta- lista, ef þið farið! Setjizt!" Horne settist aftur í sæti sitt. Freemond hvessti enn á hann augun. Síðan á gestina hina, hvern af öðrum. Loks sagði hann kæruleysislega við þjóninn: „Allt í lagi, Pési! Settu tækið í gang“. Þjónninn snart rofa á segulbandstækinu og það heyrð- ist lágur smellur. Nú heyrðist lágt suð nokkur andartök, þvínæst var ósýnilegri hurð ýtt frá stöfum og tvær ó- sýnilegar manneskjur gengu ósýnilegum fótum inn yfir þrösk- uldinn. Það heyrðist andardrátt- ur og einhver ræskti sig. „Jæja þá“, heyrðist sagt rödd frú Grau- stein, „þetta var frábær kvöld- verður“. Frú Graustein brá hold- ugri hendinni ósjálfrátt fyrir munn sér. „Sidney kann að hagnýta sér það, sem lífið hefur að bjóða“, var svarað rödd Grausteins. „Æ, ég er orðin þreytt, Horst“. „Það er ég líka“. „Við erum ekki ung lengur, liebling“. „Mikið að þú finnur það, gamla mín!“ Það heyrðist lágur hlátur. Graustein ræskti sig enn, og skór skullu á gólfið. „Þegar við hugleiðum það nánar“, sagði hann, „ættum við í rauninni að vera þakklát fyrir það, að fá að verða gömul“. „Þakklát?" „Já, þakklát fyrir það, að okk- ur skuli hafa veizt tækifæri til þess . . . .“ „Það er satt, Horst", svaraði syfjuleg rödd konunnar. „Fæstir af vinum okkar hafa notið þeirrar hamingju. Klaus .... Jóhanna .... Nathan . . “ „Werner og Lísa . . „Já, Dáin, öll dáin. Munaði minnstu að okkar biðu sömu ör- lög. En þá var okkur rétt hönd til bjargar". Rödd konunnar var ógreini- leg, eins og hún talaði undan ábreiðunni. „Hönd guðs, Horst“. „Hönd Sidneys Freemond. Ég veit að fólk telur að hann hafi hjálpað okkur vegna þess að hann vissi sér þar milljónagróða vísan. Það má vel vera, en mig gildir það einu. Það er trúa mín, að hann sé einungis verkfæri í HÆFIS ími MEÐ ÞVf AÐ AUGLÝSA 1 TlMARITINU Úrval i höndum guðs . . . .“ Svo heyrðist einungis hægur, djúpur andar- dráttur. „Andlit Freemonds tók ekki neinum svipbreytingum. Hann horfði hvorki á Graustein né konu hans, heldur starði án af- láts á spólurnar, sem snerust í sí- fellu á tækinu, rétt eins og hreyf- ing þeirra sefjaði hann. Andar- taki síðar kvað við rödd Clay- tons: „Á ég að segja þér álit mitt á sögum hans?“ „Skrítlurnar, áttu við?“ heyrð- ist sagt rödd konu hans. „Þær voru dálítið grófar, sumar, fannst þér það ekki?“ „Vissulega, hann er hrjúfur og sterkur í sniðum. Nei, það er an- að — hann er gæddur óskeik- ulli, dramatískri eðlisávísun. Sérhver af þessum smásögum varð eins og smækkuð gerð af sjónleik í meðferð hans. Hvert einstakt hlutverk mótað svip- sterkum, ákveðnum dráttum. Bygging frásagnarinnar hnit- miðuð. Þessi dula, sígilda vís- bending um hvernig fara muni — þetta sem fræðimennirnir kalla undirbúning hins óvænta. Þannig var það hjá Sophocles og Shakespeare. Ráðin hik og útidúrar til að auka spennuna — og svo allt í einu . . . .“ „Hann hefur sannarlega náð tökum á þér. Viltu vera svo vænn að krækja sundur kjóln- um í bakið?“ „Þú ættir að vera viðstödd, þegar við komum saman til að ræða kvikmyndahandritin. Hann er gæddur óskiljanlegum hæfi- leika til að finna samstundis hvern veikan blett; átakaatriði, sem ég hef brotið heilann um sólarhringum saman, eða per- sónur, sem ekki eru sjálfum sér samkvæmar í einhverjum smá- atriðum. Þarna situr hann og tyggur vindilinn og segir svo allt í einu: „Þessi stúlka mundi aldrei láta sér slíkt um munn fara . . . hún mundi orða það þannig ...“ Og hann hefur svo að segja undantekningarlaust á réttu að standa". „Er það ekki dálítið gremju- legt þegar til lengdar lætur að hann skuli alltaf hafa rétt fyrir sér?“ „Væri það einhver annar, VIKAN 42. tbl. — Jg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.