Vikan


Vikan - 17.10.1963, Blaðsíða 37

Vikan - 17.10.1963, Blaðsíða 37
brúna; ef það hefði misheppn- azt og eigi verið hægt að nema staðar vegna hálku eða bleytu, þá tók ekkert við nema beljandi áin. Við vestari brúarendann var ekki eins slæmt því þar var hallalaust. Ölfusárbrúin var með sínum hlykk, en slétt að henni. Sami frágangur var á Rangár- brú. Um Öxarárbrú man ég ekki en hún mun eins: mundi hafa festst í minni mínu hefði hún verið öðru vísi. Um ræsabrýrnar eða hlerana í vegunum er það að segja, að þeir voru hið fárán- legasta fyrirbæri. Þeir gátu stað- ið og stóðu margir frá einu feti til 18 þumlungum hærra en veg- urinn beggja vegna. Þeir voru samlitir veginum og sáust ekki í tæka tíð. Á þessi horngrýti lenti maður svo á nokkrum hraða, og var þá viss með að mölva eitthvað eða skemma í bifreiðinni. Þetta gerði mér meiri skaða en allt annað við- sjált á vegunum samanlagt“. Margir munu kannast við þetta fyrirbrigði með ræsabrýrn- ar í vegunum, en það var reynd- ar ekki neitt sérstakt uppátæki vegagerðarmanna, heldur bein afleiðing af kringumstæðum. Ræsaveggirnir voru oftast hlaðn- ir úr grjóti, áður en sements- steypan kom til sögunnar, og reynt að grafa fyrir þeim niður á fasta undirstöðu, eða sem bezt niður fyrir áhrif holklakans. Ræsaveggirnir sigu því lítið eða alls ekki, en aftur á móti seig hinn upphlaðni vegur svo eða svo mikið beggja vegna ræsisins, og þá komu ræsahlerarnir upp úr, sem við var að búast. Þetta var að sjálfsögðu mest áberandi þar, sem vegur lá á gljúpum jarðvegi og seig mikið. Gat þá svo farið, að væn glufa mynd- aðist milli yfirborðs vegarins og timburflekans yfir ræsinu. Sízt má því neita, að þessir uppúr- standandi ræsaflekar voru mjög óþægilegir, sérstaklega fyrir vagnaumferð og jafnvel hættu- legir gripum, ef þeim slapp fótur niður um glufurnar, sem var viðbúið. Fyrir bifreiðir var þetta mjög varasamt af þeim ástæð- um, sem Sveinn tilfærir. Og vissulega hefði verið hin mesta þörf á að lagfæra þessa vegar- galla tafarlaust, þó það vildi oft dragast lengur en skyldi. Vega- bótaféð var af skornum skammti á þeim tíma og vegaeftirlitið líka, samanborið við þörfina á hvoru tveggja. Og nú er orðið langt síðan að slíkir farartálm- ar sem þessir máttu heita alveg úr sögunni. „Yfirleitt tóku menn þessari nýjung, bifreiðinni, mjög vel“, segir Sveinn, „og voru mér vel- viljaðir og hjálpsamir svo að án sumra þeirra hefði líklega ekk- ert orðið úr tilraun minni. Ég minnist bæjarfógeta, Jóns Magn- ússonar, ráðherranna, sem ég hafði við að skipta, fyrst Hann- esar Hafsteins. Klemensar Jóns- sonar, er fór með ráðherravald í fjarveru Hannesar, og Sigurð- ar Eggerz, er allir vildu og gerðu að velta steinum úr götu minni og greiða fyrir mér í öllu eftir beztu getu. Sama er að segja um Jón Hermannsson skrifstofu- stjóra. Hjá öllum þessum mönn- um var góðvildin og hjálpsemin svo áberandi að eigi gat dulizt, og sporin til þeirra því létt til þess að fá upplýsingar, biðja um leyfi eða leita ráða, allt var sjálf- sagt af þeirra hálfu, sem unnt var að veita. Eins voru alþingis- menn þeir, er ég talaði við, fróð- leiksfúsir og athugulir. Einstaka menn vil ég nefna þó mörgum verði að sleppa, sem koma við þetta mál. Er þá fyrst að nefna Sigurjón snikkara Sigurðsson, er fyrr getur, Gísla Sveinsson, sem frá lagalegu sjónarmiði vaktaði velferð mína án allrar borgunar, Benedikt Sveinsson og bræður hans, Baldur og Þórð, sem allir til samans og hver í sínu lagi þreyttust aldrei á að stjana við mig og mitt viðfangsefni. Enn- fremur Björn Kristjánsson bankastjóra og Jón bankagjald- kera og marga fleiri, er greiddu götu mína og léttu undir, svo að fyrirtæki mitt mætti heppnast og verða til frambúðar“. Þannig hafa Sveini farizt orð um landa sína á meðan hann var á íslandi með bifreiðina, og sýn- ast þeir mega vel við una, því að hann ræðir þar um mestan hluta alls almennings þó hann nafngreini fáa eina. Um hina, þá fáu, sem hann undanskilur þess- um vitnisburði, segir hann: „Þeir voru svo fáir og langt á milli þeirra — svo langt, að maður var búinn að gleyma þeim fyrri þegar maður mætti þeim næsta“. Hér má skjóta því inn til fróðleiks og garnans um leið, að Gísli Sveinsson, þáverandi yfir- dómslögmaður, sem Sveinn nefnir hér, kvæntist í Reykja- vík 6. júní 1914. Hjónavígslan fór fram í Dómkirkjunni og Sveinn Oddsson flutti brúðhjón- in þangað í bifreið sinni. Aldrei fyrr á íslandi mun bifreið hafa verið notúð þeirra erinda. Góð- ur vinskapur tókst með þeim Sveini og Gísla, og má víst skoða umrædda ökuferð sem eitt merki þess, en Sveinn mun hafa átt upptökin að henni. Vinskapur þeirra hélzt áfram, þótt langt gerðist á milli þeirra. Og löngu síðar, þegar Gísli var orðinn sendiherra fslands í Noregi, sendi hann Sveini eftirfarandi vísur á afmælisdegi hans vestur til Kanada. Vísurnar eru hér birtar með vinsamlegu leyfi höf- undarins. Má vera, að þær séu eina viðurkenningin sem Sveinn hefur öðlazt frá íslenzkum valdamönnum fyrir sitt braut- ryðjendastarf í þágu íslenzkra samgöngumála. Vísurnar eru VXKAN 42. tbl. — 2^

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.