Vikan


Vikan - 17.10.1963, Blaðsíða 41

Vikan - 17.10.1963, Blaðsíða 41
og óknytti í Þingeyjarsýslu og aftur á Alþingi 1646. Hann var talinn kunna eitthvað fyrir sér í göldrum, enda hafi hann veð- sett sig djöflinum. Að lokum var Hann dæmdur til dauða vestur á Barðarströnd fyrir nauðgun og hengdur í Rauðuskörðum ár- ið 1648. III. Um þessa þjóðsögu má í stuttu máli segja þetta: Nokkur atriði, sem varða sjálfan söguþráðinn, eru rétt, því að þeim ber saman við öruggar heimildir. Önnur at- riði eru ýkt eða með þau rangt farið. Að lokum eru nokkrir þættir þjóðsögunnar eintómur tilbúningur. Öllum heimildum ber saman um það, að aftaka Axlar-Bjarn- ar hafi átt sér stað árið 1596. Er sennilegast, að hann hafi verið líflátinn um vorið það ár eða snemma sumars. Þjóðsagan feðrar Björn rétt, því að í alþingisdóminum frá 1596 er hann nefndur Björn Pét- ursson. Einnig orkar það ekki tvímæl- is, að Björn var dæmdur til dauða vegna morða í nokkuð stórum stíl. 1 áðurnefndum al- þingisdómi, er hann á einum stað nefndur manndrápa-Björn og glæpir hans nefndir fáheyrð morð. Um það ber sögunum hins vegar ekki saman, hve mörg morð hann hafði á samvizkunni. Þjóðsagan telur þau 18 í sam- ræmi við drauminn um kjötbit- ana, sem Björn át af diski ó- kunna draumamannsins. Sums staðar eru morðin talin 14. Skarðárannáll segir ákveðið, að Björn hafi játað á sig níu morð. Verður að telja þá tölu rétta. Ekki er nokkur vafi á því, að Björn á Skarðsá hefur heyrt morðtöluna, um það leyti sem dómur gekk í máli Bjarnar, og með ólíkindum hefur hann haft töluna lægri, en efni stóðu til. Að vísu má vera, að fjöldi hinna myrtu manna hafi í sögu- sögnunum eitthvað skolazt til, því að á bænum Öxl fundust bein fleiri manna, en Bjöm við- urkenndi að hafa myrt. Fyrir dómi gaf hann þá skýringu á þessum mikla beinafundi, að hann hefði fundið dauða menn, en ekki nennt að flytja þá til kirkju. Margra hinna tilgreindu at- vika í þjóðsögunni er hvergi get- ið nema þar, enda hvílir yfir þeim fullkominn þjóðsagna- blær. Á þetta t. d. við um löng- um móður Bjarnar í manns- blóð á meðgöngutímanum, um draumamanninn, sem gaf Birni kjötbitana 18 og vísaði honum á öxina í Axlarhyrnu, um morð- ið á fjósamanninum á Knerri og gröft hans undir fjósflórnum, um þá staðhæfingu, að mannvonska Bjarnar hafi gengið svo langt, að hann hafi verið hættur að sjá til sólar á sjálfan páskadags- morguninn, þótt sól hafi þá skin- ið í heiði. Einnig verður að telja allar morðtilraunir Bjarnar, sem um er getið í þjóðsögunni, ósenni- legar, þótt þær eigi og stoð í öðrum heimildum. Atlagan að Guðmundi Ormssyni er með hin- um mestu ólíkindum, enda í ljós- legu ósamræmi við þá sögu, að Guðmundur hafi haldið hlífi- skildi yfir Birni og m. a. neitað að handtaka hann á páskadaginn eftir áskorun Ingimundar í Brekkubæ. Sagan af Norðlendingnum, sem fann dauða manninn undir rúm- inu, er tvímælalaust uppspuni. Um það bragð, sem Norðlend- ingurinn beitti til að bjarga lífi sínu, þ. e. að skipta um hvílu- stað við dauðan mann, má lesa í gömlum erlendum sögum um samskonar svaðilfarir. Þjóðsagan segir, að upp hafi komizt um morð Bjarnar vegna undankomu piltsins frá Öxl, eftir að Björn hafði myrt systur hans. í Árbókum Espólíns er þessi sama saga sögð, en þó í nokkuð breyttri mynd. í Set- bergsannáli er enn önpur útgáfa af. síðasta illvirki Bjarnar. í þeirri útgáfu kom förukona með þrjú börn að Öxl. Björn myrti börnin, en konan komst undan, naumlega þó. Hvórki í alþingisdómum né í Skarðárannáli er þess getið, hvernig upp hafi komizt' um af- brot Axlar-Bjarnar. Verður því ekki með neinni vissu um það sagt. Frásagnir þær, sem hér hafa verið raktar um það efni, eru að mörgu leyti ekki sann- færandi. T. d. er vísan, sem kerlingin á Öxl á áð hafa farið með í baðstofunni, systkinunum til viðvörunar, „Gisti enginn hjá Gunnbirni ...“, til í fjölmörg- um útgáfum og er m. a. í „reisu- bók“ um Grænlandshrakninga Björns Jórsalafara, þegar hann kom til Gunnbjarnareyja eða Gunnbjarnarskerja á 14. öld. Þjóðsagan getur um af- skipti Ingimundar hreppstjóra í Brekkubæ varðandi handtöku Axlar-Bjarnar. f annálum er þeirra afskipta ekki getið, en vel má vera, að þau séu rétt. Nokk- uð undarlega kemur fyrir sjónir áskorun Ingimundar á Guð- mund Ormsson þess efnis að handtaka Björn, því að engin sýsluvöld hafði Guðmundur. Hreyfa má þeim möguleika, að Ingimundur hafi ætlazt til af- skipta Guðmundar af málinu vegna þess, að hann var lands- drottinn Axlar-Bjarnar. Samkvæmt þjóðsögunni flutti Ingimundur Björn til Jóns lög- manns á Arnarstapa, sem rann- sakaði málið og dæmdi. Um þetta leyti hafði sýslu á Snæfellsnesi maður að nafni Kastian Bock. Líklegast hefur gangur mála verið sá, að fyrst hafi Björn ver- ið leiddur fyrir Bock sýslumann, og hann dæmt í morðmálinu. Ekki er ósennilegt, að Jón lög- maður Jónsson hafi staðfest þann dóm, enda er Jón talinn „yfirdómari‘‘ í þessu máli bæði í Skarðsár- og Setbergsannáli. Annálsritarar telja, að flest fórnarlömbin hafi Axlar-Björn myrt til fjár, en suma fátæka menn hafi hann þó stundum myrt, ef þeir voru nærstaddir, þegar morðin voru framin, til þess, að þeir yrðu ekki til frá- sagnar um illvirkin. Þeirri skoð- un hefur verið hreyft, t. d. af Páli Eggerti Ólasyni, að Axlar- Björn hafi verið haldinn morð- fýsn, því að fjárhagslegur ávinn- ingur morðanna hafi eigi verið svo mikill. Um aftöku Axlar-Bjarnar seg- ir Björn á Skarðsá, að hann' hafi fyrst verið limamarinn og síðan afhöfðaður. Þá hafi hann verið stykkjaður í sundur og festur upp á stengur. Aðrir annálarit- arar taka þessa lýsingu upp og er hún í samræmi við þjóðsög- una, sem þó geymir miklu ná- kvæmari lýsingu á aftökunni, svo sem orðræður Bjarnar og konu hans. I alþingisdóminum frá 1596 er einungis sagt, að „þessi maður Björn“ hafi „rétt- aður verið eftir lögmáli“. Hér er vafalaust átt við, að Björn hafi verið dæmdur til dauða lögum samkvæmt. En sé aftöku-aðferð- inni rétt lýst í Skarðsárannáli, verður ekki sagt, að hún hafi verið í samræmi við lögin. Það er fullkomin ástæða til að líta á frásögn Björns á Skarðsá um limamarninguna með tortryggni. í íslenzkum lögum var hvergi getið slíkra pyndinga, þótt sak- borningur hafi verið dæmdur til dauða fyrir hin mestu illvirki. Líklegast er, að hér hafi hinn vandvirki annálsritari annað hvort ruglað saman sögnum af erlendum pyndingar-aðferðum við aftökur eða, sem öllu er sennilegra, að heimildarmaður hans hafi ruglazt í þessum efn- um. Einnig má vera, að sagan ’ um limamarninginn eigi rót sína að rekja til þess, að hinn dauða- dæmdi hafi verið handahöggv- inn, en slík aðferð þekktist í íslenzkum sakamálarétti. Kem- ur þessi tllgáta jafnvel betur heim við frásögn þjóðsögunnar um ummæli konu Bjarnar: „Heldur tekur nú að saxast á limina hans Björns míns“. Þjóðsagan telur, að kona Axlar-Bjarnar hafi heitið Stein- unn, eins og áður kemur fram. Annálaritarar nefna aldrei nafn hennar. Björn á Skarðsá hefur sennilega ekki þekkt nafnið, og aðrir ekki vitað meira um hann. Sannanlega er þetta Steinunnar- nafn rangt. Samkvæmt alþingis- dómunum frá 1596 og 1597 hét konan Þórdís og var Ólafsdóttir. Engin leið er að skýra, hvernig stendur á þessum nafnaruglingi á konunni. Um það eru skiptar skoðanir, LISTERINE TAHHKREH með gljdkvoðn Listerine tannkrem með gljákvoðu, sem gerir tennur yðar hvítari en nokkru sinni fyrr. Listerine tannkrem er sérlega bragðgott og hressandi og verndar tennur yðar. Reynið Listerine tannkrem. Vandið val yðar - þegar þér kaupið tannbursta - biðjið um PRO double-action tannbursta í apotekum og snyrtivöruverzl- unum. Þeir fást í mörgum gerðum, bæði fyrir börn og fullorðna. Verndið tennur yðar og styrkið tannholdið með því að nota Listerine tannkrem og PRO double-action tannbursta. Heildsölubirgðir: Ólafsson & Lorange. Klapparstíg 10. P. O. Box 1205. — Reykjavík. VIKAN 42. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.