Vikan


Vikan - 17.10.1963, Blaðsíða 44

Vikan - 17.10.1963, Blaðsíða 44
HALLDÖR JÖNSSON H.F. Heildverzlun — Hafnarstræti 18. Símar 23995 og 12586. Sú skýring er miklu nærtækari. Sveinn var landskunnur flakk- ari og förumaður. Hann hefur dragnazt eða skottað sveit úr sveit, og er viðnefnið dregið af skotti tófunnar, sem hún dregur á eftir sér, sbr. nafnið skotta á kvendraugum. * Sveini skotta er sennilega nokkuð rétt lýst í þjóðsögunni, eins og hún kemur fram hér að framan. Víst er það, að hann hlaut mjög þungan dóm á Al- þingi sumarið 1646. Á því þingi lá fyrir umsögn Brynjólfs bisk- ups Sveinssonar um Svein skotta, en um hann segir biskup- inn m. a.: að hann „... hafi sam- lagazt djöflinum og lifað sem einn holdlegur djöfull á margan máta ...“ Sveinn skotti átti börn, og geta sumir rakið ætt sína til hans. V. Þótt hér hafi verið fjölyrt um mál Axlar-Bjarnar og nokkur skyld atriði, verður um flest málsatriðin ekkert sagt með vissu, heldur aðeins það dregið fram, sem sennilegast þykir. Þó eru nokkur meginatriði byggð á sögulegum staðreyndum, og skulu þau nú rakin. Síðla á 16. öld bjuggu hjónin Björn Pétursson og Þórdís Ól- * Sbr. skýringar dr. Einars Arnórs- sonar í Blöndu VII, bls. 150. afdóttir á bænum Öxl und- ir Axlarhyrnu á Snæfellsnesi. Björn var sannur að manndrápi. Myrti sennilega 9 menn. Hann var dæmdur til dauða að Laug- arbrekkuþingi og tekinn af lífi sennilega vorið eða snemma sumars 1596. Jón lögmaður Jónsson á Arnarstapa hefur kveðið upp dóm í þessu máli, eða öllu heldur staðfest dauða- dóm sýslumanns, Kastians Bock. Eiginkona Bjarnar, Þórdís Ól- afsdóttir, hefur verið grunuð um hlutdeild í morðum hans. Senni- legast hefur hún þó verið sýkn- uð af þeim sakaráburði. Þau Þórdís og Björn áttu einn son, sem Sveinn hét. Hann hiaut viðurnefnið skotti, enda lands- kunnur flakkari og óknyttamað- ur, sagður göldróttur. ★ DEMANTAR í PARADÍS. Framhald af bls. 17. nema þá kannski konur hans; hann var lagður á köst í kofa sínum og kofinn síðan hrennd- ur með honum og öllu, sem honum heyrði til. Ég þurfti því ekki að bera neinn kvíð- boga fyrir afbrýðisemi hans. Engu að síður kom á daginn að andlát hans átti eftir að hafa nokkur áhrif á liagi mina, sem mig óraði sízt fyrir. Samkvæmt erfðavenjum ætt- flokksins, bar Antu að taka að sér hinar fjórar ekkjur Sapulis seiðmanns. Ein þeirra var korn- ung kona, fríð sýnum, vel vax- in og einkar aðlaðandi. Ilét hún Urulai. Antu kom nú að máli við mig. „Þú átt ekki nema cina konu“, sagði liann. „Það getur ekki nægt þér til lengdar. Hvern- ig litist þér á að taka Urulai fyrir aðra eiginkonu?“ Mér leizt ekki meir en svo vel á þessa uppástungu. Bæði var mér fjölkvæni cklci að skapi, ,og ég kveið því að Lolomai mundi snúast öndverð gegn slíkum ráðaliag. Loks var ]iað, að ég hafði síður en svo þrek aflögu til handa annsrri konu, jafn kröfuhörð og Lölomai var nú orðin. Þessi afstaða mín var Antu aftur á móti með öllu ó- skiljanleg. Það var ekki venja i ættflokki Iians cð taka tillit til vilja eða áliís eiginkvenna. Þeim bar að sýna eiginmönn- um sínum skilyrðislausa undir- gefni i einu og öllu. Ég hlaut því að láta til leiðast, þar sem ég óttaðist að Antu kynni að mislíka stórlega að öðrum kosti. Mér til undrunar tók Lolomai þessu vel; þetta var ekki annað en fiist erfðavenja með ætt- flokk hennar sem sjálfsagt var að virða, og/þegar allt kom til alls, naut hún sjálf vissra for- réttinda sem fyrsta eiginkona mín. En ]>ó að hún liti þannig á fjölkvæni sem sjálfsagðan hlut, fór ég ekki í neinar grafgötur um það, að hcnni mundi finnast sér stórlega misboðið, ef ég tæki upp á þvi að dveljast um nætur i kol'a Urulái. Allt frá því er mér tókst að fá Antu til að láta uppskátt við mig leyndaimálið varðandi hið óvenjulega atlotaþrek karlmann- anna þarna í kofaþorpinu, hafði það hvað cftir annað hvarflað að mér, að það væri nógu for- vitnilegt að kynnast mætti hvatalyfsins af eigin raun. Að sjálfsögðu var það Mundo, höfð- inginn, sem réði þvi hverjir fengu að njóta þar góðs af; ég hafði oftar en einu sinni fært það í tal við hann, en hann eyddi því jafnan og lét þá skoð- un í Ijós að ég væri enn svo ungur og hraustur, að ég gæti eklci haft þess neina þörf. Það var ekki fyrr en ég hreyfði því við hann, að það mundi ómaks- ins vert að reyna að ná í noklc- ur kadyurdýr af báðum kynjum og ala þau og láta þau auka kyn sitt í girðingu, svo að aldrei yrði skortur á lyfinu, að hann breytti um afstöðu. Það leyndi sér ekki, að honum fannst svo mikið til um þessa hugmynd mína, að hann taldi mig eign nokkra umbun skihla, og þeg- ar um kvöldið kallaði hann mig til fundar við sig í kofa sínum. Þegar' ég var setztur, bar hann fyrir mig cachire, en sá drykkur hafði svipuð áhrif og áfengi, dró eitthvað, sem líkt- ist bita af liertu kjöti upp úr pússi sínum og án þess að mæla orð frá vörum tók hann að skafa utan af bitanum með hnif ofan i drykkinn, hrærði siðan i og bauð mér að drekka. Leizt mér sá drykkur að vísu gör- óttur orðinn, en dreypti þó á honum. Sat ég svo þarna góða stund á tali við Mundo, hinn mikla höfðingja, og saup öðru hverju af kollunni unz ekki var dropi eftir. Ég hafði gert ráð fyrir að verða umsvifalaust var einhverra breytinga, en svo varð ekki. Það var ekki fyrr en ég gekk til rekkju með Lolomai, að áhrif hins görótta drykks sögðu til sín, og þá á þann hátt að þau urðu henni stórum ánægjulegri en mér, nema livað það vakti með mér nokkurt stolt, að nú hefði hún síður en svo ástæðu til að öfunda nokkra konu af karlmennsku eiginmannsms. — Fór svo að lokum, að hún varð því fegnust, er ég ákvað að Uru- lai skyldi setjast að i kofa okk- ar. Auðsýndu þær mér báðar innilegustu ástúð, og aldrei varð ég ])ess var að þær væru af- brýðisamar hvor við aðra, og hélzt það óbreitt löngu, eftir að áhrif hvatalyfsins voru úr sög- unni. Sjálfur hafði ég litla á- nægju af þeim áhrifum og ekki minnstu löngun til að neyta lyfsins aftur, eftir að ég hafði fengið forvitni minni svalað. Stormurinn færðist stöðugt í aukana; það rigndi án afláts nótt og dag, tré fuku um koll eða urðu fyrir eldingum og fljót- ig byltist kolmórautt milli bakka. Þó að ég hefði ýmislegt fyrir stafni eins og áður getur, og konur minar gerðu mér lifið á allan hátt eins unaðslegt og frekast varð á kosið, varð mér regntímabilið leitt áður en lauk, og þeirri stund fegnastur þegar stytti upp og aftur sá í heiðan himininn uppi yfir. Nú varð skjót og undraverð breyting á umhverfinu. Eftir nokkra daga liðaðist fljótið hlá- tært um farveg sinn. Skógur- inn stóð aftur i fullu laufskrúði, blómin sprungu út, að þvi er virtist á einni svipstundu og grasið þaut upp, grænt og safa- mikið, þar sem áður liafði ver- ið ein forareðja. Það var tími til koininn, að við Antu undirbyggjum annan leiðangur okkar. Fyrst og fremst urðum við að gera við eintrjáningsbátinn, sem var sterkur og tilfölulega rúmgóður farkostur, en einnig urðum við að gera léttan bark- bát, sem bæri tvo farþega, þar sem ákveðið var að konur okk- ar, þær Lolomai og Lometai, tækju að þessu sinni þátt í leiðangri okkar. Þá urðum við ££ — VIKAN 42. tW.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.