Vikan


Vikan - 17.10.1963, Blaðsíða 47

Vikan - 17.10.1963, Blaðsíða 47
i mitti. Á nieðan Antu braut hnull- unga úr klettinum með hakan- um rannsakaði ég botn liylsins. Við fylltum körfuna af sýríís- hornum, og kipptum i festina, sem var áður umtalað merki um að Lolomai skyldi draga hana upp. Þegar hún lét körfuna renna niður til okkar aftur, var hún luilffull af pálmablöðum; að öllum likindum liafði inni- haldið að ölluin líkindum hrun- ið að miklu leyti úr körfunni á leiðinni upp, og því ætlaðist Lolomai til að við breiddum pálmablöðin yfir, þegar við sendum körfuna upp öðril sinni. Við sendum lcörfuna fimm sinnum upp, fulla af sýnishorn- um af grjóti, bæði úr klettunum og af botni hylsins, en að því loknu héldumst við ekki lengur við þarna sökum kulda. Um leið og við komum upp, tókum við að þvo og sía sýnishornin og fundum i þeim tíu litla gull- mola, talsvert af gullsandi eitt- hvað um tuttugu litla demanta og þrjá demanta tveggja karata. Það var auðvelt að gera sér í hugarlund hvílík ógrynni auð- æfa mundi að finna þarna niðri. Sá, sem ætti þess lcost að lireinsa botn hylsins, mundi hljóta þar meiri feng i gulli og demöntum, en dæmi væru til að nokkur maður hefði unnið úr jörðu alla ævi. Nú biðu okkar dásamlegir dagar. Við Antu skiptumst á um að fara ofan i göngin og dvöldumst það lengi þar liverju sinni, að okkur tókst að senda upp fimm körfur af sýnishorn um. Fjársjóðir okkar af gulli og demöntum jukust stöðugt. Fæðuöflunin var okkur ekki neitt vandamál, því að þarna var nóg af allri veiðibráð, fljót- ið fullt af fiski og gnægð Ijúf- fengra ávaxta. Við héldum áfram könnunar- ferðum okkar niður í hylinn, alltaf með jafngóðum árangri. Þessar ferðir voru orðnar okk- ur liversdagslegar, við gerþekkt- um leiðina og fundum ekki til neins ótta framar. Starf okkar gekk samlcvæmt áætlun; á hverj- um degi sóttum við tíu karfir fullar þangað niður. En þó að við ynnum þannig baki brolnu, sáum við fram á, að okkur mundi aldrei takast að komast niður á botnlagið í hyln- um, jafnvel ekki þó að við dveldumst jiarna þangað til regntiminn hæfist aftur, en ein- mitt í þvi lagi mátti gera ráð fyrir að stærstu demantana væri að finna. Það var ekki unnt að hugsa sér betri eiginkonu en Lolomai. Sama var að segja um Lometai, sem reyndi á allan hátt að taka hana sér til fyrirmyndar og nema af henni, í þvi skyni að henni mætti takast að gera Antu lifið þægilegra. Það var einn daginn, þegar við Antu vorum niðri við fljót- ið að þvo og sía mölina úr körf- unum, að við heyrðum eitthvert annarlegt þrusk. Mér brá, þvi að ég hélt að eitthvert rándýr væri á hnotskóg þarna í grennd- inni, en Antu brosti og benti mér á hvar hópur ungra krók- ódíla var að skvampa í liyl i ánni, spölkorn ofar, undir stóru tré, sem fokið liafði um koll og lá þvert yfir fljótsbuginn. í sama bili bar þær Lolomai og Lometai þarna að. Eins og allir Indíánar á þessum slóðum töldu þær hala af unguip krókódilum hið mesta lostæti, og báðu Antu þvi að veiða krókódilsunga úr hylnum. Anlu vildi verða við bón þeirra og tók að snúa snöru úr vafningsviðartágum. Lolomai gekk nú út á trjástofninn og baðaði út höndunum til að lialda jafuvæginu, þegar hún kom út yfir hylirín, þar sem krókó- dílarnir héldu sig. Einliverra liluta varð ég grip- inn hræðslu og kallaði til Lolo- mai að hún skyldi hætta þess- um leik. En hún var ekki á því og henti gaman að ótta mínum mcð þvi að feta sig enn, lengra út á trjástofninn. Antu hafði lokið við að snúa kastsnöru sína og liélt lílca út á trjástofn- inn. Þau voru ekki nema í met- ers hæð yfir vatninu, svo að Antu, sem var þjálfaður veiði- inaður, hlaut að eiga auðvelt með að ná einhverjum krókó- dílsunganum í snöru sína, enda tókst honum það þegar i fyrstu tilraun og tók nú að draga krókó- dílsungann upp úr vatninu. Lolo- mai kom honum til aðstoðar og veitti ekki af, því að unginn brauzt um i snörunni sem óður væri. En nú gerðist það, að móðir krókódílsungans sá að hann mundi i liættu staddur og var ekki sein á sér að átta sig á hvaðan hætta sú stafaði. Stökk liún livað eftir annað svo hátt upp úr vatninu, að litlu munaði að henni tækist að ná til Antu með kjaftinum. Antu gekk þvi nokkur skref til baka eftir trjá- stofninum, en þegar hin reiða móðir sá að hann var úr færi, sneri hún sér að Lolomai og reyndi að ná til liennar iríeð skoltunum. Sem betur fór tókst lienni ekki að stökkva svo hátt að hún gæti læst klónum í trjá- stofninn; eftir hverja tilraun skall liún ofan í liylinn aftur með skvampi og gusugangi. Loks þóttist Lolomai þó sjá að hyggilegra mundi að hætta þess- um glannalega leik og koma sér aftur á land. Ég fylgdist með liverri hreyfingu liennar og gat ekki haft af henni aug- un, enda þótt ég vissi að mér bæri að ná í riffilinn og skjóta krókódílsmelluna. Loks brá ég þó við til að ná í riffilinn, en um leið lieyrði ég nistandi ang- istaróp. Ég leit um öxl; liinni reiðu krókódílsmóður hafði tek- ist að reka skoltana svo harka- lega i trjástofninn að hann lirist- ist til, en Lolomai missti jafn- vægið og steyptist út i hylinn, þar sem ófreslcjan beið hennar með glennta skoltana. Ég sá hana grípa Lolomai í kjaft sér og hverfa með liana ofan i vatn- ið og Antu sleppa takinu á ung- anum i snörunni, grípa til hnifs sins og steypa sér út i hylinn. Nú voru fleiri krókódílar komnir á vettvang, en ég miðaði á þá rifflinum og skaut á þá án afláts unz liann var tæmdur. Hæfði ég suma þeirra, en aðr- ir lögðu á flótta, svo að ekki stafaði nein liætta af þeim, að minnsta kosti ekki i bili. Antu kom nú úr kafi, en ég steypti mér út i liylinn og kafaði eins og mér var frekast unnt. Ekki gat ég greint neitt undir yfir- borðinu sökum þess hve> vatnið var gruggugt orðið, en engu að siður lagði ég og lijó með hnífi minum, i þeirri von að mér mundi ef til vill takast að koma lagi á krókódílsmelluna. Þegar mig þraut andrá svo að ég varð að koma upp, steypti Antu sér aftur i kaf, en Lometai, sem staðið hafði á bakkanum, benti i áttina niður eftir fljótinu, þar sem liún taldi sig hafa séð ein- liverja lireyfingu. Ég synti þegar þangað, synti og kafaði allt hvað af tók sem óður væri. Um það bil fimmtíu metrum neðar i fljótinu tókzt mér að hafa liend- ur á líkinu af Lolomai og draga það upp á bakkann. Hún var ekki með neinu lifsmarki, enda var hún með gapandi sár á barmi og öll blóði drifin. Ég reyndi að gera að sárum hennar eins vel og mér var unnt, enda þótt það væri bersýnilega með öllu þýðingarlaust. Ég starði á líkið, en neitaði að trúa minum cigin augum. Þarna lá Lolomai liin unga, lát- in og stirðnuð, og rödd hennar, sem látið hafði í eyrum mínum eins og ljúfur þytur í laufi, var að eilífu hljóðnuð. Og nú, þegar liún var látin, fannst mér sem ég hefði rofnað úr öllum tengslum við frum- skóginn. Að ég mundi reika um sem ókunnugur og framandi á meðal Taurepanættflokksins, sem hvitur maður, er leitaði demanta og vildi höndla þau auðæfi, sem voru skilningi Indi- ánanna algerlega ofvaxin. Við grófum lík hennar undir tré einu, þar sem við höfðum oft setið á dýnunni, sem hún hafði fléttað eigin höndum úr vafn- ingsviðartágum. Ég gat ekki var- izt ásókn þeirrar trúar, að dem- öntuin fylgdi jafnan einhver bölvun. Antu taldi allt þetta verk hins illa anda, Canaima, sem ef til vill liefði svarið mér liefndir, þegar mér tókst að bjarga honum sjálfum úr liel- Þetta er WESLOCK hurðarskrá með samanbyggðum húnum. Það eru ótal hlutir, sem þér þurfið að hugsa um áður en þér getið flutt í nýja íbúð. Eitt af því er að athuga í tíma hvaða litur af WESLOCK skrám fer bezt. Þér veljið úr mörgum gerðum af harðviðarhurðum þessvegna þurfið þér að geta valið úr fjórum litum af WESLOCK skrám. Allar þessar gerðir fást víða um land. WESLOCK BER AF UMBOÐSMENN: K. ÞORSTEINSSON & CO. Reykjavík, sími 19340. VIKAN 42. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.