Vikan


Vikan - 17.10.1963, Blaðsíða 48

Vikan - 17.10.1963, Blaðsíða 48
FRAMLEIÐUM: INNIHURÐIR ÚR: Eik Mahogany Tekki Oliveraski Hvítaski Frado Rósaviði (indverskum. Avodire ÚTIHURÐIR ÚR: Tekki Afromosia Afzelia Oregon Pine Þyljur með álímdum spæni á harðplötur og striga. Tökum að okkur innréttingar íbúða, stórverk og minni íramkvæmdir. YGGIR h.f. Sími 34069. -— Reykjavík. -----------------------1 greipum hans. Á fjórða degi eftir greftrun Lolomai gat ég ekki haldizt við þarna lengur. Árla morguns kom ég að máli við Antu. „Við skulum halda af stað héðan,“ sagði ég. „Já,“ svaraði hann. „Við skul- um halda af stað.“ Þegar við höfðum snætt morg- unverð fórum við að taka sam- an föggur okkar. Karfan, skófl- an og hakinn voru niðri í göng- unum, en þangað höfðum við ekki farið eftir að slysið vildi til. Ég kleif nú ofan í göngin til að ná i áliöldin. Mér til mikillar undrunar komst ég að raun um að stór klettur liafði fallið ofan í þau, þar sem þau voru þrengst og lokaði þeim algerlega, svo að ekki varð lengra komizt. Hefði ekkert kom- ið fyrir Lolomai, var ekkert lík- legra en að annar hvor okkar Antu liefði verið þar niðri, þeg- ar þetta gerðist, var augljóst hvernig farið hefði. Ég kleif upp úr göngunum og sagði Antu fréttirnar. Hann brá sér niður til að skoða verksummerkin, en kom brátt upp aftur og hafði söinu sögu að segja. Engu að síður vildi ég at- huga þetta nánar, svo að ég væri ekki í neinum vafa um hvernig við horfði varðandi frekari vinnslu. Þó að myrkt væri þarna niðri, komst ég að raun um að ekki var um að ræða neina smugu framhjá klettinum, og hvernig sem ég spyrnti í hann fótum, tókst mér ekki að hnika honum til. Göng- unum niður í hylinn, þar sem 'hinn mikli fjársjóður lá fólginn, var gersamlega lokað. Eftir að við komum aftur heim til þorpsins, tók ég mér ferð á hendur til Caracas, þar sem ég varð mér úti um leyfi til námuvinnslu á þessu svæði. Ég hélt til baka í flugvél. Flug- maðurinn hét Vaugham, og hafði það orðið að samningum milli okkar, að hann tæki þátt i námuvinnslunni upp á helm- ingaskipti. Þegar ég kom fyrst til þorps- ins, hafði langt og strangt ferða- lag mitt um frumskógana hert mig og búið mig undir hið frum- stæða líf mitt á meðal Indián- anna. Nú kom ég þangað með flugvél, beina leið úr stórborg- inni, þar sem ég hafði búið um hríð við öll hugsanleg þægindi menningarlífsins, svo að ég kveið því, að það mundi taka mig nokkurn tíma að samhæf- ast lifnaðarháttum hinna frum- stæðu þorpsbúa á nýjan leik. Við lentum á sléttu í grennd við þorpið, þar sem ég hafði merkt fyrir flugbraut áður en ég lagði af stað til Caracas. Svo fór, að liún reyndist of mjúk til lendingar, svo að hjól flugvélarinnar sukku i jörð, en engu að síður tókst lendingin slysalaust. Aftur á móti tók það okkur marga daga að lagfæra brautina svo, að Vaugham gæti aftur hafið vélina á flug. Unnu þorpsbúar kappsamlega að því undir stjórn hins bandaríska flugmanns, enda þótt þeir yrðu að liverfa frá uppskerustörfum til þess. Báru þeir möl úr ár- farveginum i körfum og þéttu með henni yfirborð brautar- innar, unz það var orðið nægi- lega traust til þess að Vaugham gat náð flugtakinu. Var svo um- talað að hann kæmi aftur að viku liðinni, og yrði Pop, jarð- fræðingurinn, sem við höfðum ráðið til starfa, þá í för með honum. Einnig höfðum við ráð- ið til okkar tvo vana náma- verkstjóra, sem Vaugham ætl- aði að skreppa eftir seinna. Sjálfum fannst mér mikið til þess koma, að geta notað flug- vélina sem tengilið milli þorps- ins og siðmenningarinnar, svo að vinir minir, Taurepan-Indí- ánarnir, gætu komizt í sam- band við umheiminn; fengið þaðan fæði, klæði og þó fyrst og fremst læknishjálp, sem þeir höfðu fyllstu þörf fyrir, ekki hvað sízt börnin. Það var mála sannast, að það var tími til þess lcominn, að þeir fengju tæki- færi til að njóta góðs af menn- ingunni og öllum þeim hvers- dagslegu þægindum, sem henni fylgja. Ég ræddi þetta mál við Antu, sem brátt varð jafn hrif- inn af þeirri hugmynd og ég sjálfur og eins ákafur að koma lienni sem fyrst i framkvæmd. Það var Mundo einn, sem leit á allt þelta öðrum augum. Það var dag nokkurn að hann kom til fundar við mig í kofa og tjáði mér kvíða sinn. Kvaðst liann óttast mjög þau áhríf', sem það kynni að hafa á ætflokk sinn, ef margt livítra, gróða- fíkinna manna, settust að á með- al lians. Ég reyndi aftur á móti að gera honum skiljanlegt, að mér væri ógeylegt að vinna demanta og gull þarna úr jörð, án þess að njóta við það að- stoðar sérfræðinga og þjálfaðra kunnáttumanna. Meira að segja undirbúningurinn einn krefðist víðtækra athugana og rannsókna, sem þeir einir gátu annazt. Indí- ánarnir gætu ekki orðið mér að teljandi liði við sjálfa vinnsl- una, þegar til kæmi, þar eð þeir voru óvanir allri stöðugri vinnu, eða hlýta stjórn annarra. Loks fann ég þó lausn, sem virtist fullnægjandi. Ég ákvað að reisa þorp handa liinum hvitu aðstoðarmönnum mínum, að minnsta kosti hálfa mílu vegar frá þorpi hinna innfæddu og í hvarfi við ána, og setja þau álcvæði, að ekki mætti vera neinn samgangur þar á milli. Mundo, hinn mikli höfðingi, virtist sætta sig fullkomlega við slíka tilhögun; sjálfur var ég aftur á móti i miklum vafa um, að slík sundurstiun mundi koma að nokkru haldi þegar fram í sækti, en ég átti ekki um ann- að að velja. Ég varð að hefjast handa um vinnsluna tafarlaust, og ég átti svo mikið i húfi, að ég gat ekki með neinu mótil telcið tillit til þess þó að Mundo hefði nokkrar áhyggjur af ætt- flokki sínum vegna væntanlegra framkvæmda. Vaugliam kom aftur í vikulok- in, eins og ákveðið liafði verið, og jarðfræðingurinn með hon- um; einnig kom hann með nokk- uð af vistum og áhöldum. Að þessu sinni reyndist flugbrautin eins og bezt var á kosið, og UNGFRÚ YNDISFRÍÐ býður yður hið landsþekkta konfekt frá N Ó A. HVAR E R ÓRKIN H A N S NOA2 l«að cr alltat saml lelkurjnn I hénnt Ynd- lsfrið okkar. Hún hetur talifi örklna hans N6a einhvers staSar i blaSinu og heltlr giSum verSIaunum handa Þcim, scm getur fundlS örkina. VerBIaunin eru stór kon- fektkassi, fullur af hczta konfckti, og framleiSandlnn er auSvitaS Sœigœtisgcrð- ln Nól. Nafn IlelmiU Örkln er A bli. SiSast er drcgiS var hlaut verSIaunln: Sigurður Örn Sigurðsson, Bogahlíð 12, Reykjavík. Vinninganna má vitja á skrifstofu Vikunnar. _ VIKAN 42. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.