Vikan


Vikan - 24.10.1963, Blaðsíða 2

Vikan - 24.10.1963, Blaðsíða 2
I fullri alVöru: NÝTT FRÁ GEFJUN! TERYLE N E-TWEEDJAKKAR 6 TÍZKULITIR 30 % TERYLENE 65 % ULL 5 % MOHAIR GEFJUN - IÐUNN Efstu teernar Svo bar við á þessu eykorni okkar fyrir ekki löngu, að vara- forseti Bandaríkjanna kom eins og kría á stein eina dagstund. Borgarlífið snerist á annan end- ann þessa stuttu stund og önd- verðar skoðanafylkingar reistu áletraða úfa sína við Háskólabíó og bændahöll. Varaforsetinn gaf forseta vorum landabréfabók, svo hann gæti betur gei't sér grein fyrir landfræðilegri legu íslands og ríkisstjórninni gaf hann sígarettukveikjara. Hann tók í fjölmargar hendur og hélt útiprédikun á Lækjartorgi, meðan kona hans og dóttir skoð- uðu Árbæjarsafn og búið á Blikastöðum, sem varaforsetafrú- in af einhverjum ástæðum eign- aði einhverjum Mister Magnus- dotter. Hins vegar nenntu þau ekki til Þingvalla, og er það varla lá- andi, þar sem regn streymdi úr lofti þennan dag. Af einhverjum ástæðum þótti ekki taka því að minnast á fs- land, þegar heim kom, eða þá að hann fór að dæmi Kristmanns og gat þess innan sviga, og þótti mönnum þetta slæmt, einkum þeim, sem lifa í stöðugum ótta við sprengjuna miklu, sem á eft- ir að sundra pyngjunni góðu á Suðurnesjum. Varð þetta tilefni mikillar prentsvertu í dagblöðun- um og reyndar víðar, því Verka- maðurinn á Akureyri birti kvæði eftir Jakobínu Sigurðardóttur. og nefnist kvæðisstúfur þessi Ekki við. Og Þjóðviljinn fann hjá sér hvöt til þess að endur- prenta kvæðið 29. sept. s.l. Það var nánast tilviljun, að ég álp- aðist til að lesa þetta kvæði. Ég hélt að þetta „Ekki við“ væri gamankvæði og ádeila á þetta sígilda svar, sem maður fær, þegar spurt er um einhvern í síma: — Nei, því miður, hann er ekki við. En það var ekki því að heilsa. Ég tek mér bessaleyfi til þess að birta hér fyrstu vísuna: Veiztu hverjir hylla þig, varaforseti? Ekki hann faðir minn, ekki hún móðir mín, ekki hann bróðir min, ekki hún systir mín, ekki hann sonur minn. ekki hún dóttir mín og ekki ég. Framhald á bls. 29. 2 — V I K AN 43. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.