Vikan


Vikan - 24.10.1963, Blaðsíða 6

Vikan - 24.10.1963, Blaðsíða 6
< Svínahlö í Grafningi. Þar cr paradís sumarhíistaðaeigenda. G.K. HEIMSÆKIR SUMARBÚSTAÐI VIÐ ÞINGVALLAVATN Þeim fjölgar á hverju ári, Reykvik- ingunum, sem eiga sumarbústað ein- hversstaðar uppi í sveit. Þangað fara þeir svo með alla sína. fjölskyldu strax og fer að vora, og búa þar að mestu eða öllu leyti fram á haust, ef ekki er svo langt þangað úr bænum, að þeir geti ekki farið til vinnunnar á hverjum degi. Ef svo er, þá verða þeir að látá sér nægja að vera þar um helg- ar og í sumarfríinu sínu. Það er mikil tilbreyting að komast úr ys og þys borgarinnar og njóta náttúrunnar í sveitinni, gleðjast yíir gróðrinum, liggja í sólinni á daginn og hlusta á þögnina á kvöldin. En það er orðið erfitt að næla sér í skika til að byggja slíkt hús á, því að allsstaðar í nærsveitum, þar sem byggilegt þykir og eitthvað við að vera, eins og vatn eða á, þar er þegar búið að byggja, og færri fá slíka skika en vilja. Það eru ekki nema um 10 ár síðan að enginn kærði sig um að eiga sum- arbústað austur við Þingvallavatn. Þar voru þá aðeins nolckrir sérvitr- ingár fyrir, sem gerðu sig ánægða með að vera þar austurfrá, voru þar í friði fyrir ásókn borgaranna, veiddu í vatninu þegar þeim datt í hug og létu fara vel um sig. Svo fór smátt og smátt að verða erfiðara að fá lóðir nær bæn- um, svo að menn fóru að bætast í hóp- inn við Þingvallavatn. Nú er svo kom- ið að þar er varla nokkursstaðar hægt að stíga niður fæti, án þess 'að vera á leigulóð einhvers Reykvíkings. Við gerðum okkur ferð austur fyrir nokkru, til að skoða herlegheitin, því

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.