Vikan


Vikan - 24.10.1963, Blaðsíða 7

Vikan - 24.10.1963, Blaðsíða 7
llllill Sigurgeir Sigurjónsson hrl. er einn af þeim, sem lengst hafa vcriS við vatnhi' undir Svínahlíð. í hans Iandi cru tvö hús, annað stærra og eldra, sem hann býr x þegar hann er fyrir austan. Minna liúsið byggði hann sjálfur sér til ánægju fyrir nokkru síðan. Innimyndirnar sýna vínkrókinn og arininn í nýja húsinu. Próf. Snorri nallgrímsson á þennan stóra og fallega bústað í landi Nesjavalla. V við fréttum að nú væru allir sem óðast að keppast við að ná sér í skika við vatnið undir bústað, og að nú þættist enginn lengur maður með mönnum, sem ekki gæti rennt þangað og stigið þar á sína eigin mold. Eitt glæsilegasta hverfið er vafalaust Svínahlíðin, að vestan við vatnið, beggja vegna Grafn- ingsvegarins. Það mun vera í landi Heiðarbæjar, sem er í rík- iseign. Var úthultað þar lóðum undir sumarbústaði fyrir nokkru, en leigugjaldið notað til að byggja upp bæinn þar. Leigu- samningurinn er til 50 ára, og leigan til næstu 25 ára umsamin 20 þúsund og greidd fyrirfram, eftir því sem við höfum heyrt. Þar er nú hver skiki með nafn- spjaldi og hvergi hægt .að berja úr pípunni sinni án þess að eiga á hættu að verða ao sópa það upp aftur að viðlagðri málssókn. Löndin, sem úthlutað var, eru öll ofarlega í hlíðinni, og ekkert þeirra að vatni. Veiðiréttur fylg- ir því ekki, en vafalaust hægt að semja um hann sérstaklega, og aðstöðu til að komast ein- hversstaðar að vatninu til að hoppa út í bátsskel. Þeir, sem lönd eiga að vatni, eru aílir gamlir og grónir orðn- ir þama eystra, náðu sér í lönd áður en æðið hófst^ hafa komið sér vel fyrir með bátaskýli af öllum gerðum og stærðum, bryggjur og rennibrautir fyrir bátana niður í vatn. Rafmagn er þarna ekki ennþá, en vonir standa til að það komi á þessar slóðir innan skamms. • • • • VXKAN 43. tbl. — 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.