Vikan


Vikan - 24.10.1963, Blaðsíða 13

Vikan - 24.10.1963, Blaðsíða 13
við einhverja af þeim, sem fyrir voru, til þess að sá ráðahagur mætti takast. Hann tók það hvað eftir annað fram við mig, að stúlkan væri enn óspjölluð mey, og loks fór svo að ég lét tilleiðast, en þó fyrst og fremst til að gera honum greiða, en ekki fyrir það, að ég hefði neinn hug á að gera þessa ungu mey að eiginkonu minni. Hún flutt- ist nú í kofann til okkar Urulai, og þar sem ég sá að hún var enn alltof ung til þess að gerast eiginkona mín í eiginlegum skilningi, lét ég hana sofa í sömu rekkju og Urulai. Þegar Antu var þannig laus orðinn við Lay litlu, tók hann hina hernumdu stúlku sér þegar fyrir eig- inkonu. Mundo hafði líka orðið sér úti um nýja eiginkonu, unga og á- stríðuheita, en hélt sjaldan kyrru fyrir heima og var löngum á veiðum úti í skóginum. Kvað hann það skyldu sína að sjá svo um að ættflokk- inn skorti ekki kjöt, en í rauninni var það einungis yfirskin, að ég hélt •— það var ekki bráðin, sem hann var að leita í frumskóginum, heldur var hann að svipast eftir kadyurhundi ... ÞAR sem ég þóttist vita, að fréttirnar af dem- antafundinum yrðu ekki lengi að berast, gerði ég ráð fyrir að margir myndu reyna að freista gæfunnar á svipaðan hátt og ég hafði áður gert. Þess vegna bauð ég veiðimönnum ættflokksins að hyggja vandlega að öllum mannaferðum í frumskóginum, taka höndum hvern þann mann, sem þeir kynnu að verða varir við og koma með hann heim í þorpið. Dag nokkurn fundu þeir þar tvo risastóra negra, nær dauða en lífi. Þá voru það um tuttugu náungar samtals, sem tóku sér far með flugvél Vaughams. Yfirheyrði ég þá alla og reyndi að fá þá til að skýra mér frá erindi sínu. Allt voru þetta lassarónar og vandræða- gemsar, en það kom ekki mál við mig. Ég þurfti mjög á mönnum að halda, og þá fyrst og fremst af þeirri gerð sem lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna og eru reiðubúnir til að hætta lífi sínu fyrir skjótfenginn gróða. í rauninni voru þeir á sömu línu og ég, þar eð heppni þeirra gat einnig orðið mér ávinningur. Þeir komu alltaf tveir og tveir saman, því að þeir þorðu ekki að fara um frumskóginn einn og einn, enda mjög sjaldgæft, að sú manngerð hafi hugrekki aflögu. Félag það, sem ég hafði stofnað til að annast námuvinnsluna, nefndi ég „Uai-parú Demanta- námufélagið", og var ég bæði framkvæmdastjóri þess og aðaleigandi. Reglur þær sem ég setti fyrr- nefndum mönnum voru í því fólgnar, að þeim var úthlutað vissu og afmerktu svæði, þar sem þeir máttu leita að gulli og demöntum; félagið sá þeim fyrir mat og nauðsynjum fyrstu vikuna, en þeir skuldbundu sig aftur á móti til að skipta því sem þeir kynnu að finna, til helmings við félagið, og einnig að greiða síðan vistir og annað af sínum hluta. Demantana, sem þeir fyndu, máttu þeir ekki selja neinum öðrum en félaginu, og allt það, sem þeir keyptu í verzlun þess, yrðu þeir að greiða í beinhörðum peningum. Ekki hafði neinn af þessum náungum nein skjöl eða skil- ríki meðferðis, en við skrásettum þá engu að síður undir þeim nöfnum, sem þeir gáfu upp, ásamt aldri og fæðingarstað og föstum aðseturstað. Að Framhald á bls. 34. VIKAN 43. tlil.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.