Vikan


Vikan - 24.10.1963, Blaðsíða 17

Vikan - 24.10.1963, Blaðsíða 17
Júlímánuður var horfinn af dagatali ársins 1939, og friðurinn í heiminum átti eftir að standa í nákvæmlega 32 daga enn. Á meðal allra þeirra skjala, sem lágu í hlaða á skrif- borði Adolfs Hitlers í kanslarahöllinni í Berlín, var eitt lítið plagg, sem vakti mun meiri at- hygli hans en skýrslur herforingjanna, hinar löngu leynitilkynningar ambassadoranna og kvíðaþrungin símskeyti stjórnmálamanna og þjóðhöfðingja. Þetta plagg var viðvíkjandi stormsveita-höfuðsmanninum, Alfred Helmut Naujocks, kaupsýslumanni frá Kiel, 35 ára að aldri. Meðlimur í nazistaflokknum frá því 1931, þess var getið að hann hefði sýnt frábæra dirfsku og dugnað við vopnasmygl til Sudeta- Þjóðverjanna, væri ákafur og traustur flokks- maður, og mundi ekki hika við að leggja allt það í sölurnar, sem af honum kynni að verða krafizt. Vitanlega mátti segja öldungis það sama um fjölmarga af hinum ungu og ofstækisfullu bar- dagagörpum innan nazistaflokksins. Engu að síður hafði einmitt þessi náungi verið kjörinn úr hópi allra þeirra samvizkulausu fanta og fífldjörfu ævintýramanna, sem mynduðu kjarna stormsveitanna, til þess að takast á hendur sérstakt og viðurhlutamikið verkefni — hvorki meira né minna en að hrinda af stað annarri heimsstyrjöld. Hrinda heimsstyrjöld af stað í bókstaflegri merkingu. Kveikja í tundurþræði þeirrar hel- sprengju, sem átti eftir að kosta þýzku þjóðina eina þrjár milljónir mannslífa, leggja þriðja ríkið í rústir, neyða Hitler, vitskertan og hug- stola, til að fremja sjálfsmorð og leggja þyngri og harðari refsingu á Þýzkaland en nokkurt annað stórveldi í heiminum hefur orðið að þola í seinni tíð. Og það var Alfred Helmut Naujocks, kaupmannssonurinn frá Kiel, sem kjörinn hafði verið upphafsmaður alls þessa. Afrit þessa sama plaggs lá á skrifborði Reyn- hards Heydrich, æðsta manns stormsveitanna, í aðalstöðvum þeirra í Prins Albrecht-stræti. Hann var einmitt að athuga það, þegar drepið var á dyr. „Kom inn,“ kallaði hann, án þess að líta upp. „Heil Hitler," sagði hinn óeinkennisbúni maður, sem inn kom, um leið og hann rétti fram arminn til nazistakveðju. Heydrich leit upp og brosti við gestinum. „Heil Hitler. Hvernig líður þér, kæri Alfred? Fyrir alla muni, fáðu þér sæti.“ Hann benti Naujocks á stól gegnt sér. Naujocks var mikill vexti, greindarlegur á svip, með ljóst hár, liðað, en tekið að grána fyrir ár. Og þó að ótrúlegt megi virðast, varð það frekar til að auka á karlmannlegt yfir- bragð hans og glæsibrag en hitt, að nef hans var áberandi hnýtt, eftir að það hafði brotnað illa í slagsmálum við kommúnista í Kiel, þegar hann var upprennandi og efnilegur unglingur. Naujocks höfuðsmanni kom kveðja Heydrich mjög á óvart. f fyrsta lagi var það bros hans. Það vissu allir, að Heydrich var maður, sem aldrei brosti. í öðru lagi hafði hann ávarpað hann fornafni og þúað hann eins og kunningja. Heydrich taldi hann áreiðanlega ekki í hópi kunningja sinna. Það hlaut því eitthvað meira en lítið að búa undir slíkum alltilleika. Heydrich — böðullinn Heydrich“ — var sá maður, sem mest og almennust ógn stóð af í Þýzkalandi á valdatímum nazista, jafnvel meiri en af yfirboðara hans, Himler. Svipur- urinn á neflangri og varaþunnri ásjónu hans bar í senn vitni sjúklegum kvalalosta og hégómlegum metnaði. Hann hafði áður fyrr meir verið undirforingi í upplýsingaþjónustu flotans, en vikið þaðan, þegar hann neitaði að kvænast stúlku, sem varð þunguð af hans völd- um. Hann var þjálfaður íþróttamaður, lærður að vissu marki, og leit að sjálfsögðu niður á kaupmannssoninn. „Alfred,“ mælti hann enn. „Þú hefur verið valinn til að stjórna aðgerðum, sem eru svo mikilvægar, að mér er um megn að leggja á það viðhlítandi áherzlu, svo mikilvægar fyrir Þýzkaland, að ekki má einu sinni koma til greina, að þær geti mistekizt.“ Naujocks svaraði engu. Heydrich hélt áfram máli sínu. „í dag er fimmti ágúst. Af stjórnmálalegum ástæðum er það óhjákvæmilegt, að við hefjum styrjöld gegn Pólverjum eins fljótt og frekast er unnt, í síðasta lagi í byrjun septembermánaðar. Við getum þurrkað út pólska ríkið á einum sólar- hring. Ef við drögum árásina nokkuð að ráði, getur farið svo að regnið og foraðið gangi í lið með þeim pólsku. Álit umheimsins gerir okkur aftur á móti ókleift að hefja slíkar aðgerðir, án þess að um hafi verið að ræða alvarlegar ögranir af Pólverja hálfu. Og einu hugsanlegu ögranir af hálfu Pólverja eru þær, að þeir stofni til átaka í landamærahéruðunum. Heydrich gerði hvíld á máli sínu, og virti Naujocks fyrir sér um hríð. Naujocks þagði enn. „Gerum nú ráð fyrir því,“ tók Heydrich aft- ur til máls, „að hópur pólskra óeirðaseggja fari inn yfir landamærin, leggi undir sig einhverja af nálægum útvarpsstöðvum okkar þar, og taki að útvarpa þaðan hinum svívirðilegasta áróðri gegn foringja vorum — mundi það ekki kall- ast alvarleg ögrun?“ „Það fer varla hjá því,“ svaraði Naujocks, þar eð hann sá sér ekki annað fært. Orð Heydrich vöktu með honum illan grun. „En hvers vegna skyldu Pólverjar gera það?“ Hann þagnaði við. „Það er einmitt flísin, sem við rís, varð Heydrich að orði. „Hvers vegna skyldu þeir gera það? Fyrst og fremst er okkur það lífs- nauðsynlegt frá stjórnmálalegu sjónarmiði. Þess er þó varla að vænta, að þeir taki tillit til þess. Fyrir bragðið, verðum við að fram- kvæma þessar aðgerðir sjálfir, fyrir þeirra hönd og á nafni þeirra." Heydrich reis úr sæti sínu, og gekk að landa- bréfi, sem hékk á vegg. „Hérna sérðu litla borg, sem kallast Gleiwits, og liggur rétt við landa- mærin, okkar megin. Ef þú kannast við það nafn, er það að öllum líkindum af þeim ástæð- um, að, að þar er lítil útvarpsstöð, sem notuð er til að endurvarpa dagskrá útvarpsstöðvar- innar miklu í Breslau. Undir mánaðamótin verða pólskir hermenn að ráðast inn yfir HEIDRICH SKIPAÐI MAUJOCKS, STORIVISVEITAHÖFUÐS- MANNi, AÐ KOMA ÞVS ÞANNIG FYRSR AÐ PÓL- VERJAR YRÐU SAKAÐIR UM ÁRÁS Á ÞÝZKA LANDA- MÆRABORG. ÞAR MEÐ FENGI HITLER TIL- EFNI TIL AÐ HEFJA STYRJÖLD. Framhald á næstu síöu. VIKAN 43. tbl. — JY

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.