Vikan


Vikan - 24.10.1963, Blaðsíða 23

Vikan - 24.10.1963, Blaðsíða 23
inu að hnakka mannsins og hleypti af. Síðan dró hann líkið að smurgróf- inni og velti því niður í olíugljáandi vatnið. Svo gekk hann aftur inn í búð- ina, lokaði kassanum, tók lykilinn ofan af veggnum, slökkti Ijósið, tók upp pokann með peningunum, gekk út og læsti dyrunum á eftir sér. Konan stóð enn fyrir utan og var að kveikja sér í vindlingi; hún hélt hendinni yfir honum til að verja hann gegn regninu. Hún virtist ekki vitund hrædd og hendur hennar sýndu held- ur engin merki taugaóstyrks. Augna- tillit hennar báru einungis vott um forvitni. En þegar hann lyfti skamm- byssunni, sá hann að henni brá. —- Ætlið þér að skjóta mig líka? spurði hún hvíslandi. Nú var fyrst hægt að greina óttamerki í fallegu andliti hennar, en hún var samt sem áður áreiðanlega ekki ein af þessum hræðslugjörnu. — Já, svaraði hann. — Hvers vegna? — Hvaða máli skiptir það, þar sem þér eigið hvort sem er að deyja nú strax? Hún dró þungt andann. Hann kom nær henni. — Ég tek bílinn yðar, stöðin er lok- uð og þið bæði eruð vel geymd í smur- grófinni — á þann hátt fæ ég nokk- urra stunda forskot. Ef ég gæfi yður EFTIR BRYCE WALTON hann heyrði stöðvarstjórann stynja lítilsháttar af áreynslu um leið og hann tók undir sig stökk. Skot Bardons stöðvaði hann ekki. Þungi hans þrýsti Bardon upp að hillunni, þar sem hann reyndi að halda sér uppi í steypiflóði af kert- um, bílalakki og vinnukonum, sem hrundu yfir þá. Um leið og hinn særði féll áfram, rétti hann út aðra hendina til að grípa um háls Bardons — og Bardon skaut hann aftur með köldu blóði. Þegar maðurinn hné niður á gólf- ið, þaut Bardon til dyranna og hafði þá nærri rekizt á unga konu, sem stóð þar í hvítri regnkápu. Fyrir utan hafði verið lagt gömlum vagni, svörtum en hvítum á hliðum. Bardon lauk upp bíldyrunum. Hlýr og notalegur ilmur af púðri og þefjunarolíu lagði á móti honum og hann sá það var enginn í bíln- um. Hann sneri við með skammbyss- una á lofti, gekk framhjá konunni, inn í búðina og fór áð draga stöðv- arstjórann út í regnið. Hinn særði maður lyfti hendinni og reyndi aft- ur að ná taki á hálsi Bardons. Bardon þrýsti skammbyssuhlaup- líf, væruð þér vísar til að segja eftir mér og á það get ég ekki hætt. En allt þetta máttuð þér vita áður en þér spurðuð mig. Hún kinkaði kolli. — Ég vil ekki deyja. — Þetta var furðulega sagt. Vænt- anlega vill það enginn. —■ Og ábyggilega ekki ég, sagði hún. — Einmitt núna get ég alls ekki hugs- að mér að deyja. — Þér losnið fljótlega við áhyggj- urnar af því, svaraði Bardon. — Þar sem þér hvort sem er ætlið að drepa mig, get ég ósköp vel sagt yður að ég veit hver þér eruð. — Hvað ég heiti, eigið þér við. — Ég heyrði það í útvarpinu. Lýs- inguna á þeim, sem komust undan. Einn af þeim var skotinn í handlegg- inn. Ray Bardon. Hann svaraði engu. — Getið þér fengið af yður að skjóta mig — svona umbúðalaust? hélt hún áfram. — Vegna þess að þér eruð kona, eigið þér við. Eins og er hefur það ekkert að segja. — Það gæti þó orðið breyting á því — seinna, hvíslaði hún. — Það held ég ekki. Hann sneri höfðinu. Skamm- byssunni hans var miðað á hann. Hlaupið var aðeins nokkra senti- metra frá munni hans. Strákurinn á benzín- stöðinni, sagði hún og beygði sig nær honum — Það eina, sem ég veit um yðar lífshætti, hef ég séð í sjónvarpinu, sagði hún. •— Ég veit að þér hafið drepið, kannski verið í fangelsi þess vegna, og að eitt morð í við- bót hefur enga þýðingu fyrir yður, en ... Bíll nálgaðist, en beygði ekki inn að benzínstöðinni. En næsti bíll gæti gert það. Hvar í fjandanum voru útiljósin slökkt? — . .. þér eruð særður og hljótið að vera alveg að niður- lotum kominn. Ef til vill hugsið þér ekki fullkomlega skýrt, Ray. Að drepa mig er ekki það eina, sem þér getið gert, og ekki einu sinni það skynsamlegasta ... — Þér eruð bara að reyna að vinna tíma, sagði hann. — Því miður . . . — Bíddu aðeins. Taktu mig með þér. Þú ert þreyttur. Ég get keyrt. Þú hefur skammbyssu, svo ég get ekkert sagt meðan ég er með þér. Hvað sem þú annars ætlar að gera við mig, þá gerðu það ekki nú. Ég vil ekki deyja núna — ekki einmitt núna. Og eitt ennþá — ef þú verður stöðv- aður, tortryggja þeir þig ekki ef þú ert með mér. Hún hafði stigið eitt skref í áttina til hans. Hún sagði mjög lágri röddu: — Ég geri allt, sem þú segir mér, allt sem þú vilt — hann fann til fiðrings niður með hryggnum ■— og svo getum við stanzað við eitthvert hótelið. Ég verð kyrr hjá þér, geri hvað sem þú ... Hún þagnaði og lét ímyndunarafli hans eftir afganginn. Síðan gekk hún að benzíndælunni. — Við megum ekki gleyma að fylla geyminn, sagði hún. — Þess vegna var það sem ég kom hingað. Hann varð ekkert undrandi, þegar hann fann hve fum- laus og öruggur akstur hennar var. —: Frh. á bls. 4(i. vikan 43. tbi. — 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.