Vikan


Vikan - 24.10.1963, Blaðsíða 24

Vikan - 24.10.1963, Blaðsíða 24
Edwin kinkaði kolli án Jjess að líta upp. Það var rökstudd skoð- un hans, að engin hœtta væri á því, að hann mundi ganga í gildru ein.hverrar atvinnu, þótt hann svaraði auglýsingunni. Það mundi ekki hrófla við þeirri staðreynd, að hann gæti hvergi fengið vinnu. Enda þótt það væri rétt hjá Del, að þetta starf virtist eins og sniðið við hans hæfi, efaðist hann stórlega um, að slíkt starf væri yfirleitt til. Edwin var ekki svo saklaus að halda, að fyrsta flokks stjarna eða skemmtikraftur, sem hefði'samninga við góða skemmti- staði og sjónvarpsstöðvar, mundi afla sér undirleikara með slíkri auglýsingu. En hann taldi samt ckkert á móti því að setja merki liti hans. „Ætlar iþú að hringja?“ spurði hún. Hann þagði drykklanga stund, og svo yppti hann öxlum. „Ég hýst við því.“ „Hver heldur þú, að þetta sé, — stjarnan, á ég við?“ „Ég hefi ekki minnstu hugmynd um ])að.“ „Næturklúbbar, lika, huhl“ Edwin kinkaði kolli. Drottinn, hvað hún gat þæft um þetta smá- atriði. „Það stendur í auglýsing- unni. Hvers vtgna ertu að tala um það?f‘ Del virti fyrir sér svip hans og var þungbúinn. „Þú heldur kannske, að næturklúbbar sé góð- ir fyrir þá, sem eru listrænir?" ig.“ Svo leit hún af honum, eins og hún vildi ekki ræða þetta frek- ar. „Ég mundi þá sitja hér alein eftir, ef þeir vildu, að þú færir með þeim. Það væri — gaman. Eðe heldur þú það ekki?“ Gremjan tók nú viðbragð i Edwin, eins og hún væri reitt, óstýrilátt villidýr. Ó, Guð, livað væri hann ekki fús til að gefa til að komast á brott ])arna — vera laus við hana — vera frjáls! í fyrsta skipti á ævi Edwins kvikn- aði í brjósti hans örlítill neisti framtaks og framgirni, og allt í einu óskaði hann þess, að hann fyndi ekki fyrir neinum efasemd- um hennar vegna. Hann óskaði þess, að hann gæti trúað því, að þarna væri um raunverulegt starf að ræða, að hann mundi verða ráðinn til að leika í sjónvarps- stoðvum og næturklúbbum — í órafjarlægð frá þessu greni. Ef þesi heimska, gamla tík gerði sér aðeins grein fyrir því, livað hann mundi gjarnan vilja — hvað liann sárlangaði raunar — til að fara að heiman og skilja hana eftir. „Kannski gætir ])ú tekið mig með þér,“ sagði Del og brosti, er hún fékk þessa nýju hugmynd. „Kannski mönnum stæði á sama iim það ...“ Edwin starði á hana og deplaði augunum ákaft til þess að berjast gegn löngun sinni til að slá til hennar. „Það er bara eitt atriði i þessu sambandi.. Hún þagnaði til að bíða eftir því, að hann gripi tækifærið.helg- aði henni alla athygli sína. Ed- „Hvaða máli skiptir það?“ spurði liann. „Nú, ef það er einhver, sem þú átt að vera á ferðalagi með og svoleiðis . . .“ „Ó, Drottinn minn!“ Nú sprakk Edwin loksins. „Ó, Drottinn minn góður og líknsamur! Ég er eþki búinn að fá starfið enn. Ég er ekki einu sinni búinn að hringja til að spyrja um það. Og samt . .“ „Ég átti ekki við neitt,“ flýtti Del sér að segja, hálfhrædd, „ekkert, sem þú þarft að æsa þig út af. Ég sagði aðeins svona.“ Edwin lét þögnina vera sér vörn og tók stóran bita af köku. Hann hélt molnandi deiginu lengi i munni sér, saug í sig sykur- bragðið, eins og hann væri að reyna að draga úr beiskjubragð- inu, sem alltaf fyllti munn hans. Del hafði ekki augun af honum á meðan, og var vör um sig. „Ætlarðu að hringja?“ Hann tuggði andartaki lengur, en renndi svo niður. „Þú vilt eklci, að ég geri það, er það ekki?“ „Nei, nei, ég segi það ekki, elskan mín, Ég — ég býst bara við . . . nú, ef þú ættir raunveru- lega að fara i eitthvert ferðalag —ég geri ráð fyrir, að ég mundi bara hreinlega deyja úr ein- veru.“ Þótt Edwin tryði því ekki, að auglýsingin væri i öllu samkvæmt rauveruleikanum, varð hann æ ákafari í að hringja eftir þvi sem hún lét í ljós meiri óbeit á þvi, RÉTT SEM SNÖGGVAST HORFÐUST ÞAU í AUGU OG BROS HENNAR VARÐ BREIÐARA: „ÞAKKA YÐUR FYRIR,“ SAGÐI HÚN OG REYNDI AÐ VERA EINSTAKLEGA KURTEIS. „ÞÉR ERUÐ SVO VIÐKUNNANLEGUR - SVO ÞÆGILEGUR.“ við auglýsinguna, eða jafnvel gera fyrirspurn um hana, ef ekki yrði hjá sliku komizt. Hann uppfyllti með því þá skyldu sína að svip- ast eftir atvinnu, og þótt hann fengi ekki vinnuna, gæti enginn haldið þvi fram, að hann hefði ekki reynt. „Finnst þér brauðið gott?“ Iidwin heyrði, að það var ein- hver vælutónn í röddinni, svo að hann kinkaði kolli. „Það er ágætt.“ Del renndi fingri eftir blaðinu og þrýsti léttilega á það, ])ar sem hann hafði sett merkið við aug- lýsinguna. Edwin grunaði, að hún liefði þegar fundið eitthvað til að sífra yfir. Honum hafði ver- ið sagt, að hún hefði verið lagleg, þegar hún var ung og lék smá- hlutverk i kvikmyndum, en hann gat ekki trúað því, þegar hann virti hana nú fyrir sér. Hún var andstyggileg, hárið með rottu- gráum lit og andlitið eins og á spikuðum bolabit. Ilún leit allt i einu upp úr blaðinu og hleypti brúnum, þegar hún sá óbeitar- sxdpinn, sem verið hafði á and- Hún strauk hendinni enn einu sinni eftir blaðinu og lét það svo við hliðina á sér á bekkinn. „Ætli sé átt við næturklúbba hér — eða kannske utanbæjar líka?“ „Hvernig ætti ég að vita það? Ekki er þetta mín auglýsing, eins og þú veizt. Ég setti hana ekki í blaðið.“ „Ja — ég veit ekki.“ Ilún virti hann vandlega fyrir sér, en reyndi að setja upp sviplausl andlit, svo að enginn grunur vaknaði. „Mundir þú vilja fara í ferðalag — úr borginni — með svona fólki?“ Edwin hleypti brúnum, því að það var farið að síga í hann. „Svona hvernig fólki?“ spurði hann geðvonzkulega. „Nú — þú veizt — það mundi bara vera einhver og einhver. Mér mundi ekki falla það vel í geð.“ „Nú, ef ég vil taka stöðuna og ef hinn aðilinn vill ráða mig, ]>á verð ég að gera það, sem ætlazt er til af mér. Eða hvað?“ Del kinkaði kolli ólundarlega. „Já, ég hýst við, að þú mundir gera það — ef þú vilt verða þann- win varð að berjast gegn þessu herbragði hennar, en svo neydd- ist hann til að gefast upp. „Og það er .... „Það er ekki sagt í auglýsing- unni, hvort viðkomandi listamað- ur er karl eða kona. Það er að- eins talað um stjörnu. Maður skyldi ætla, að gert væri ráð fyrir, að þú vildir vita það, eða finnst þér það ekki?“ Edwin leit á borðið, seildist til bakkans og tók þar þykkan kökubita. Hann vissi, hvað hún var að fara með þessu. Þegar Del hafði slitið öllu sambandi við karlmenn eftir að Edwin var i heiminn borinn, hafði hún liafn- að og fordæmt kynferðismálin og allt, sem þau snerti, sem synd- samleg og ill og krafðist þess af heiminum í heild, að liann tæki sömu afstöðu til þeirra mála. En það var öldungis óþarfi fyrir hana að hafa áhyggjur af því, að skírlífi Edwins mundi nú á enda, ])ví að harla litlar líkur voru til ]>ess, að hann mundi sllta af sér hjúpinn. Hann var kominn alltof mikið til ára sinna til þess. að hann gerði það — eins og til staðfestingar á ])eirri nýju til- finningu, sem liafði gert vart við sig hjá honum. Hann kinkaði kolli í átt til blaðsins. „Þetta er það eina, sem ég hef séð, siðan ég byrjaði að leita.“ Del kinkaði kolli og var eymd- arleg á svipinn. „Ég veit. Ég veit . . .“ Hún stóð lengi og starði að- eins á hann, en svo sneri hún sér undan með uppgjafarhreyfingu. Hún gekk að innbyggðum skáp, sem myndaði einskonar skilrúm milli setustofu og borðstofu, tók símann og liélt á honum til Ed- wins. „Ég vil, að þú gerir nákvæm- lega eins og þú óskar.“ Hún stóð beint fyrir framan hann og rétti honum simann. „Gerðu svo vel að hringja Ég vil ekki, að þú getir sagt, að ég liafi talið þér hughvarf." Edwin lét kökubita, sem hann liafði tekið af diskinum, detta á hann aftur og starði á símann með dálitlu ógeði. Þar sem hon- um hafði nú tekizt að fá vilja sin- um framgengt, var liann allt i 24 — VIKAN 43. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.