Vikan


Vikan - 24.10.1963, Blaðsíða 30

Vikan - 24.10.1963, Blaðsíða 30
NÝKOMIÐ: Skólapeysur Sportpeysur Peysujakkar Peysur fyrir alla við öll tækifæri Hvergi meira úrval Ullarvöruverzlun Laugaveg 45 l)essir vandlega; jafnvel safna'ð- ar meðlhnirnir vissu ekki hverjir ])eir voru liversdagslega. En vald þeirra yfir hinum guðlausu söfn- uðum sínum, þar sem þeir fóru með umboð Kölska, var tak- markalaust og algert. Þegar seið- skrattinn söng svörtumessu á nornahelgi bar hann því jafnan grímu, svo að hann þekktist ekki; var hún skorin í tré, ásjóna hins forna goðs, Janusar, þess er réði á krossgötum og stjórnaði göngu sólar og tungls, sneri fram, en hafurshaus aftur. Geithafur- inn var almennt álitinn sérstök dálætisskepna Ivölska, og talið, að oft tæki sá gamli á sig gervi hans, þegar hann mætti til svörtu- messu á nornahelgi. Oftast átti og Iiver söfnuður svartan hafur, sem eins konar persónugerving myrkrahöfðingjans. Þegar viðkomandi hafði á ann- að boðorð gert það upp við sig að ganga þeim illa á hönd, var innganigan í söfnuðinn honum tiltölulega auðveld. Hinn verðandi safnaðarmeðlimur var leiddur fyrir messugesti; hann afneitaði öllu sambandi við guð í áheyrii þeirra og sór sig á vald myrkra- h'fðingjanum, en að því loknu lagði seiðskrattinn liönd á höfuð honum og skírði hann „þurra- skírn“. Við þá athöfn sneri haf- urshausinn fram, svo að seið- skrattinn talaði fram gegnuin nas- ir hans: „Allt það, sem undir er lófa mínum, líkami og sál, sé Satans, nú og að eilífu“. Loks stakk seiðskrattinn hinn nýja safnaðarmeðlim í fingurinn og lét hann rita nafn sitt eða per- sónumerki eigin hlóði í „bók dauðans" — skrá yfir safnaðar- meðlimina, sem seiðskrattinn varðveitti, „djöflinum til glöggv- unar“. Einnig var hinum nýja meðlimi nýlt nafn gefið, „Vitis- hvolpur", „Himnaþjófur“, eða eiltlivað í þeim stíl, og var hann síðan aldrei öðru nafni nefndur á svörtumessu. Tók þvinæst við einskonar reynslutímabil, þegar sa nývígði skyldi sanna trúfesti sína við myrkramaktina, með því að vinna ýmis óbótaverk, sem seiðskrattinn fékk honum til framkvæmda í umboði Kölska, og ef hann leysti þau svo vel af hendi, að þeim kumpániun ])ætti viðunandi, var liann endanlega viðurkenndur fullgildur safnaðar- meðlimur, veitt hlutdeild í öllum leynisiðum safnaðarins og leynd- ardómum — meðal annars skýrt frá samsetningu nornasmurning- arinnar. Smurningu þessari fylgdi mátt- ur mikill. Meðal annars var því trúað, að hún gcrði nornum og seiðskröttum kleift að fljúga, eða fara um loftið á gandreið, en auk þess var luin notuð við allar meiri háttar atliafnir, og þó einkum í sambandi við svörtumessur. — Nokkuð mun samsetning hennar hafa verið mismunandi, en vitað er að ýmis efni, sem nú er löngu vísindalega sannað að hafa kyn- æsandi eða skynæsandi áhrif, voru notuð i þá blöndu. Er ekki neinn vafi á, að þau hafa getað valdið slíkri skynvillu og hugs- anatruflun, að viðkomanda hefur í rauninni fundizt sem þeir færu um loftið og tryðu því sjálfir eftir á, að þeir liefðu gert það. Belladonna, sem veldur ýmiskon- ar ofskynjun, var til dæmis mikið notað í þessa smurningu, einnig óðjurt, scm veldur fagnaðaræði og draumadái. Loks var það man- dragora — „seyði af liinni eitruðu rót, sem sviptir manninn allri skynsemi“ — og seyði af ýinsum öðrum jurtum, sem búa yfir svip- uðum áhrifamætti, þótt meinlaus- ari séu. Öllu áhrifaminni, en líka öllu viðurstyggilegri voru ýmis önnur efni í þessari blöndu — kattarhe'ilar, möluð geithafurs- bein, hár og neglur af líkum, inauraegg, rottur, leðurblökuaugu, hrossahland og sót. Smrningin sjálf var þannig framkvæmd, að fyrst var hörund- ið núið með grófri þurrku, unz það roðnaði og svitaholurnar opnuðust, en þvinæst rjóðað þess- um smyrslum, sem voru hin daun- verstu, og mynduðu loks þykkt lag um allan likamann. Efnin í blöndunni, sem áður er frá greint, verkuðu síðan innum liörundið og áhrif þeirra sögðu fljótt til sin í alls konar skynvillum, og órum. Venjulega bar viðkomandi á sig nornasmyrslin heima, skömmu áður en hann lrélt til svörtumessu, svo að hann væri orðinn sæmi- lega messuhæfur, þegar á staðinn kom, en á stundum, einkum þegar um var að ræða nýja safnaðar- meðlimi, fór smurningin fram i sambandi við messuna. Messustaðir safnaðanna voru yfirleitt helzt í skógarrjóðrum, undir feysknu tré, og á kross- götum eða þá gálgahólum. Alltaf var svartamessa sungin á nætur- þeli, liegar tunglsljós var, en nokkuð fór eftir þjóðlöndum hvaða nótt vikunnar varð fyrir valinu, sem nornahelgi. Frönsku svörtusöfnuðirnir völdu til þess aðfaranætur miðvikudaga og sunnudaga, þeir enslui aðfara- nælur mánudaga og laugardaga, en þeir ítölsku og þýzku völdu einhverra hluta vegna aðfaranótt þriðjudagsins. En hvar og livenær sem svarta- messa var sungin, voru messusið- irnir að mestu leyti þeir sömu. Skiptist messan í fimm megin- atriði. Fyrst söfnuðust messu- gestirnir saman á hinn ákveðna stað; gættu þeir þess að koma úr ýmsum áttuin, svo að hringurinn myndaðist sjálfkrafa umhverfis bálið. sem seiðskrattinn hafði þeaar kveikt, og gcngu safnaðar- meðlimirnir afturábak síðustu skrefin að bálinu. Báru seiðkarl- arnir stafi, en nornirnar sópa, með kerti á endum, og var kveikt á þeim í „vitisbálinu", þegar þar var komið messugcrðinni. Þegar allur söfnuðurinn var þannig^til messu mættur, hófst annað atriðið, sem var í því fólg- ið, að söfnuðurinn skyldi votta Satan, þ. e. seiðskrattanum sem persónugervingi hans, hollustu sína og auðmýkt. Á stundum var það þó geithafurinn svarti, sem söfnuðurinn gekk fyrir, og stóð liann þá í miðjum hringnum við bálið. Um leið og seiðskrattinn las nöfn meðlimanna upp úr bók dauðans, gekk hver viðkomandi að hafurnum, um leið og nafn lians var nefnt, aturábak og þreifaði aftur fyrir sig, unz hann fann skepnuna þar fyrir; sneri sér þá við sem snarast, brá kerti sínu að bálinu og kveikti á því og kyssti síðan hafurinn á bakhlut- ann, þar sem sérhver skepna get- ur sízt kyssileg kallazt. Var og þetta nefndur skammarkossinn. Að athöfn þessari lokinni átu messugestir „svartabrauð" og drukku öl, sem þeir liöfðu með sér að heiman. Á stundum var líka etin „nornakaka“, eins og til hátiðabrigða. Var það seiðskratt- inn sjálfur, sem gerði þá köku og bakaði úr svörtu hirzi, þvagi og ýnisum jurtum, en svo var sagt að þeir sein kökunnar neyttu yrðu yfirmáta „hýrir og léttir i skapi.“ Nú hófst hin eiginlega messu- gleði, og var það einkum dans ýmiskonar. Fyrst var stiginn hringdans, og sveifluðu nornirn- ar þá ákaft sópunum og seið- karlarnir stöfunum, en! þar til niun mega rekja trú þá, að nornir hefðu sópi að reiðskjóta, þegar þær þeystu um loftið. Arinar var sá dans, er karl og kona sneru bökum saman, en það talið há- mark svívirðunnar á sextándu og seytjándu öldinni. Prédikun seiðskrattans frá alt- ari liinnar nöktu meyjar, var grófyrtur og illkvittnislegur öfug- snúningur kirkjulegrar prédikun- ar, svo og öll önnur athöfn hans i því sambandi; talnaböndin gerð úr spilateningum, krossmarkið gert frá vinstri til hægri, og allt öfugt við það, sem tíðkast í krist- inni messugerð. Þá leiddi seið- skrattinn söfnuðninn i lestri fað- irvorsins afturábak og tónaði því iiisest „Kölskaboðorðin" tíu, um leið og hann útlagði þau til á- miiiningar söfnuðinum að hann ástundaði öll þau ódádaverk, sem tækifæri byðist til — brýndi liann til lyga, falsana, þjófnaðar og morða — og einriig að vinna eins marga nýliða í söfnuðinn og unnt væri. Fimmta og lokaatriði svörtu- messunnar var fólgið í kynmök- um safnaðarmeðlimanna ' undir forystu seiðskrattans. Æðisgeugin af skynbrjálunaráhrifum norna- smurningarinnar, iölóð og sefjuð af tryllandi ,.messusöng“ og at- liöfn seiðskrattans, slepptu norn- ir og sciðkarlar taumnum á öll- um sínum hvötum og fýsnum í dýrslegasta lostaleik. Seiðskratt- inn, sem nú sneri fram hafurs- hausnum, gaf þeim hið æsileg- asta fordæmi með mökum sfnum 0Q _ VIKAN 43. tl)I.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.