Vikan


Vikan - 24.10.1963, Blaðsíða 33

Vikan - 24.10.1963, Blaðsíða 33
RCA VICTOR NEW VISTA sjónvarpstækin Hín glæsilegu RCA VICTOR NEW VISTA amerísku sjónvarpstæki eru sniðin eftir nýjustu tízku, livað útlit og gæði snertir. — Gæði RCA-sjón- varpstækjanna eru fyrir löngu viðurkennd af milljónum notenda, vegna eftirtalinna kosta: — Óvenju skýr og stöðug mynd. — Sérlcga vandaður frágangur, sem byggist á áralangri rcynslu í framleiðslu. — Óviðjafnanlegt útlit, ásamt fjölbreytni í litum og stærð. — RCA-sjónvarpstækin eru bæði fyrir amcriska og evrópska kerfið. — RCA-sjónvarpstækin cru væntanleg á næstunni. — Kaupendur hafi samband við RCA-umboðið á íslandi. GEORG ÁMUNDASON & CO., LAUGAVEGI 172, SÍMI 154S5. um seiðskrattinn, gerðu þeim óskenmitilegar sjónhverfingar. Eftir að Ivölski isjálfur var hlaupinn i seiðskrattann, var lionum það gaman eitt að íáta þeim sýnast og finnast að þær hefðu ungan og glæsilegan guma til leiks, en ekki var langt liðið á leikinn er sá gumi breyttist í tiafur eða hund og jafnvel tigris- dýr. Og hvað sem öllu öðru leið, þá har nornumim yfirleitt saman um eitt — að öll hefði snerting myrkraliöfðingjans ver- ið helköld, ])ó að illa komi það heim við iþað, sem annars er sagt um liitann í ríki hans. Þess er gefið i nokkrum réttarskjöl- um, að mölc norna við Kölska hafi borið nokkurn ávöxt, og heldur ótútlegan, en þó var það sjaldgæft. Þannig átti fyrsta konan, sem vitað er til að brennd hafi verið fyrir slik mök við Satan, Angela de Labarthe, sem dæmt var á bálið í Toulouse, árið 1275, að hafa alið honum ára sem var úlfur að framan en liöggormur að aftan. Enginn sá þó þá ófreskju, þvi að Kölski sótti afkvæmi sitt áður en nokk- ur fékk það augum litið. Nokkrar nornir aðrar viðurkenndu og að hafa fætt Kölska afkvæmi i líki bandorma og eitursnáka, eða kafloðna vanskapninga. En siík var kvensemi Iíölska og ára hans, að ekki fengu þeir henni fullnægt á nornahelgum, því að samkvæmt játningum nornanna gerðu þeir sér tíðum hægt um vik helga á milli og heimsóttu þær i bóli sínu, og það eins þó að þær svæfu lijá sínum eiginmönnum. Myrkra- höfðinginn kunni nefnilega ekki einungis að taka á sig ílest hugs- íinleg gervi og breyta um ham í sífellu, heldur átti hann og auðvelt með að gera sig al- gerlega ósýnilegan augiun guðs- barna, og ekki voru árarnir neinir eftirbátar lians í þeirri list, þegar þeir vildu það við liafa. Því var það að eiginmenn nornanna vissu yfirleitt minnst um það, lxvað gerðist i hjóna- rúminu að næturþeli, nema þá kannski þeir allra svefnstygg- ustu, eins og Ifans Hildarbóndi, sem áður er frá sagt. Til þess að slikar næturheimsóknir mættu takast eins og til var stofnað, varð nornin þó að gæta þess að hvíla á vinstri lilið manni síninn. Ekki voru kvenárarnir síður frekar til fjörsins, því að margar af nornunum upplýstu það um þær „kvensniftir“, að þær tækju tíðum á sig holdlegt gervi milli nornahe'lga, og legðu þá stund á vændi, sér lil dægrastyttingar. Kvíið svo ramt að þessu, að árið I4(i8 var vændishússrekandi einn í Bologna dæmdur fyrir það að hafa eingöngu slíka kvenára i þjónustu sinni. Var honum ákveðin liarðasta refs- ing — skyldi hoid hans allt tætt af beinum með glóandi töngum, en slðan skyldi liann brenndur og hrækt i óskuna. Munu mennskar kvinnur, sem gert liöfðu hina ævafornu at- vinnugrein að sinni, að öllum líkindum ekki hafa látið segja sér það tvisvar, þar sem þarna var um lireint ekki svo óveru- lega samkeppni að ræða. Fjarri fór því að Kölski og karlárarnir væru svo fastir i rásinni, að þeir létu sér nægja að heimsækja nornir eingöngu, þegar iþeir skvettu úr klaufun- um á annað borð, og var karl- áranna þó einkum getið að lít- illi staðfestu livað það snerti. Þó að nornirnar væru margar hverjar bæði ungar og fríðar, voru til aðrar ungar og fríðar konur, sem sóttu aðrar messur en svörtumessurnar á norna- helgunum. 1 þann tið var til dæmis kvennaval mikið innan klausturmúra, en eimnitt þangáð virðist karlárunum hafa þótt fýsilegt að leggja leið sína, enda var þeim þar ekki verr tekið af konum en annars staðar, ef dæma má eftir plöggum rann- sóknarréttarins. Bcra játningar nunnanna, sem þar eru skráðar og skjalfestar, þvi Ijóst vitni, að þær liafa vcrið álika veikar i holdinu en aðrar kynsystur þeirra, og fögnuðu karlárunum þvi betur, að þær áttu ekki völ á öðrum til að notfæra sér þann veikleika. Þannig var það að minnsta kosti í þann tíð i nunnu- klaustrinu að Louvrics í Nor- mandí, þar sem karlárarnir gengu ljósum logum innan múr- anna í gervi ungra presta, hunda eða jafnvel katta, og brugðu sér í leik við nunnurnar, sem ekki létii á sér standa. Réttarhöldin í Louvries komu eins og reiðarslag yfir allan liinn strangkaþólska heim, eink- um þegar það kom á daginn, að það var svo sem enginn utan- klausturmúra seiðskratti sem þar annaðist milligöngu eftir öllum svörtukúnstarinnar regl- um, heldur fyrrverandi klaustur- prestur, hinn æruverðugi faðir af Fransiskanareglunni, Mathur- in Pickard. Var hann úr þeim sérflokki reglunnar, sem trúði þvi, að þeir, seni meðtekið höfðu lieilagan anda, gætu ekki synd framið, eða að allt væri hreinum hreint, og að Adamsnektin væri hin eina og sanna imynd heilag- leikans. Samkvæmt þeim heimild- um, sem enn eru varðveittar i langri og ýtarlegri sjálfsævisögu einnar nunnunnar, systur Made- line Bavent, neyttu klaustursyst- ur heilagrar kvöldmáltíðar nakt- ar að beltisstað. Leið og ekki á löngu að faðir Pickard tók að syngja þeim svörtumessu og hafði allsnakta systur að altari, sneri öllum helgum tiðasöng upp á myrkrahöfðingjann, og kallaði hóp karlára sér til aðstoðar við að þjóna fýsnum systranna. Ekki komst þetta þó upp fyrr en faðir Pickard lézt, árið 1642, VIKAN 43. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.