Vikan


Vikan - 24.10.1963, Blaðsíða 36

Vikan - 24.10.1963, Blaðsíða 36
GREIÐSLU SLOPPAR IVIarteinn Einarsson & Co. Fata- & gardínudeild Laugavegi 31 - Sími 12816 „Ég fór inn í skóginn til að hitta þá“. „Þú gerir þér vitanlega Ijóst á hverju þú átt von, ef ættflokk- ur þinn verður þess vísari að þú hefur haldið fram hjá eigin- manni þínum?“ spurði ég. „Já“. „Þú lætur þetta þá ekki henda þig aftur, ef ég þegi yfir því í þetta skiptið?" Konan kinkaði kolli, og ég kallaði á Pop og bauð honum að greiða konunni nokkra boli- vara fyrir demantana. Að því búnu lagði ég af stað í bát mín- um, ræddi við demantsleitar- mennina, tvo, sem þarna áttu hlut að máli, og reyndi að gera þeim ljóst hvað í húfi væri, ef ættflokkurinn kæmist á snoðir um hvað gerzt hafði. Demants- leitarmennirnir höfðu afsökun- ina á reiðum höndum — hér væri ekki um annað kvenfólk að ræða og þeir væru eins og aðrir karl- menn, enda gerðu Indíánakon- urnar allt til að fá þá til lags við sig. Mér var ljóst að ekki var nema um eina lausn að ræða á þessu vandamáli, en þóttist þó ekki geta gripið til þess án þess að bera það undir Antu. „Starfsmenn mínir una illa kvenmannsleysinu", sagði ég við hann. „Þeir fá ekkert kvenfólk hér“, svaraði hann með festu. „Það veit ég vel“, sagði ég. „Þess vegna er ég að hugsa um að flytja hingað hvítar konur handa þeim“. Antu hugsaði málið nokkra stund, en mælti síðan: „Verði það ráð tekið, má gera ráð fyrir því, að karlmennirnir af mínum ættflokki taki að girn- ast þær og við fáum ekki við neitt ráðið". Að sjálfsögðu hafði hann lög að mæla, en hvað um það; ég átti ekki annarra kosta völ. Hvort sem Antu féll það betur eða verr, varð ég að fela Vaug- ham það verkefni að útvega nokkrar hvítar konur og flytja þær í flugvél sinni til bæki- stöðva demantsleitarmannanna. Þegar hann kom næst með birgð- ir til verzlunarinnar ræddi ég málið við hann, og bað hann að ráða nokkrar vændiskonur til að stytta hinum hundrað demants leitarmönnum okkar stundirnar, svo að ekki þyrfti að koma til árekstra út af kvennamálum í sambandi við Indíánana. „Þú getur sagt þeim, að þær geti reitt sig á eitt — að þær hafi góða þénustu“, sagði ég. Vaugham tók vel í þetta, og kvað það ekki verða neinum vandkvæðum bundið að útvega hvítar konur til þess starfa. Ég ræddi þetta nú við Pop jarðfræð- ing og lækninn, og þá einkum hvernig ætti að skipuleggja slíka starfsemi. Okkur kom saman um að reisa nýjan skála fyrir hana, spölkorn frá íbúðarskálunum, með fjórum aðskildum herbergj- um, svo að fyllsta hreinlæti yrði við komið. Tommas valdi skál- anum nafnið „La Casa de las Putas“, um leið og hann reis af grunni. Þeir kunna að nefna það á spænskunni. Híbýlavandamálið var þó til- tölulega auðleyst, samanborið við þær varúðarráðstafanir, sem gera varð gagnvart samræðis- sjúkdómum. Að sjálfsögðu mundi læknirinn skoða kvenfólkið vandlega um leið og það kom. En það voru demantsleitar- mennirnir hundrað, sem lengi höfðu flækzt um hvarvetna þar sem gulls eða demanta var von, og ekki vandað vel lagskvenna sinna í námubæjunum, eða virt neinar heilbrigðisráðstafanir. Jafnvel þótt læknisskoðun leiddi í Ijós, að þeir væru heilbrigð- ir aii þessu leyti eins og á stóð, var ekki fyrir það að synja, að þeir kynnu ein- hverntíma að hafa sýkzt, og ekki hlotið þá fullkomnari lækn- ingu en það, að sjúkdómurinn leyndist með þeim, eins og fal- inn eldur. Þar að auki höfðum við ekki nægilega fullkomin rannsóknartæki, og læknirinn hafði þegar svo mikið að gera, að hann komst varla yfir það aðstoðarlaust, en sjúkraskálinn var stöðugt yfirfullur, enda rúm- aði hann ekki nema tíu sjúkl- inga í senn. Það var í sjálfu sér ógleyman- legur atburður, þegar hvítu stúlkurnar komu til þorpsins. Samkvæmt venju hlupu allir frá störfum sínum um leið og hreyf- ilgnýrinn heyrðist í lofti, til að vera viðstaddir þegar vélin lenti; það var langt frá því enn hvers- dagslegur atburður í augum hinna innfæddu. Þennan morgun var Antu sá eini af þeim, sem vissi hvað í vændum var. Vaugham steig fyrstur út úr flugvélinni, og síð- an komu konurnar á hæla hon- um. Þær voru fjórar, sem komu með þeirri ferð — hávaxin og gjörvuleg stúlka, sem mátti kall- ast hvít; tvær múlattastúlkur, sem báru hatta skreytta litsterk- um gerviblómum og ein negra- stúlka. Allar voru þær klæddar eins og á göngu um stórborgar- stræti. Þegar þær klifruðu niður úr flugvélinni og sáu alla þessa Indíána, sem hópuðust að með hávaða og ærslum, var ekki laust við að óttasvipur kæmi á þær, en Taurepanarnir, sem aldrei höfðu séð neitt þessu líkt áður, hljóðnuðu þegar og gláptu á þær eins og naut á nývirki. En það stóð ekki lengi, því að allt í einu ruddust Indíánarnir að stúlkunum, rétt eins og ein- hver hefði gefið þeim merki um 36 VIKAN 43. tbl,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.