Vikan


Vikan - 24.10.1963, Blaðsíða 39

Vikan - 24.10.1963, Blaðsíða 39
Sjón er sögu ríkari-þér hafið aldrei séó hvitt lín jafn hvftt. Aldrei séó litina jafn skæra. Reynió sjálf og sannfærizt. OMO sparar þvottaefnid OMO er kröftugra en önnur þvottaefni, og þar sem þér notið minna magn, er OMO notadrýgra. Reynió sjálf og sannfærizt! skilar hvitasta bvottinum! K-OMO 11,/lCMMl og kát eins og ekkert hefði á- bjátað, en múlattastúlkurnar lágu báðar örmagna í rekkju og varð læknirinn að vitja þeirra. Hingað til höfðu leitarmenn- irnir aldrei snúið heim aftur fyrr en í vikulokin, nema veik- indi eða slys kæmi til, en nú skruppu margir þeirra heim í miðri viku og fóru ekki dult með erindi sitt. Önnur múlattastúlkan, Katrín, varð fyrst til að hætta störfum sínum í skálanum. Pop jarð- fræðingur vildi sitja einn að henni og sjálfri var henni ekk- ert kærara, enda leið ekki á löngu að hún gerðist fyrirmynd- ar eiginkona á allan hátt; varð sér meira að segja úti um saumavél og tók að sauma kjóla fyrir Indíánakonurnar og fatnað á börn þeirra. Næst kom röðin að Maríu, sem giftist bankastjór- anum fyrrverandi og gerðist virðuleg og auðsæl kaupmanns- frú. Hún var eins og sköpuð til að standa fyrir innan búðarborð og sinna afgreiðslu og verzlun- arviðskiptum. Hin múlattastúlk- an, Dorothy, hvarf á brott með ungum, ítölskum demantsleitar- manni og félögum hans tveim. Ég heimsótti hana nokkrum dög- um síðar, þar sem hún var að þvo fataplögg þeirra í fljótinu, syngjandi af ánægju; annaðist hún og matseld fyrir þá þre- menningana og svaf hjá þeim á nóttum í einni sæng. Josephina, negrastúlkan, var ein eftir í skál- anum, beit á jaxlinn og lét sig hafa það, og rakaði saman fé, þar sem hún var nú ein um hit- una. Það var ekki fyrr en all- löngu síðar, að ég komst að raun um hvað olli þessari þrá- setu hennar. Varðstjórinn í þorp- inu var tvítugur Indíáni, Mara- bu að nafni, og mikill vinur Antus. Svertingjastúlkan hafði orðið ástfangin af honum og hleypti honum inn til sín á laun að næturþeli. Marabu þessi var kvæntur tveim systrum, báðum á barnsaldri og kynni hans af negrastúlkunni urðu til þess að hann lagði á hana ofurást, enda hefur hann eflaust sótt til henn- ar ólíkt fyllri ánægju en hann mátti njóta hjá lítt þroskuðum konum sínum. Vildi hann nú óð- ur og uppvægur kvænast henni, svo fremi, sem hún reyndist fá- anleg að setjast að hjá honum í þorpinu, því að afbrýðisemi hans í garð viðskiptavina henn- ar átti sér engin takmörk. Antu reyndi eftir megni að fá hann ofan af þessu, en það bar ekki minnsta árangur. Tók hann þá það til bragðs að senda hinn nýja seiðmann á fund hans til að koma fyrir hann vitinu. „Það er Canaima, hinn illi andi, sem tekið hefur sér bústað í þér, sonur sæll,“ sagði seið- maðurinn. „Komdu með mér heim í þorpið, og ég skal særa hann á brott, og þá munt þú lifa hamingjusömu lífi hjá eiginkon- um þínum, það sem eftir er æv- innar.“ En Marabu vildi ekki heyra á það minnzt, og sendi eiginkon- ur sínar tvær aftur heim til föð- urhúsanna. Féll föður þeirra það áreiðanlega ekki eins illa og hann lét, því að þurrð var á kon- um meðal ættflokksins og marg- ir um boðið. Marabu sagði upp varðstjórastarfi sínu, og byggði sér og negrastúlkunni kofa við á eina, sem féll í fljótið, drjúgan spöl frá þorpinu. Hóf hann síð- an demantaleit, og sá ég hann aldrei, nema þegar hann kom til að selja það, sem hann hafði fundið og keypti nauðsynjar í verzluninni. Aldrei kom það fyrir, að negrastúlkan Josephina, væri þá í för með honum. Þar með stóð skálinn frægi auður og yfirgefinn og demants- leitarmennirnir tóku enn að kvarta um kvenmannsleysi. Ég flutti inn annan hóp af slíkum konum, en það fór á sömu leið, flestar þeirra giftust von bráð- ara og ég varð stöðugt að endur- nýja „birgðirnar". Þeir demants- leitarmenn, sem þannig stað- festu ráð sitt, reistu sér óvand- aða kofa í grennd við þorp okk- ar, þar sem þeir settust að með konum sínum sem aðstoðuðu þá við leitina, og lögðu oft og tíð- um harðara að sér en eigin- mennirnir sjálfir. Af þessu fólki þurfti ég því yfirleitt ekki neinar áhyggjur að hafa. Öðru máli gegndi um Indíánana sjálfa. Vafalaust hef- ur Marabu orðið tíðrætt um alla þá kosti, sem hina unga kona hans, negrastúlkan, væri búin. Víst var um það, að nú vildu allir karlmenn af ættflokki hans óðir og uppvægir komast að við- skiptum hjá hinum aðfluttu kon- um, hvort sem þær voru hvítar eða ekki. Marabu hafði gengið á undan, og nú var ekki nokkur leið að halda aftur af þeim. í hvert skipti, sem nýjar konur komu í skálann, stóðu Indíán- arnir þar í biðröð úti fyrir næstu dagana með gjaldið í höndunum. Stúlkurnar létu sér hjartanlega á sama stunda við hverja þær skiptu, og konur Indíánanna hreyfðu ekki andmælum. Þær biðu fyrir utan skálann, þangað til eiginmennirnir komu út aft- ur, og fóru síðan með þeim í verzlunina, væri nokkur eyrir eftir. En þær Indíánakonur gerðust heldlur ekki svo fáar, sem guldu eiginmönnum sínum líku líkt. Þegar þær fóru inn í skóginn til að grafa upp rætur og safna ald- inum, notuðu þær tækifærið og VIKAN 43. tbl. — qq

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.