Vikan


Vikan - 24.10.1963, Blaðsíða 43

Vikan - 24.10.1963, Blaðsíða 43
getu. • Kannski er þetta frákast þeirrar stefnu landsbúa, að flytj- ast til bæjanna. Nú vilja bæjar- búar aftur komast í sveitina, án þess þó að þurfa að hafa af því það erfiði og áhyggjur, sem sveitabúskap er samfara. En hvar verðum við staddir eftir nokkur ár, ef þessu heldur áfram? Hvar ætlar þú, lesandi góður, að ná þér í land undir sumar- bústað eftir 10 ár? Þú hefur þá ekki minnsta möguleika á því að komast ná- lægt Þingvallavatni, Elliðavatni, Álftavatni, eða á aðra þá staði, sem nú eru eftirsóttastir. Þú verður að gera þér að góðu eitt- hvað annað og kannski ekki eins skemmtilegt og þægilegt. Kannski það væri rétt að þú fár- ir strax að hugsa þér til hreyf- ings, að næla í land undir bú- stað, því hver veit hvað þú færð eftir 10 ár? Á því er enginn vafi, að þeir verða fleiri og fleiri, sem byggja sér sumarbústað. Það verður lítið um góð lönd, og menn verða að gera sér annað að góðu en beztu staðina. Ennþá eru þó nokkrir staðir, sem hægt er að leita til, og sem vafalaust verða næst fyrir ásókn sumarbústaðamanna. Með bætt- um samgöngum leita menn lengra og lengra frá fjölbýlinu, og munar minna um að vera lengra í burtu. Menn eru strax farnir að fara upp í Borgarfjörð með bústaði sína, austur í Mos- fellssveit, Grímsnes og Biskups- tungur. Með hraðskreiðari bif- reiðum, auknum frítíma og betri fjárhag, komast menn lengra frá bænum, og una glaðir við sitt. Og svo kemur að því óum- flýjanlega, að menn fá sér flytj- aniega bústaði, sem þeir krækja aftan í einkabifreiðina, og fara hvert sem þeim dettur í hug, til að vera þar í góðu yfirlæti yfir sumarfríið. Sá siður ér .algengur víðast hvar erlendis, en hefur ekki náð vinsældum hér, ein- faldlega yegna slæmra vega og svo þess, að það er ekki enn komið í tízku. G. K. Maðurinn sem Kom Jheimsstyrjöldinni af stað. FRAMHALD AF BLS. 19. svitabaði, hvað eftir annað. Draumsýnin var alltaf sú sama.' Einhver uppstrílaður foringi úr leyniþjónustunni, sem sat ásamt viðhaldssnift sinni í vínkránni að Adlon, og masaði allt hvað af tók, „Stórmsveitimar eru að undirbúa blekkingarárás í þeim tilgangi að koma gf stað ann- arri heimsstyrjöld," sagði hann og svo hátt ,að allir í vínkránni þögnuðu og lögðu við hlustir. „Það er einhver náungi, sem heitir Naujocks, sem þeir hafa falið að undirbúa árásina og sjá um framkvæmd hennar. Vitan- lega verður hann svo skotinn." Klukkan fjögur, þann 31. ág- úst, söfnuðust þeir saman í gisti- húsi í Gleiwitz, Naujocks og samsærismenn hans sex talsins, og lögðu á lokaráðin. Þó ein- kennileg hending megi kallast, þá samsvöruðu allir þessir ungu menn, sem yaldir höfðu verið úr stormsveitarliðum til þess að vinna þetta viðurhlutamiklá verk, að öllu leyti þeirri hetju- ímynd, sem foringinn hóf til dýrkunar — þeir voru allir ljós- hærðir, hávaxnir, grannir og stséltir; harðskeyttir ofstækis- ■'menn og miskunnárlausir, sem hikuðu' ékki við að vega og myrða að boði foringjans, og ekki heldur að fórna sínu eigin lífi, hans vegna. Þetta Vom samskonar ofurhugar og þeir, sem unnu það fræga afrek undir foryztu Skorzenys í stýrjaldar- lokin, að hrifsa Mussolini ú'r fjandmanna höndum, og höfðu í undirbúningi að myrða Eisen- hower á meðan barizt var við Bulge. Þeir sjömenningarnir fóru enn einu sinni sameiginlega yfir framkvæmdaáætlunina, sem þeir kunnu allir utanað fyrir löngu. Klukkan sjö áttu þeir að aka út í Ratiborskóginn, nema þar sfaðar um mílu vegar frá út- varpsstöðinni, klæðast pólsku hermannabúningunum, og bíða þar í bílum sínum tveim loka fyrirskipunar, sem senda átti frá loftskeytastöð í Berlín. Tvö dulmálsorð höfðu verið ákveð- in, annað til merkis um að árásin skyldi hafin, hítt þýddi að eitt- hvað hefði komið fyrir á síðustu stundu sem gerði óhjákvæmilegt að skjóta henni á frest. Dulmáls- orðið, sem þýddi að árásin skyldi tafarlaust hafin, bar vitni hinni sérstæðu gamansemi og hug- myndaauðgi þeirra stormsveit- armanna, eða öllu heldur hve þá skorti hvorttveggja gersamlega: „Dósamatur"! Og ef það yrði nú orðið, sem þeir væntu, „dósamaturinn11, áttu þeir sjömenningarnir að aka í bílum síunm að útvárps- stöðinni, nema staðar við aðal- dyrnar og bakdyrnar nákvæm- lega klukkan hálfátta, og hefja árásina — en Naujocks gerði ekki. ráð fyrir að þeir myndu mæta neinni teljandi mótstöðu. Þegar hugsanleg mótspyrna væri brotin á bak aftur, áttu þeir Naujocks, Fritz og Her- mann að halda rakleitt inn í stöðvarsalinn, en hinir fjórir að standa vörð. Fritz, sem var sér- fræðingur í allri radíótækni, átti því næst að opna fyrir símalín- una frá Breslaustöðinni, þar sem yfirmaðurinn þar biði merkis um að útvarpa „dagskránni“. Á nieðan þulurinn læsi skamm- irnar og svívirðingarnar um Hitler, átti Naujocks að skjóta þrem skotum upp í loftið í saln- um, svo að átökin heyrðust, og eins til þess að þar sæjust merki eftir árásina, sem hægt yrði að nota sem sönnunargögn. „Þessar aðgerðir ættu ekki að taka okkur nema um fimm mín- útur,‘ sagði Naujocks. Á meðan við erum staddir inni í stöðinni, ekur bíll upp að aðaldyrunum, en þið skuluð samt ekki láta ykkur bregða; þegar þeir í bíln- um hafa komið líki fyrir á dyra- þrepunum, aka þeir á brott aft- ur, og þið látið sem þið hvorki sjáið til þeirra eða heyrið. Nokkrar spurningar?" „Ef okkur er veitt mótspyrna, hvað þá? Setjum sem svo að lög- reglumenn séu þarna og snúist til varnar?“ „Þá skjótum við þá,“ svaraði Naujocks. „Og sé ekki um fleiri spurningar að ræða, búum við okkur undir að láta brottskrá okkur úr gistihúsinu. Hittumst niðri í anddyrinu kl. 6:30.“ Naujocks gekk á brott frá liðs- mönnum sínum, og skyndilega var sem hann þryti mátt. Hann gekk að vínskenknum og fékk sér staup af sterkri hressingu, og síðan annað, en hresstist ekki neitt. Klukkan hálfsjö stundvíslega hittust þeir sjömenningamir niðri í . anddyri gistihússins, gengu út og settust inn í svörtu Ópelbílana tvo, sem þeir höfðu til umráða, óku hratt út úr borg- inni og , inn í skóginn, aðeins stuttan spöl frá pólsku landa- mærunum. Eftir að numið yar staðar þar, mátti enginn þeirra mæla orð frá vörum fyrr en allt væri um garð gengið. Naujocks gekk þegjandi út og opnaði far- angursgeymslurnar, tók sér þar einn af pólsku hermannabúning- unum og hríðskotabyssu af pólskri gerð, en hinir sex fóru að dæmi hans, höfðu fataskipti og vopnuðust í skyndi, en að því búnu voru þýzku skrásetningar- merkin tekin af bílunum og pólsk skrúfuð á þá í stað- inn. Fritz, radíósérfræðingurinn, stillti viðtækið í öðrum bílnum á : loftskeytastöð í Berlín. Ná- kvæmlegá kl. 7.27 heyrðist hljómsterk karlmannsrödd end- urtaka dulmálsorð hvað eftir annað: „Dósamatur, dósámatur, dósamatur ...“ Dulmálsorð, sem þýddi að ársáin skyldi tafarlaust hafin. Hjólbarðarnir rótuðu upp möl- inni og bílarnir þutu af stað út í myrkrið. Samsærismennirnir hölluðu sér aftur á bak í sætinu, ösku- gráir í framan og hver taug í líkama þeirra titraði eins og harðspenntur strengur. Á slag- inu hálfátta hemlaði bíllinn, sem Naujocks stýrði, úti fyrir aðal- dyrum útvarpsstöðvarinnar, svo að hvein við; hann hratt upp VIKAN 43. tbl, — 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.