Vikan


Vikan - 24.10.1963, Blaðsíða 44

Vikan - 24.10.1963, Blaðsíða 44
bílhurðinni og ruddist út, ásamt þeim félögum sínum og heyrði í sömu andrá að þeir fjórmenn- ingarnir í hinum bílnum höfð- ust eins að. Með sígarettuna á milli varanna og hríðskotabyss- una í höndum sér, hljóp Nauj- ocks upp dyraþrepin, hratt upp hurðinni og ruddist inn í and- dyri stöðvarhússins. Þar stóð einn af starfsmönnum stöðvar- innar, og svipur hans sýndi að hann var slíkri innrás allsendis óviðbúinn; engu að síður reyndi hann að vara félaga sína við, en áður en hann fengi nokkru hljóði upp komið, stökk Her- mann á hann og greiddi honum feiknahögg, beint í andlitið, svo að blóðið fossaði úr vitum hans. Hann riðaði við, en Hermann greiddi honum enn högg, og að þessu sinni svo vel úti látið, að hann hneig niður meðvitundar- laus. Að sjálfsögðu var maður þessi Þjóðverji eins og þeir, ef- laust mikill föðurlandsvinur og kannski flokksbróðir þeirra. En það var ekki verið að spyrja að því, og um leið og annan starfs- mann bar að, hlaut hann svip- aða útreið, því að Naujock rot- aði hann umsvifalaust með byssu- skeftinu. Hann heyrði köll og átök einhvers staðar inni í stöðvarhúsinu, og þar sem hann hafði dregizt aftur úr þeim fé- lögum sínum við að ganga frá starfsmanninum, hraðaði hann sér sem mest hann mátti inn í stöðvarsalinn. Þegar hann kom þar inn, stóð Hermann við hljóð- nemann með ræðuna í höndum og gekk upp og niður af mæði, en Fritz stóð við magnaraborðið bak við glerrúðuna og fór titr- andi fingrum um stillana hvern af öðrum. Og nú, þegar allt hafði geng- ið nákvæmlega samkvæmt á- ætlun, og mun betur, en þeir samsærismenn höfðu þorað að vona, var sem heppnin hefði allt í einu algerlega snúið við þeim bakinu. Ekkert lífsmark fyrir- fannst með hljóðnemanum; þeir Naujocks og Hermann litu til skiptis á hann og Fritz, sem enn barðist án afláts við stillana og kallaði eitthvað til þeirra félaga gegnum glerrúðuna, sem heyrð- ist þó aðeins eins og daufur óm- ur vegna hljóðeinangrunarinn- ar. Hann starði felmtruðum augum á magnaraborðið, og mátti sjá það á svip hans, að hann botnaði ekki neitt í neinu. Naujocks bölvaði og ruddist inn í magnaraherbergið til hans. Þetta var i senn hræðilegt og svo furðulegt, að því varð varla trúað. Fritz var að því kominn að glata allri stjórn á sjálfum sér. „Ég finn hvergi símalínu- rofann!“ æpti hann hástöfum. Ég get ekki sett helvízka síma- línuna í samband ...“ Naujocks fann að við sjálft lá að þessi óvænta óheppni reynd- ist taugakerfi hans of þungt álag. Að þetta litla tæknilega atriði væri í þann veginn að ger- eyðileggja allan árangurinn af hinu glæsilega og'nákvæmt út- reiknaða dirfskubragði þeirra sj ömenninganna. „Þú verður að finna hann!‘ öskraði Naujocks. Þetta magn- araborð hlýtur að vera sams- konar og í öðrum þýzkum út- varpsstöðvum." „Já, en ég finn ekki símalínu- rofann. Ég finn hann ekki . . . FINN HANN EKKI . . .“ æpti Fritz. Inni í útvarpssalnum stóð Hermann við hljóðnemann, ná- fölur, með ræðuna í titrandi höndum sér. Hann reyndi að kalla til þeirra og benti þeim á úrið sitt, til merkis um að allt væri að komast í óefni. Naujocks lét hallast magn- þrota upp að veggnum, og mælti við radíósérfræðinginn, sem vissi ekki lengur sitt rjúkandi ráð: „Er þá ekki nokkur leið að ræðunni verði útvarpað?1 „Jú,“ kjökraði Fritz, „en þessi stöð er svo skammdræg, að út- varp beint frá henni heyrist að- eins í Gleiwitz og næsta ná- grenni. Alls ekki til Breslau.“ Naujocks stóð þarna í köldu svitabaði. Þetta andartak sá hann þá fyrir hugskotssjónum sínum, Heydrich, Himler og Hitler sjálfan . .. hann sá allan hinn mikla þýzka her, alla þá, sem biðu þess í ofvæni að heyra hina óskammfeilnu og ögrandi útvarpsræðu, sem aldrei yrði út- varpað. Með ýtrustu erfiðismun- um tókst honum að segja nokk- urnveginn rólega: „Er þá með öllu útilokað að ná endurvarpssambandi við stöð- ina í Breslau?* „Já, nema ég finni rofann ...“ „En þeir í Gleiwitz og sveit- unum í kring geta þó heyrt út- varp frá stöðinni?" ,,Já.‘ ,,Þá tökum við þann kostinn.“ Fritz kjökraði enn, þegar hann tók að fást við magnarastillana, og Hermanni brá svo, að við sjálft lá að hann yrði miður sín, umfram það sem orðið var, þeg- ar hann heyrði allt í einu lífs- mark með hljóðnemanum. Hann tók að þylja svívirðingarnar um Hitler þvoglulegri röddu, en Naujocks brá sér inn í salinn og skaut nokkrum skotum upp í loftið. Enda þótt að þetta væri áður umtalað, brá Hermanni svo við skothvellina, að hann veinaði upp yfir sig og missti niður þráðinn úr svívirðingun- um. Naujocks ógnaði honum með bendingum og skaut enn tveim skotum upp í loftið, svo að glumdi í salnum og allt varð svart af púðurreyk, eins og þarna hefði staðið hörð orrusta. Þegar ræðunni var loks lokið, reikuðu þeir þremenningarnir fram á ganginn, þar sem starfs- mennirnir tveir voru í þann veg- inn að rakna úr rotinu. Hinir samsærismennirnir fjórir biðu frammi í anddyrinu. Árásin hafði af fyrrgreindum orsökum staðið tveim mínútum lengur en áætlað hafði verið, og Naujocks bjóst við að sjá lög- reglubílana koma akandi á fleygiferð þá og þegar upp að útvarpsstöðinni, þar sem þeir félagar máttu þá búast við að verða króaðir inni. „Við skulum hraða okkur héð- an,“ sagði hann. Þegar þeir héldu niður dyra- þrepin, blasti við augum þeirra chuggnanleg sjón — manns- líkami, sem lá þar á grúfu. Naujock hefur tvívegis frá því sagt, en ber þar ekki saman við sjálfan sig, því að í annað skipt- ið hélt hann því fram, að líkið hefði verið klætt venjulegum fötum, en í hitt skiptið, að það hefði verið í pólskum her- mannabúningi. Er ekki ólíklegt, að hann hafi litla athygli veitt því hvernig það var klætt, svo mjög brá honum, þegar hann sá að enn blæddi úr því. Liðsmenn hans sex litu í aðra átt þegar þeir fóru framhjá því, minnug- ir þess, sem hann hafði boðið þeim, en sjálfur gat Naujocks ekki að sér gert að nema staðar hjá því andartak. Þessi sjón hafði meiri og djúplægari áhrif á hann en allt, sem á undan var r gengið. Honum fannst sem hann sæi Heydrich fyrir hugsskots- sjónum sínum, mælandi saman- bitnum vörum: „Við skulum sjá þér fyrir einu líki eða tveimur ...‘ Og hann sá fyrir sér kald- ranalegt brosið á fríðu og karl- mannlegu andliti Múllers, þeg- ar hann sagði með glettni í rómnum: „Við skulum sjá svo um að líkin verði ný og vel á sig komin.“ Gestapó hafði semsé verið þarna að verki. Sendiboðar hennar höfðu komið, hljóðir sem vofur, og látið eftir sig þau verksummerki, sem ekki varð um villzt. Naujocks ýtti við lík- inu með fætinum og velti því á bakið. Þetta var lík af ungum manni, einkar fríðum sýnum og góðlegum, með opin, ljósblá augu. Naujocks gat ekki annað en spurt sjálfan sig, hvaða glæp þessi ungi maður hefði getað framið gagnvart þriðja ríkinu, svo að hann verðskuldaði slíka refsingu. Innst inni fann hann vakna með sér viðbjóð og reiði „Du lieber Gott, Alfred!" hrópaði einn af liðsmönnum hans. „Eftir hverju ertu að bíða?‘ Naujocks settist inn í bil sinn og í næstu andrá óku þeir báðir af stað eins hratt og þeir kom- ust. Útvarpsstöðin var enn hljóð, en þó sást ekki enn neitt til ferða lögreglunnar. Hafði þá allt erfiðið og áhættan verið til einskis? Þegar þeir námu aftur staðar inni í skóginum, leit Naujocks á úrið sitt; klukkan var fjörutíu og fimm mínútur gengin í átta. Aðgerðirnar höfðu tekið þá stundarfjórðung fram yfir áætlun. Þeir klæddust í skyndi úr einkennisbúningunum og fóru í sín venjulegu föt, komu búningunum fyrir í farangurs- geymslunni og óku síðan í loft- inu til Berlínar. Þangað komu þeir á miðnætti. „Farið og leggið ykkur,“ sagði Naujocks við liðsmenn sína, hvað þeir létu ekki segja sér tvisvar. En Naujocks hafði ekki neinn tíma til svefns í bráð. Hann ók til aðalstöðvanna við Delbrueck- stræti. Hann var úrvinda af þreytu, hafði sáran höfuðverk, og nú, þegar öllu var óaftur- kallanlega lokið, þyrmdi tóm- leikakenndin yfir hann, og svo viss þóttist hann um að allt hefði mistekizt, að honum var skapi næst að fremja sjálfsmorð. Varðmennirnir virtu sem snöggv- ast fyrir sér órakað og þreytu- legt andlit hans, og ypptu öxl- um, þegar hann gekk framhjá 25 ÁRA AFMÆLISBLAÐ VIKUNNAR - þar verSur víða feitt á stykkinu. Blaðið kemur eftir viku, 90 síður að stærð og selst Iíklega upp samdægurs. Meðali annars efnis: Þeir hættu þá hæst bar Grein með fjölda mynda af hinum fræga og vinsæla MA- kvartett. Vikan hefur heimsótt þrjá meðlimi kvartettsins, sem eftir lifa, fengið hjá þeim frásagnir af hinum gömlu og góðu dögum og síðan bregður Vikan upp mynd af lífi og starfi þessara manna eins og það er nú. 44 VIKAN 43. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.