Vikan


Vikan - 24.10.1963, Blaðsíða 45

Vikan - 24.10.1963, Blaðsíða 45
þeim. Þeir höfðu ekki hugmynd um samsærið, voru nægilega vanir ýmsu til þess, að þeir forðuðust að vera með óþarfa- spurningar. Naujocks scttist inn í skrif- stofukytru sína og bað um að sér yrði fært svart kaffi. Hann dró ritvélina nær sér, kveikti sér í sígarettu og sogaði djúpt að sér reykinn. Því næst tók hann að skrifa skýrslu sína. Henni var ekki lokið fyrr en klukkan þrjú um nóttina, og þá stóð hrúgan af sígarettustubb- unum upp af öskubakkanum á borðinu. Naujocks var að lotum kominn, fannst sem höfuðið mundi þá og þegar klofna og rammt óbragð í munni sér. Hann reikaði yfir að legubekknum og féll óðara í fastan svefn í öllum fötunum. Hann var vakinn harkalega, en komst þó seint til vökuvit- undar, og sá óljóst stormsveita- foringjann, sem stóð hjá legu- bekknum og ýtt hafði við hon- um. „Hvað er klukkan?" spurði Naujocks. „Hálfsjö að morgni. Heydrich yfirstormsveitaforingi kveður þig til fundar við sig tafarlaust.' Naujocks reis óstöðugur á fæt- ur. Vangar hans voru þaktir skeggstubbum, hann var ó- hreinn undir nöglunum og hann sárlangaði til að þvo tennurnar, en þóttist vita að betra mundi að láta Heydrich ekki bíða og mundi nóg samt. Hann stakk skýrslu sinni í skjalatösku og ók til aðalstöðva Heydrich við Prins Albrechtstræti. Skyldu þeir álíta að aðgerðirnar hafi gersamlega misheppnazt, spurði Naujocks sjálfan sig á leiðinni. Skyldi dómurinn þegar vera uppkveðinn? Heydrich var ískyggilega glaðlegur. Hann var í nýstrokn- um einkennisbúningi, nýrakað- ur og angandi af andlitssmyrzl- um. Hann reis úr sæti sínu, þeg- ar Naujocks kom inn, og rétti honum höndina. ,,Ég óska þér til hamingju," sagði hann. „Heyrðist útvarpsræðan?" spurði Naujocks hikandi. „Nei, og það olli dálítilli ringulreið í Breslau og Berlín,“ svaraði Heydrich. En við höfðum sent fréttaritara frá „Voelkisch er Beobachter" til Gleiwitz, og hann náði þar í rosafréttir. Einn af pólsku árásarföntunum var skotinn til bana í átökunum á dyraþrepum útvarpsstöðvarinn- ar, en hinir hundarnir komust undan. Það koma myndir í dag- blöðunum þessu til sönnunar. Þýzka þjóðin hefur gripið til vopna, og þolinmæði foringjans er á þrotum. Ef þú getur haldið þér vakandi til klukkan tíu í kvöld, geturðu heyrt hann á- varpa ríkisþingið í tilefni þessa atburðar. f dag er 1. september 1939, kæri Naujocks, og þessa dags verður lengi minnzt í sög- unni.“ Canaris aðmíráll var á ann- arri skoðun. „f dag verður dauðadómurinn yfir Þýzkalandi uppkveðinn," sagði hann við einn vina sinna. Stórblaðið „New York Times“, og önnur blöð í Bandaríkjunum birtu fréttirnar af árás Pólverja á útvarpsstöðina í Gleiwitz. Ribbentrop hélt ræðu, þar sem hann fordæmdi árásina og eins gerði barón Ernst von Weizac- ker, æðsti maður þýzku utan- ríkisþ j ónustunnar, heiðarlegasti maður, sem átt hefði að vita bet- ur. Weizacher sendi öllum sendiráðum þriðja ríkisins svo- hljóðandi skeyti. „Þýzki herinn hefur í dag gripið til vopna gegn árásum Pólverja. Þessa ráðstöf- un ber að svo stöddu ekki að álíta styrjöld, heldur eingöngu sem varnarviðbrögð, sem Pól- verjar sjálfir hafa neytt oss til með árásum sínum og ögrun- um.“ Og loks kom meistaralygar- inn sjálfur að hljóðnemanum. Hitler þrumaði yfir hinni þýzku þjóð, sem að undanförnu hafði sýnt og sannað, að hún væri gædd hæfileikum til að gleypa við hverri þeirri lygi, sem borin var á borð fyrir hana: „Þá er ég ranglega dæmdur, ef friðar- ást mín og langlundargeð er túlkað sem hugleysi og veik- lyndi . . . Nú hefur það gerzt í fyrsta sinni, að pólskir hermenn hafa skotið á oss innan vorra eigin landamæra. Síðan klukkan 5:45 síðastliðna nótt höfum vér svarað skothríð þeirra með skot- hríð, og uppfrá þessari stundu munum vér svara sprengjuárás- um þeirra með sprengjuárás- um.“ Pólverjar neituðu því harð- lega að um nokkrar árásir af þeirra hálfu væri að ræða, en neitun þeirra var kæfð með mótmælum, yfirlýsingum, við- vörunum og hernaðarlegum hót- unum. Hinar fáliðuðu landa- mæravarðsveitir þeirra máttu ekkert viðnám veita hinni hörðu leiftursókn þýzka hersins. Hið pólska riddaralið snerist af fá- dæma hugprýði til gagnsóknar felldum lensum, en þýzku skrið- drekaskytturnar skutu fæturna undan hestum þeirra. Þýzki flugherinn lagði Varsjá í rústir. En í Berlín sjálfri var allt ó- venjulega kyrrt og hljótt ■— engar mótmælaaðgerðir eða kröfugöngur, enginn lúðraþytur. Það var gersamlega ólíkt því, sem þar var um að vera árið 1914. Þeir voru níu talsins, sem höfðu á hendi aðalhlutverkin í þeim dularfulla örlaagleik, sem settur var á svið í Gleiwitz — Reinhard Heydrich, Heinrich Múller, Alfred Naujocks og sex liðsmenn hans. Af þeim sex liðs- mönnum hans varð ekki lengri saga. Við réttarhöldin í Núrn- berg lýsti Lahousen hershöfðingi PIPARKVÖRNIN GEFUR BETRA BRAGÐ... LILLU KRYDD ER ÁVALT BEZT #EFNAGERÐ REVKJAVÍKUR H.F.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.