Vikan


Vikan - 24.10.1963, Blaðsíða 46

Vikan - 24.10.1963, Blaðsíða 46
> yfir því, að þeim hefði eiginlega verið rutt úr vegi. Heydrich var myrtur. Hann hafði verið útnefndur „verndari Bæheims og Moravíu", og þann 29. maí ók hann, eins og svo oft áður, í sportbíl sínum frá sveitasetrinu, þar sem hann bjó, til aðalstöðva sinna í Prag. Tveir tékkneskir meðlimir leyni- þjónustunnar brezku vörpuðu handsprengjum inn í bíl hans, sem særðu hann hættulega, sködduðu meðal annars rriænuna og lézt hann eftir fimm sólar- hringa þjáningar og harmkvæli. Þýzku nazistarnir afmáðu þorp- ið Lidici og' tóku alla íbúa þess af lífi til hefnda fyrir morð þetta. Örlög Miillers urðu með furðu- legustu leyndardómum eftir- stríðsáranna. Vitað er að hann var í neðanjarðarbyrginu hjá Hitler þegar Berlín féll. Senni- lega hefur hann fallið í hendur Rússum, þó að þeir hafi aldrei látið uppskátt neitt um það. Þær fréttir hafa síazt út, að hann hafi snúizt til fylgis við þá rúss- nesku. Óg varla verður efazt um að þessi fyrrverandi. lögreglu- þjónn og yfirmaður Gestapó hafi reynzt rússneskum starfs- bræðrum sínum drjúgur liðs- auki. Alfred Naujocks átti eftir að vinna marga furðulega og djarfa dáð í þeim mikla hildar- leik, sem hann hafði sjálfur — að vísu sem verkfæri annarra — hrundið af stað. Hann var til dæmis aðalmaðurinn og for- sprakkinn í „Venlo“-ævintýrinu svonefnda, árið 1939, þegar styrjöldin hét ekki enn styrjöld, eða áður en þýzki herinn réðist inn í Niðurlönd. Þýzka leýni- þjónustan hafði orðið þess vís- ari, að tveir foringjar úr brezku leyniþjónustunni voru að störf- um í Hcllandi, sem þá var enn hlutlaust, og höfðu aðsetur í borginni Venlo. Naujocks fór inn yfir landamærin ásamt sveit dulbúinna stormsveitamanna, og nam báða foringjana á brott. Nokkru seinna slettist eitt- hvað upp í vinskapinn miíli hans og Heydrich, sem sendi hann þá til rússnesku vígstöðv- anna, og er þess. ekki getið, að hann bæði hann aftúr koma. En Naujocks var ekki ætlað að bera þar beinin;. hann særðist að vísu, eii sár hans greru, og árið 1944 gaf hann sig sjálfur fram við Bandaríkjámenn. Hann sat nú um hríð í varðhaldi, en undi því ekki til lengdar, komst und- an ,og fór huldu höfði um langt gkeið, en biaðamenn gerðu sér engu minni mat úr feluleik hans en Adolfs Eichmanns. í hinni miklu bók sinni, „Þriðja rikið,“ tekur William L. Shirer það fram, að þegar sú bók sé rituð, eða árið 1959, viti eng- inn enn hvar Naujocks sé niður kominn. Prófessor Gerald Reitlinger gerir örlög og afdrif Naujocks einnig að umtalsefni í bók sinni um stormsveitirnar þýzku. „í rauninni var Naujocks enn meiri ofurhugi og garpur en &lcorzeny“ segir hann, ,,og væru endurminn- ingar hans gefnar út, t. d. í Bu- enos Aires, vrðu þær sagnfræð- inni áreiðanlega mikill fengur.“ En þarna fór eins og fer á síundum, veruleikinn var í raun- inni svo hversdagslegur, að eng- inn lét sér slíkt til hugar koma. Naujocks breyttist smám .saman í skugga af sjálfum sér, það var allt. og sumt. Hann hafði ekki myrt Gyðinga, og var því ekki á lista þeirra yfir stríðsglæpá- menn, og þó að hann hefði gerzt sekur um eitt og annað, kærði enginn sig sérstaklega um að hafa hendur í hári hans. Hann dvaldist árum saman í Suður- Ameríku og féll í gleymsku. Nú er hann kominn yfir sextugt og bláfátækur. Fyrir nokkrum árum gaf hann þýzkum blaðamanni einkarétt til áð skrá ævisögu sína, en sjálfum segist honum svo frá í forspjalli að henni: „Eins og stendur berst ég í bökk- um... ég kann ekki til neins, og verð því utangátta á friðartím- um“. Þau urðu örlög þess manns, sem hratt af stað siðari heims- styrjöldinni úr STÚLKAN, SEM VILDI EKKI DEYJA FKAMHALD AF BLS. 23. Hann tók regnblautt vegakort upp úr innri vasanum, breiddi úr því á hnjám sér og athugaði það nákvæmlega í skininu frá ljósunum í mælaborðinu. — Ég heiti Lísa, sagði hún. — Það getur verið að vegur- inn sé lokaður þar sem fimmtíu- og-nían og tían koma saman,“ sagði hann. — Ég vil því helzt sneiða hjá vegamótunum. — Ég kom þá ‘ leiðina, sagði Lísa. — Það var engin hindrun þar þá. — Nei, nú ... Hann þagnaði og kveikti sér í vindlingi. Það furðulega vár að hann trúði henni. Hún þyrði ekki að Ijúga í þessari aðstöðu, því ef hún lygi og þau rækjust á veghindrun, þá myndi hann skjóta hana. Og hún vildi ekki deyja. Að lifa var það eina, sem hún hafði áhuga á. Hann fór að draga ýsur. Hvað eftri annað féll höfuð hans niður á bringu. -—Þú hlýtur að véra hræðilega þreyttur, sagði hún. — Þú hlýt- ur að vera búinn að ganga óskap- lega lengi. — Já. — Þú hefur líka áreiðanlega misst heilmikið blóð. Hann leit á sjálflýsaiidi úr- skífuna í mælaborðinú. Tiu mín- útur yfir tólf. Vægur verkur tók að læðast frá handleggnum upp í gegnum öxlina og niður í brjóstið vinstra megin. Hann hristi. af sér doðann og horfði beint framundan meðan hann dró fram skammbyssuna. En hún hafði haft- rétt fyrir sér. Vegurinn vár ekki lokaður. Hann varð snögglega gripinn háskalegu magnleysi, þegar hann sá að vegamótin voru al- gerlaga auð. Þvert á móti betri vitund fann hann til rósemdar og öryggis. Þreytan gerði augna- lok hans blýþung. Hann geisp- aði ... Hann rétti hastarlega úr sér þegar hann fann skammbyssuna renna úr greipinni. Hann var allt í einu glaðvakandi á ný. Lísa ók hægt og af öryggi og gaf honum auga við og við. Hann þóttist sjá vott aí ögrun í augnaráði hennar. Þau óku gegnuin litla borg. Nokkur neonljos flögruðu hjá. Svo komu þau út á gjaldfrjálsan veg og námu staðar við eftir- litsstöðina. Hún tók fram stimp- ilkortið. Hún hefði getað hleypt ein- hverjum djöfuldómi af stað, hugsaði hann þreyttur. Hún hefði getað ekið á ljósastaur eða útstillingarglugga eða kallað á löggu þegar við ókum í gegnum borgina. En hún hafði ekki gert það, því að hún vildi ekki deyja núna. Hvenær sem væri seinna meir, — en ekki núna. Hann þurfti ekki um annað að hugsa en að halda sér vak- andi. Hann skrúfaði niður rúð- úna og lét hið kalda og raka loft leika um andlitið. Það var heitt í bílnum. Ilmurinn frá henni verkaði eins og svefnmeð- al. Hin hæga, jafna ferð bílsins var einnig svæfandi. Hann fór aftur að draga ýsur. Hún gerði honum í sannleika sagt stóran greiða með því að aka. — Þú verður að halda þér vakandi, eða hvað? spurði hún. — Jú. —- Vegna þess að þú treystir mér ekki. En það er auðvitað meira en hægt er að búast við. — Einmitt. Að minnsta kosti þori ég ekki að treysta þér. — Það er glas með hressing- arpillum í hólfinu í mælaborð- inu, sagði hún. ■— Fáðu þér bara af þeim. Ég þarf engar. Hún hló lítið eitt. Ég hefi aldrei á ævinni verið betur vakandi! Hann opnaði hólfið og tók fram lítið, brúnt glas. Það var enginn miði á því. Hann lagði það aftur inn í hólfið. — Þetta geta alveg eins verið svefnpillur, sagði hann. — Ég skal taka nokkrar, sagði hún. — Ég skal sanna að þær eru ekki svefnpillur. — Það eru bara fimm eftir. Sértu vön að taka svefnpillur, geturðu gleypt helmingi fleiri og haldið þér þó vakandi. Bíllinn hélt áfram á jafnri, svæfandi ferð. Hann dró ýsur á nýjan leik. Öðru hvoru rykkti hanr. upp höfðinu og nuddaði á sér augun. Honum tókst að greiná vega- skilti nokkurt. — Beygðu út á næstu þver- götu, sagði hann. — Út á gamla aðalveginn. — Þessi hérna er mikið betri. — Þú heyrðir hvað ég sagði — beygðu! Þá get ég frekar háldið mér vakandi. Hún gerði sem hann bað. Þetta var mjór vegur iheð mörg- um beygjum og ekki sérstaklega góður. Skaksturinn, hemlanirn- ar og hinar stöðugu. beygjur drógu töluvert úr syfju Bardons. UKfGFRÚ YNDISFRÍÐ býður yður hið landsþekkta konfekt frá N Ó A. H VAR PaS er alltaf saml Iclkurlnn i hcnnt Ynd- isfriS okkar. Ilún hcfur fallS örklna hans N6a einhvers staSar I hlaSinu og heitlr góSum verSIaunum handa þeim, sem getur fundlS örkina. VerSlaunin eru stór kon- fektkassl, fullur af hezta konfekti, og framleiSandlnn er au.SvltaS SælgætlsgerS- ln Nði. Nafn HelmlU Örkln er & hls. SiSast er dreglS var hlaut verSlaunln: Svanhvít S. Ólafsdóttir, Grundargerði 6, Rvík. Vinningánna má vltja á skrifstofu Vikunnar. jig — VIKAN 43. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.