Vikan


Vikan - 24.10.1963, Blaðsíða 47

Vikan - 24.10.1963, Blaðsíða 47
Hvort sem eldhúsinnréttingin er úr harðviði eða máluð fara WESLOCK skápahandföngin bezt við. Þér getið valið úr 80 gerðum og litum. Hvers- vegna ekki það bezta og fallegasta? WESLOCK BER AF - VELJIÐ Umboðsmenn á íslandi: K. Þorsteinsson & Co., Reykjavík. Þau fóru fram hjá néonskilti: Draumahótelið — herbergi til leigu. Þa'ð dró úr ferð bílsins næst- um án þess að hann tæki eftir þvi, meðan Lisa virti skiltin fyr- ir sér. Haka hans seig niður á brjóst- ið. Hann beit saman tönnunum og tók fast í særða handlegginn. Sársaukinn kom að góðu haldi. — Finnurðu mikið til? spurði hún. •—■ Ég á við hvort þér sé að versna? — Það væri sjálfsagt ekki að undra, svaraði hann. — Það hefur kannski ko^iið illt í það. Þú ættir að stanza og gera eitthvað í því. — Á morgun kemst ég á stað, þar sem ég fæ umhirðu. •— En það væri skynsamlegra að stanza á hóteli, hélt hún áfram. — Bara stutta stund — hvíla sig svolítið, binda um sárið? ■— Nei, ekki mæli ég með því, sagði hann og fann um leið til ertandi tilfinningar fyrir því, að hann hefði heyrt einhverskonar ögrun 1 rödd hennar. Var henni virkilega alvara með það ... ? Nei, sagði hann við sjálfan sig, hún vill bara halda lífinu svo lengi sem mögulegt er — annað er það ekki. Og ef hún á meðan kæmi honum inn í drauma- landið ... Tala. Tala hátt. Það gæti hald- ið honum uppi. — En um hvað á ég að tala? spurði hann allt í einu, laut fram og starði út í blautt myrkrið. Hún virtist íhuga spurningu hans. Síðan mælti hún: — Hvernig var það eiginlega? — í fangelsinu, átt þú við? Svo sem nógu gott ef maður tek- ur 'öryggi fram yfir allt annað. Það gera margir. Þarna vilja þeir vera. Þeir biðja um að fá að vera lengur. Einn þeirra, sem strauk um leið og ég, gerði það bara til að fá vistina framlengda. Einn, sem var búinn með dóm- inn, bað um að fá aftur sama starf og sama klefa, þegar hann kæmi inn næst. Annar hafði reiknað út hvar hann skyldi brjóta af sér, þegar honum yrði sleppt, svo að sami dómari og síðast dæmdi hánn. Hann þagnaði og dró andann. ■— En hvernig er þá með þig sjálfan? spurði hún. — Fyrir mig var það í fyrsta og síðasta sinn, sagði Bardon. — Heldur skal ég deyja en að fara þangað einu sinni enn. Hann þagði um stund, fór að draga ýsur og hristi af sér doð- ann. — Nei, sagði hann. — Nú veit ég ekki hvað segja skal. — Um sjálfan þig, sagði hún. — Segðu mér eitthvað um þig sjálfan, Ray. Hvernig var það þegar þú varst lítill? Han fór að hlæja, en fann til undarlegra þrengsla í hálsinum og sem snöggvast sá hann fyrir sér dálítið, sem hann aldrei hafði séð fyrr, jafnvel ekki hugsað um -— lítinn dreng sem hét Ray og sem kom honum nú harla ókunnuglega fyrir sjónir. Lítinn strák sem hló að trúð á sirkus, sparkaði í bolta í döggvotu grasi, fékk sér bað í gamalli myllu- tjörn ... Hann kom við örið á hökunni. Hann hafði fengið það þegar hann hrasaði um trjástofn, þá níu ára gamall. Svo heyrði hann sig taka til máls að nýju. Það var ekki eins og hann talaði við sjálfan sig eða við nokkurn, sem hann þekkti — það var frekar eins og einhver annar væri að tala við hann. Um bernskuna í sveit- inni, um foreldra sem rifust, um eldri bróður, sem strauk og skrif- aði heim frá stöðum,. sem komu ímyndunarafiinu á hreyfingu, um skilnað foreldranna, hvernig hann flutti til borgarinnar með móður sinni, hvernig hann gerð- ist meðlimur í óaldarflokk stráka, um stríðið, manndráp- ið, heimfararleyfið, verkstæðið, hans eigið fyrirtæki. —■ Hvernig fór það svo? heyrði hann hana spyrja. -—• Hvernig byrjaði það? — Ég var með verkstæðið og það borgaði sig þokkalega, en það var mikið að gera og ég skildi fljótt, að með því möti yrði ég að strita eins og klár alla ævina án þess að komast lengra. Eitt kvöldið komu svo tveir náungar og reyndu að ræna mig. Ég var með skamm- byssu á hillunni undir peninga- kassanum og skaut þá báða. Þannig byrjaði það . .. — Uæti ég fengið að líta á ökuskírteinið? — Að sjálfsögðu. Þetta var eins og martröð. Lögréglumennirnir skálmuðu kringum bílinn. Annar virtist minnst tveir metrar á hæð í svörtum, regngljáandi olíu- stakknum. Hann laut áfram og horfði á Bardon gegnum rúð- una. Bardon reyndi að lyfta skamm- byssunni. Hún vó að minnsta kosti hundrað kíló og hann gat sig hvergi hrært. Ekki hreyft minnsta fingur. Þögult öskur brauzt fram hið innra með honum. Hann hrökk við og hóf upp skammbyssuna. Bíllinn var aftur á hreyfingu. Myrkur á báðar hendur. Hann litaðist um. Lögreglubílafnir tveir stóðu kyrrir og rauð aftur- ljósin giottu gegnum régnið. Þeir voru að baki og hann hafði sofnað. Hún hefði getað komið upp um harin — en þó héldu þau enn áfram ferðinni. — Hvers vegna gerðir þú þetta? hvíslaði hann. •—• Ég veit ekki, sagði hún lágt. — Segðu mér meira um þig sjálfan. Segðu mér hvernig það gekk til á eftir. — Á eftir? — Eftir að þessir tveir reyndu að ræna þig. — Þá fór ég að færa út kví- arnar. — Geðjaðist þér kannski vel að því að drepa? — Nei, en það skipti mig engu máli. Og það varð auðveld- ara og auðveldara. Hann fann að rödd, hugsun, vilji, allt þetta hvarf honum og hann hné uþp að sætisbakinu. Nú var hann næstum liðinn út af, þrátt fyrir allt sem hann gerði til að afstýra því. Hann hafði ekki sofið í þrjú dægur, sú var skýringin. Hann var bein- línis búinn að vera — gat ekki meira. En hún hefði getað losnað við hann og látið lögguna annast afganginn. Hún hafði vitað að hann svaf. . Hann þreifaði inn í hólfið í mælaborðinu. Honum 'tókst að skrúfa lokið af glasinu og gleypa tvær pillur. Kannski voru það ekki hressingarpillur. Þetta var undarlegt — hann tók þær inn til að halda sér. vakandi, þar sem hann treysti henni ekki, en samt trúði hann þeim orðum hennar að þetta væru hressing- arpillur, en ekki svefnpillur eða eitur ... Höfuð hans rykktist frá bring- unni. Bíllinn hafði numið staðar. Regnið féll mjúklega á þakið og í vitum hans var hin hlýja, dásamlega þefjan af ilmvatni og púðri. Á vegg til hægri gat að líta: Hótel — Herbergi til leigu. Hún sat og reykti vindling og horfði á hann. Hún var syfju- VIKAN 43. tbl. — 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.