Vikan


Vikan - 24.10.1963, Blaðsíða 48

Vikan - 24.10.1963, Blaðsíða 48
FYRIR ÞVÍ ÚRSKURÐAST Svar við: HVERNIG DÆMIR ÞÚ? á bLs 51. í lögum um skipulag fólksflutninga með bifreiðum frá 1956 segir m. a.: „Engum er heimilt að hafa með höndum fólks- flutninga með bifreiðum, sem stærri séu en svo, að þær rúmi átta farþega, nema hann hafi til þess sérleyfi frá ríkisstjórn- inni“. Það er greinilegt, að ákvæði þetta leggur bann við því, að aðrir en sérleyfishafinn geri sér atvinnu að fólksflutning- um á sérleyfisleið. Hitt getur orkað tvímælis, hvort ákvæðið verði túlkað á þann veg, að í því felist einnig bann við flutn- ingi á mönnum á sérleyfisleið, enda þótt sá flutningur fari fram án endurgialds. Greinargerðir fyrir frumvörpum til laga um skipulag fólks- flutninga með bifreiðum, svo og umræður á Alþingi um það efni, benda fremur í þá átt, að bannið eigi aðeins við fólks- flutninga í atvinnuskyni. Þessari skoðun til stuðnings má og benda á, að í lögunum er talað um að selja einstök sæti í bifreiðum, svo og um sérleyfisgjald af andvirði afhentra miða. Með tillit til þessara vafaatriða er alla vega ljóst, að ekki er fyrir hendi nægilega skýr heimild í lögum til að refsa fyrir endurgjaldslausan fólksflutning á sérleyfisleiðum. I refsimál- um á allur vafi að koma sökunaut í hag (In dubio pro reo). Á þetta bæði við um vafa á sönnunaratriðum máls og vafa- atriði varðandi refsiheimildir í lögum. Fyrir þessari skoðun er dómur Hæstaréttar. Með tilvísun til framanritaðs verður Jón Jónsson sýkn saka. Ályktunarorð: JÓN JÓNSSON SKAL SÝKN VERA. J. P. E. leg í framan. — Hefurðu sofið vel? spurði hún. Hann hugleiddi hve langt þau hefðu farið síðan hann tók pill- urnar. En svefnpillur gátu það varla hafa verið, því þá væri hann ennþá sofandi. Kannski gæti hann treyst henni, þrátt fyrir allt ... — Ég beið þess að þú vakn- aðir til að vita, hvort þú vildir gista hérna, sagði hún. Ennþá einu sinni þóttist hann heyra dulda ögrun í rödd henn- ar. Og þrátt fyrir þreytuna gat hann leitt sér fyrir sjónir mjúka sæng í hlýju rúmi. — Ég get skrifað okkur inn, Ray, sagði hún með sömu ögrun í röddinni. Hann nuddaði augun. Hann fann til verkjar í hnakkanum, eins og hann væri stunginn með títuprjónum. Hann héldi þetta ekki út hvort sem væri, ef þau héldu áfram. Og ef hún hugsaði ekki um annað en halda lífinu, hvers vegna var hún þá ekki fyrir löngu búin að afhenda hann lögreglunni? Sængin var mjúk. Hann var nærri sofnaður jafnskjótt og hann lagðist niður. Hún hjálp- aði honum úr skónum. Hún hjálpaði honum að setjast upp og færði hann úr frakkanum. Hún lagði frakkann á stól við hliðina á rúminu. Hún fór úr regnkápunni. Búningur hennar var óbrotinn, féll þétt að líkama hennar og leiddi vöxtinn ágæt- lega í ljós, og þegar hún settist á rúmið við hlið hans, lifnaði hann við þrátt fyrir það, hve takmarkalaust þreyttur hann var. — Hvers vegna? spurði hann einu sinni enn. — Ég botna hvorki upp né niður. -— Lofaðu mér nú að segja þér frá mér, Ray, sagði hún. — Ég var sextán ára þegar ég gifti mig og það hjónaband varð mjög óhamingjusamt. Það var erfiður tími og ég var mörg ár að kom- ast yfir það. Og svo hitti ég Fred. Það var dásamlegt, og ég skal ekki reyna að útskýra hversu dásamlegt það var, því ég held ég gæti það ekki, þótt ég vildi. Við vorum svo hamingju- söm, Ray. Kannski hefur þú aldrei kynnzt neinu slíku. Sjálf fæ ég það aldrei framar heldur. Hann sneri höfðinu. Skamm- byssunni hans var miðað á hann. Hlaupið var aðeins nokkra senti- metra frá munni hans. — Strákurinn á benzínstöð- inni, sagði hún og beygði sig nær honum, — hann var Fred. Hann Freddi minn. Auðvitað, hugsaði hann syfj- aður. Það hefði hann mátt vita. Freddi bíllaus, lyklalaus. Hún hafði komið til að sækja hann. Hann reyndi að hreyfa sig, en vissi að hann gat það ekki. — Hvers vegna léztu þá ekki lögguna taka mig? — Heldurðu að ég kæri mig um að láta þeim það eftir? Hún brosti um leið og hún þrýsti á gikkinn. * VETRARTÍZKAN FRAMHALD AF BLS. 27. Helztu litirnir eru: GOLDEN FROST, CORAL og ORANGE. Hárið á að vera ótúberað og passíusítt. Kápurnar eiga að vera úr grófum efnum (svo sem tveed). Og eru þær bæði einhepptar og tvíhnepptar í ár. Klaufir eru enn móðins og einkum ef þær eru látnar ná upp að mjöðmum að aftan og binda svo skinn- belti eða kúlubelti yfir mjaðm- irnar. Helztu sniðin eru her- mannafrakkasnið, innskorið er ennþá í tízku og slár jafnvel líka. Kragarnir eru svona upp og niður, þó ber helzt á hornkrög- um sem enda í löngum spíss. Kjólarnir eru mikið flegnir, hálsmálið að aftan á að mynda U-línu en V-línan kvað vera kom- in úr tízku. Samkvæmiskjólar eru mikið hafðir með slám og þá helzt skreyttir með handverki að neðan. Pilsin eru annað hvort bein eða örlítið útsniðin, síddin er smekks- atriði. Mittislínan á að koma neðan frá brjóstum. Gróft ofnir eftirmiðdagskjólar, pils og sokk- ar úr molskinni eru mjög mikið í tízku hjá ungum stúlkum. Peysurnar eiga að ná hátt upp á háls og vera í dökkum litum. Blússurnar eru mikið hafðar með pokaermum og röð af rykktum pífum undir brjóstunum. Helztu efnin eru nylon, chiffon og glitefni í kjólum, en gróf efni í kápum. f drögtum og pilsum er helzt í tízku molskinn og alls konar gróf efni. Allir litir eru í tízku þetta ár, en hér á landi er svartur litur mjög í tízku í ár. Enda er hann sígildur. TILHUGALÍF FRAMHALD AF BLS. 11. þeim. Út komu tveir ungir menn, glaðir og gjörvulegir, en sá þriðji sat við stýrið. Spurðu piltar þessir kurteislega hvort þeir gætu ekki gert eitthvað fyr'r stúlkurnar, til dæmis ekið þeim dálítinn spotta, og auðvitað hvert sem þær vildu? Þær sögðu sem var að þær hefðu verið að leita að ferða- félaga sínum, er horfið hefði eitthvað út í buskann, en væru nú á leið aftur til tjalds síns niðri í skóginum. Ungu mennirnir spurðu þá hvernig sá, er þær leituðu, liti út. Og er þær höfðu lýst hönum nákvæmlega, litu piltarnir hvor á annan og kinkuðu kolli. Því næst mælti annar þeirra: „Við höldum til á bæ héma hinum megin í dalnum, en skruppum niður í skóginn til að kaupa okk- ur ýmislegt. Og áðan, þegar við vorum að fara framhjá Hálsi, sáum við þar mann, sem þessi lýsing ykkar passaði alveg á: hann var að ganga heim á prests- setrið. Viljið þið nú ekki bara aka með okkur þangað, og ganga úr skugga um hvort hann er þar, en síðan skulum við aka ykkur niður í skóginn aftur — það er alveg hjartanlega vel- komið.“ Ása Sigurlinnadóttir horfði rannsakandi á mennina, en ein- lægnin virtist skína út úr svip þeirra, og hún gat ekki annað en trúað því, sem þeir sögðu. Heldur þótti henni samt undar- legt að Herjólfur B. Hansson hefði leitað heim á prestssetrið, því að allt sem kirkjunni við- veik virtist hann beinlínis hata. Reyndar gat verið að klerkurinn á Hálsi væri skólabróðir hans eða vinur fyrir því — og það var svo sem ekki nema gaman að skreppa þangað. „Jæja þá,“ svaraði hún hikandi. „Ætli við þiggjum ekki þetta boð.“ En Lóa Dalberg maldaði í mó- inn: „Aldrei trúi ég því, að hann Herri sér að heimsækja presta — þið eruð líklega bara að plata okkur?“ Piltarnir litu aftur snöggt hvor á annan, en síðan mælti sá, er áður hafði haft orð fyrir þeim: „Þá það, við getum ekki betur boðið, okkur langaði bara til að hjálpa ykkur.“ „Við skulum fara með þeim að Hálsi,“ sagði Ása. Það varð úr, að þær fóru upp í bílinn; settist Ása aftur í milli ungu mannanna tveggja en Lóa framí, hjá þeim sem bílnum stýrði. Var nú haldið af stað og þegar sett á fleygiferð. Framhjá Hálsi MANADAR- RITID í hverjum mánuði. — VIKAN 43. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.