Vikan


Vikan - 24.10.1963, Blaðsíða 49

Vikan - 24.10.1963, Blaðsíða 49
í Fnjóskadal fóru þau á 90 kíló- metra hraða. „Er ekki þetta prestssetrið,“ spurði Ása Sigurlinnadóttir. „Nei, nei, þetta er ekki prests- setrið!“ sögðu báðir piltarnir í einu; annar þeirra hló meinfýsn- islega. „Víst er þetta Háls!“ sagði Lóa Dalberg og þreif í öxlina á bílstjóranum. „Stanzaðu maður, heyrirðu það, stanzaðu strax!“ Þó hlógu allir ungu mennirnir. „Látið þið nú ekki svona,“ sagði sá er við stýrið sat, dimmri röddu. „Við ætlum að aka ykkur svolítið út í sumradýrðina, og svo stoppum við á fallegum stað og röbbum saman.“ „Nei, viljið þið gera svo vel að stoppa strax!“ sagði Ása. Þá tók annar pilturinn um axl- ir hennar og ætlaði að þröngva henni til að kyssa sig. í sama bili sparkaði Lóa Dalberg í mjóa- legginn á bílstjóranum með odd- mjórri skótá sinni og þreif um leið í stýrið. Þau voru stödd á sendnu holti og bíllinn þaut út af veginum, tók langan sveig eftir holtinu og staðnæmdist loks í lyngþýfi við jaðar þess. Bílstjórinn veinaði, því að aftur kom skótáin á Lóu í fótinn á honum, en vein hans varð að hásu korri, er hún sló hann með handarjaðrinum á hálsinn. Síð- an þaut hún út og opnaði aftur- hurðina. Hún náði í höndina á vinkonu sinni og reif hana til sín svo snögglega að piltarnir, er sátu báðum megin við hana fengu ekki ráðrúm til að halda aftur af henni. Þær voru báðar komnar út áður en þeir áttuðu sig og Lóa stóð með steinhnull- ung í hendinni, tilbúin að kasta honum. „Ef þið dirfizt að elta okkur þá rotum við ykkur með grjóti!" sagði hún hvössum rómi. Það kom hik á ungu mennina og nokkur töf varð á því að þeir kæmu út á eftir stúlkunum. Og er þeir loks ætluðu að fara að láta til skarar skríða, komu tveir bílar að norðan og stúlkurnar hlupu í veg fyrir þá. Þótti þá ungu mönnunum ekki lengur til setunnar boðið og óku á brott sem mest þeir máttu. Nú stóð svo illa á að báðir þessir bílar voru fullir af fólki en annar bílstjórinn lofaði því, að hann skyldi leita uppi ferða- félaga stúlknanna í Vaglaskógi og segja þeim hvar þær væru niður komnar. XIX. Sigtryggur Háfells hámaði í sig nokkur egg og eitthvað af dósamat. Síðan beið hann rösk- an hálftíma eftir því að einhver af leitarmönnunum kæmi til baka, en því næst fór hann inn í tjald og lagði sig til svefns. Um hádegisbilið vaknaði hann, leit á klukkuna og bölvaði hressilega. Enn var hann einn á tjaldstaðnum. „Skárra er það andskotans standið!“ sagði hann loks, snéri sér á hina hliðina og sofnaði aftur. Klukkan var langt gengin eitt þegar Árni bílstjóri og Bergur garðyrkjumaður komu með sál- fræðinginn. Kaupsýslumaðurinn var hinn versti: „Af hverju voruð þið að draga þennan gemling hingað?" sagði hann úrillur. „Hvers vegna stunguð þið honum ekki bara í ána — eða var hvergi nógu djúpur hylur til að drekkja skepnunni?" En því næst tók hann flösku undan koddanum sínum og rétti Herjólfi B. Hans- syni. „Jæja, kall minn, þú ert leiðindagosi, en samt ertu gest- ur minn og fáðu þér einn!“ Sálfræðingurinn var bölvan- lega á sig kominn, fölur í framan og skjálfhentur; hann tók fegins hendi við flöskunni, setti hana á munn sér og teygaði. Síðan stóð hann nokkra stund og taut- aði blótsyrði milli tanna sér, en sagði því næst: „Hvað ertu að rífa kjaft, afmánin þín — jæja, afbragðs góður vert, það ertu!“ „Hvar funduð þið kauða?“ spurði kaupsýslumaðurinn. ,'Hann var í tjaldi uppi undir Vöglum, með miðaldra kven- manni, sem sagðist eiga hann — hún var blindfull skilurðu! En við höfðum engar vöflur á því, tókum hann bara og fórum með hann; hann bölvaði svolítið og brúkaði kjaft, á meðan við vorum að fara út úr tjaldinu, en á eftir sagðist hann vera guðs- feginn að við hefðum komið. Og farið þið bara með mig, og látið ekki helvítis kellinguna ná í mig aftur!“ „Var það hún Beta?“ spurði Sigtryggur Háfells. „Éttu hund!“ sagði sálfræð- ingurinn. „Ja, Elisabet sagðist hún heita að minnsta kosti,“ sagði Ámi bílstjóri. „Hún var hreint ekk- ert blávatn, í rauninni allra huggulegasti kvenmaður ef satt skal segja, en bannsettur varg- ur. Hún sagði rétt si sona við mig, að ef við værum að tæla hann Herjólf sinn frá sér, þá skyldi hún bæði skjóta okkur og skera áður en yfir lyki.“ Sigtryggur Háfells hristi höf- uðið. „Ja, hver fjandinn," sagði hann. „Ætli það sé ekki bezt að þið takið niður tjöldin drengir og við reynum að flytja okkur eitthvað — en fyrst verðum við auðvitað að finna stelpurnar!“ Þeir voru nýbúnir að koma öllu fyrir í bílnum, þegar vin- gjarnlegur maður kom til þeirra og spurði, hvort hann hefði þan heiður að tala við Sigtrygg Háfells stórkaupmann. Um það leyti var kaupsýslumaðurinn kominn í heldur slæmt skap og nennti ekki að sinna neinum kurteisisvenjum: „Hvern fjár- ann vilt þú?“ spurði hann frem- ur hvatskeytslega. „Ef þér eruð Sigtryggur Há- fells,“ sagði maðurinn dálítið penpíulega, „þá á ég að segja yð- ur það, að stúlkurnar, sem eru með ykkur í ferðinni, sitja norð- ur undir Ljósavatnsskarði, og bíða þess að þið sækið þær þang- að. Þær sögðu að einhverjir dón- ar hefðu lokkað þær upp í bíl, undir fölskum forsendum auð- vitað, og ekið þeim þangað, og að þeim hefði tekizt með herkjubrögðum að komast frá þessum leiðindamönnum. ■— Jæja, herra minn, nú bið ég yð- ur afsökunar, og vona að þér hafið skilið það, sem ég var að segja?“ Kaupsýslumaðurinn setti í brúnirnar. „Hvaða vitleysu ertu að segja maður — stúlkurnar okkar komnar norður undir Ljósavantsskarð? — Varst það þú, sem ferjaðir þær þangað, eða hvað?“ „Nei, nei, það hefði mér aldrei dottið í hug, ég er ekki slíkur dóni að ég fari með stúlkur eitt- hvert sem þær langar ekki til að fara,“ sagði maðurinn. „Það kæmi mér aldrei til hugar.“ Kaupsýslumaðurinn vildi vita vissu sína um þessa hluti og gekk því til sendimannsins, held- ur hvassbrýndur, en sá vék und- an að bíl, sem þar stóð í ná- grenninu. „Ætlarðu mannkerti að segja mér að einhverjar bull- ur hafi tekið stúlkurnar okkar upp í bíl og farið með þær nauð- ugar norður í Ljósavatnsskarð?" sagði hann og lét enn brúnir síga. En er hann nálgaðist bílinn opnaðist hurðin og út kom kven- maður — ljóshærð kona og held- ur umfangsmikil. Sendimaður flýði á bak við hana og smeygði sér inn í bifreiðina, en konan gekk til móts við Sigtrygg Há fells og spurði hvað honum væri á höndum. „Efizt þér kannski um, að það sé rétt, sem maður- inn minn sagði yður? spurði hún. Eins og allt ekta karlkyn hafði Sigtryggur Háfells beyg af harð- skeyttum konum. Hann hneigði sig því, Framhald í næsta blaði. BABY JANE FRAMHALÐ AF BLS. 25. færi. Húsið var komið til ára sinna, rétt var það, og viðhald þess hafði verið sárlega vanrækt, en það var enn traust liús, vel byggt, þegar það var nýtt, og það hafði bersýnilega kostað mikla fúlgu. Edwin bar virðingu fyrir dýrum munum, þótt ekki væri af öðru en þvi, að þeir höfðu verið grciddir með miklu fé. Þannig var til dæmis með gluggatjöldin. Þau stungu mjög í stúf við gólf- ábreiðuna, og jafnvel alla stof- una, en þau höfðu verið gerð sér- VIKAN 43. tbl. — £0

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.