Vikan


Vikan - 31.10.1963, Blaðsíða 15

Vikan - 31.10.1963, Blaðsíða 15
BLÖDIN BUA TILMENN og síðan veslast þeir upp, þegar þau nenna ekki lengur að tala um þá, segir Sigurður Benediktsson fyrsti ritstjóri Vikunnar í afmælisviðfali við blaðið. HerbergiS er undir súð i Austíirstræti 12. SigurSur Benediktsson situr þar við skatthol á miðju gólfi. Það er skatthol sr. Bjarna Þor- steinssonar, tónskálds, -—• en stólinn átti Pétur Thorsteins- son í Bíldudal. Veggirnir eru þaktir málverkum, óviðjafnan- legum dýrgripum, flest eftir Kjarval. Sigurður hefur lengi starfað í þessu liúsi, eða síðan hann stofnaði Vikuna fyrir 25 árum. Stundum niðri, stundum í miðju húsi, — en nú er hann á hana- bjálkanum, og sólin skín inn um tvo litla þakglugga. — Taktu þér sæti, ungi vin- ur og þjáningabróðir, segir Sigurður. — Hvort má ég skrifa eða ekki skrifa? spyr ég. — Aldrei að skrifa neitt, -—■ nema ef vera kynni sundurlaus- r/ ' •.•/•••• //t ‘ gær, þegar ég gekk fyrir Ragnar i Smára og spurði, livort hann vildi eiga lilut i því að stofna vikublað. Hann sagði já, eigin- lega áður en ég hafði stunið upp erindinu. Lengi hafði ég gælt við þessa hugmynd, og nú var hún komin á þann rekspöl, að ég hafði gert samning við vikublaðið Hjemmet um leigu á myndamótum og birtingarrétt á Gyllenspjæt, eða Gissuri gullrass eins og Vikan hefur ávallt nefnt hann. Það var prófessor Guömundur Finn- bogason, sem valdi honum nafn- ið. Jæja, —- ég gekk svo í félag við reyndan kaupsýslumann, sem var fús til að taka að sér framkvæmdastjórn og efnaliags- mál liins væntanlega blaðs. En efnahagsmálin voru ákaflega erfið i þá daga eins og endra- bara Þórunn Magnúsdóttir, og öllum hinum skáldkonunum mínum, sem siðar höfnuðu i hjónasænginni og hurfu af rit- vellinum. — Þú hafðir skopsöguþátt í blaðinu, sem þú nefndir: Orð í tíma töluð. — — Já, það var mikið á gangi af svona sögum á þeim árum. Menn styttu sér stundir við að segja einliverja vitleysu á kostn- að náungans. Þetta var kreppu- gróður, súr kreppugróður. Mest var þetta þó sárasaklaust grin. Samt kom það fyrir, að það fauk í menn, og þá liefndu þeir sín vanalega með annarri skrítlu um þann, sem þeir höfðu grun- aðan um græsku. Einn fyrrver- andi valdamaður hótaði mér þó einu sinni lífláti i sima fyrir nauðaómerkilegt öfugmæli. Hann varð síðar góður kunningi minn að sé enn í gildi, Vikunni til nokkurs gagns. En þegar ég kom lieim, með fyrstu skipsferð, var búið að hertaka bæði landið og Vikuna. Við skipsfjöl var mér tjáð, að ég væri hreint ekki lengur meðeigandi blaðs- ins, og því siður ritstjóri þess lcngur. Það er nefnilega eitt- hvað til, sem heitir bókliald, og bókhald er afar merkilegur hlutur. Með þvi er bæði hægt að segja allan sannleikann, -— en ef mönnum þykir hitt henta er líka hægt að segja einhvern ákveðinn hundraðshluta af hon- um. Á meðan ég var enn langt vestur i hafi var bókhald blaðs- ins orðið bókhaldi prentsmiðj- unnar svo hagstætt, samkvæmt skrifuðum bókum, að stjórn hlutafélagsins sá sér ekki ann- an kost vænni en að afhenda ar setningar. Ef þú villt hafa eitthvað upp úr fólki, þá verður þú að kunna að spyrja veru- lega heimskulega, og hlusta síðan eins gáfu- lega og efni standa til. Það eru forréttindi blaðamannsins að gera hreinan speking úr hvaða apaketti sem er. Hefur þú ekki veitt því áthygli, hvernig blöðin búa til menn eftir þörfum, svo að segja úr engu, — og hvernig þeir veslast upp, þegar þau nenna ekki að tala um þá lengur? Það er hið stóra og undur- samlega við pressuna. — Þeir segja, að þú sért upphafsmaðurinn að íslenzkri viðtalskúnst. —- Má vera, —■ en ég er nú vanur að heyra aðra tilnefnda i jólaauglýsingum og læt mig það litlu skipta. Þegar ég kom að Morgunblaðinu á áliðnu sumri 1935 lióf ég að skrifa viðtöl við fólk héðan og þaðan úr þjóðfélaginu undir fyrir- sögninni: Úr-daglega lífinu. Þetta var aldönsk fyrirmynd, og ákaflcga ófrumleg. En þegar ég hætti tók Valtýr Stefánsson upp þráðinn og skrifaði um árabil sin ágætu viðtöl í Morg- stúkað í tvennt, lannarsvegar áfgreiðsla, liinum megin rit- stjórnarskrifstofa. Skelfingar bjartsýni yfirskyggði allt manns viðhorf í þá daga, þrátt fyrir kreppu og volæði til sjós og lands .... — Ekki hefur þú verið einn við ritstjórn blaðsins? — Nei, ég hafði mjög góða hjálp, þar sem var Guðrún Vil- mundardóttir, landlæknis Jóns- sonar, og núverandi kona Gylfa Þ. Gíslasonar. Ég hef líka oft haft orð á því við vin minn Gylfa, að það sé ekki ofverkið lfans að vera ráðlierra með aðra eins eiginkonu! Margt skáldið, sem nú er miðaldra, studdi hún fyrstu skrefin út á ritvöllinn — og snurfusaði þau oft rækilega undir birtingu. Stundum finnst mér, að hún öllum til sóma, og ævintýri lík- ast, að það skuli vera hægt að gefa út jafn smekklegt og rík- mannlegt blað að öllum frá- gangi i okkar fámenna landi: Til hamingju með það, ungi vinur, — til hamingju með Vikuna þína! En þegar þú býður til af- mælishófsins, máttu ekki gleyma að bjóða Tómasi Guðmunds- syni. Ég man ekki betur en hann sé höfundur að nafni blaðsins. Sigurður Benediktsson liefur starfað í þessu húsi, Austurstræti 12, allar götur síðan Vikan var stofnuð. Hann hefur fengizt við margt síðan, gefið út dagblöö og tímarit, og siðast en ekki sízt; lialdið 97 uppboð á mál- verkum og öðrum listmunum. Sigurður ásamt Gísla, núverandi ritstjóra Vikunnar ... Vandamálin eru enn sem nú hafa höfuðverb þau sömu. Sigurður ræðir við þá, Sigurður hefur alltaf verið fagurkeri. Hér er hann með kven- Tæknin hefur breyzt frá árum Sigurðar á Vikunni. inn af því að koma Vikunni saman. þjóöinni í Hilmi h.f. Þá var prentsmiðjan látin ráða útlitinu, nú ræður ritstjórinn og teiknarinn þvi. unblaðið, sem alkunna er. Á seinni árum hef- ur viðtalsformiö orðið snar þáttur í íslenzkri blaðamennsku, og margir náð mikilli leikni í þessari íþrótt, — þó að öðrum láti liún mis- jafnlega. Mér finnst Matthías Johannessen bera langt af öðrum. Hann hefur gert marga frábæra hluti og meistaralega. Það fer alltaf einhver fiðringur um mig, þegar lionum tekst verulega upp! Jónas Árnason er líka framúr- skarandi. Að svo mæltu stóðum við Sigurður á fætur og fórum að ganga um gólf. Það er svo miklu betra að hugsa, þegar maður gengur um gólf. flann staðnæmist og horfir á krapaél lemja rúðurnar, en ég er að athuga, livað Botnsúlurn- ar eru ólikar franska skóginum i málverkun- um. Súlurnar hreinar og sterkar, næstum á- þreifanlegar, en franski skógurinn framkall- aður úr litbrigðum og línolíugljáa. Svo kem ég aftur að erindinu, og spyr Sigurð livort hann vilji ekki segja mér eitthvað um Vikuna, sem hann stofnaði fyrir 25 árum. — Eru virkilega 25 ár siðan? Ég man það allt eins og það hefði verið i nær og hlutskipti hans hreint ekki öfundsvert. —- En allt fyrir það?----------- ■—- Já, eftir sumarlangt þóf tókst okkur að berja saman Iilutafélagi 15. okt. 1938 með 15 þús. króna stofnfé. Einum þúsund króna hluti fylgdi sú kvöð, að blaðið yrði prentað i •tilhefndri prentsmiðju — og að þessu var gengið, gegn vilja mínum. Varð svo að vera. — Og svo lióf Vikan göngu sína? — Já, það gerðist skömmu eftir lilutafélagsstofnunina, og við vorum svo heppnir að ná ótrúlegri útbreiðslu strax i upp- hafi. Upplagið var um 7000 eintök, og þótti mikið i þá daga Og hér i Austurstræti 12 er fyrsti útgáfustaður blaðsins. Við höfðum herbergi á fyrstu hæð út að Austurvelli. Það var hefði aldrei mátt sleppa liend- inni af mörgum skjólstæðing- um sínum, sem nú hafa þó lengi notið þess heiðurs að vera á föstum skáldalaunum lijá rikinu. En auk ungskáldanna þá lögðu stórskáklin okkur lið. Ef þú flettir fyrsta árg. Vikunnar og fram í miðjan annan árg. muntu finna þar nöfn eins og Tómas Guðmundsson, Magnús Ásgeirsson, Árna Pálsson, Stein Steinarr, Halldór Laxness, Stein- grím Matthíasson, Kristmann Guðmundsson, Sigurð Einarsson og Jónas Sveinsson, sem aldrei varð skotaskuld úr ,-að skrifa eina eða tvær síður á síðustu stundu fyrir prentun. Mikið var ég þeim mönnum oft þakklátur fyrir skjóta úrlausn og drengi- lega. Og mér sýnist Sigurður og Kristmann skrifa enn i Vik- una. Ekki má ég heldur gleyma henni Þórunni Elfu, sem þá hét og hefur aldrei minnzt á aftök- una meira. En allt það bezta í þessum þætti átti ég Tómasi Guðmundssyni að þakka. Hann er heill hafsjór af skemmtilegum sögum. — Og með öllu þessu ágæta aðstoðarfólki vegnaði Vikunni vel, þrátt fyrir kreppu og liarð- æri. — — Ég trúði ekki öðru, og vissi ekki betur, — og ég held að einhverjum hafi verið það nokkurt áliyggjuefni, hvað hún gekk vel. En svo var það í apríl 1940 að ég fór til New York til að semja þar um myndamót og birtingarrétt á Gissuri vini vorum, og fleira efni, sem blað- inu var lífsnauðsynlegt að fá að vestan eftir að sambandið við Danmörku rofnaði, vegna styrjaldarinnar. Ég lauk erindi minu úieð hagstæðum samningi, sem mér er ekki grunlaust um prentsmiðjunni blaðið til ævar- andi eignar „upp í skuldir“. Eini maðurinn, sem andmælti þcssum „drastisku“ aðgerðum var R-agnar Jónsson. Siðan nefn- uin við hvor annan slysafélaga í daglegu ávarpi, —• og erum alltaf að tapa hvor á öðrum! Ég leyfi mér því allra mildi- legast, að lita svo til, að Vikan hafi verið höfð af mér fyrir tuttugu og þremur og hálfu ári, — mér til ómetanlegrar gæfu og hamingju. •—• Ertu nú viss um það? — Já, núna er ég nefnilega alveg sannfærður um, að þetta var ráðstöfun minna liollvætta, — en ég var ekki eins viss um það þá! En til að fyrirbyggja allan misskilning, þá ber ég mikla virðingu fyrir ykkur, sem nú eigið og skrifið og prentið Vik- una. Mér finnst það vera ykkur Hann er eins og Tómas Guð- mundsson, hluti af Austurstræti og einn drátturinn í andliti borgarinnar. Fyrirmannlegur er hann i fasi, svo ókunnugir kynnu að halda að þar færi einn af bankastjórunum. Því miður drepur hann sjaldan penna á pappír nú orðið. Það er skaði, því maðurinn er orÖ- hagur og ritfær vel. Og tjón verður það að teljast fyrir ís- lenzka blaðamennsku að Sig- urður skildi ekki dvelja við hana lengur. Vikan stendur i þakkarskuld við Sigurð fyrir brautryðjendastarf við blaðið, þvi lengi býr að fyrstu gerð eins og alkunnugt er. Vikan er í dag það sem hún er, meðal annars vegna hins „fljúgandi starts“, sem Sigurður Benediktsson gaf henni fyrir 25 árum. G.S. — VIKAN 44. tbl. VIKAN 44. tbl. — Jg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.