Vikan


Vikan - 31.10.1963, Blaðsíða 17

Vikan - 31.10.1963, Blaðsíða 17
ur. Hann hafði ekki annað sér til ynd- isauka þessar vikur, sem hann var hjá okkur, en áflogin við mig. Eínhvern tíma hafði hann fengið æfingu í áflog- um. Ég hafði ekki í fullu tré við hann. Hann var harðleikinn. Stundum fór hann illa með mig, hnoðaði mig sam- an upp i rúmi sinu, náði á mér liaus- taki, Iagðist ofan á mig, kleip mig í klofið og liló dátt og innilega. — Nú fékkstu aldeilis dosið, sagði hann og hló meira. Þá fauk stundum í mig og mér lá við að segja honum, liver hann var. Ég gerði Það ekki. Hann var einmana, gamall maður. Það lá stundum sæmilega vel á honum eftir áflogin og þá sátum við saman i góðri einingu, unz við höfðum hvilt okkur og gátum byrjað á ný. Hann raulaði þá fyrir munni sér einhverjar gamlar visur. Ég reyndi að spyrja um bernsku- ár lians í Þingvallasveitinni, en hann vildi ekki tala um þau. — Og oft var maður harinn, sagði hann. Fyrir aust- an átti hann einhver skyldmenni, en alít var í óvissu um það fólk. Hann átti þar einlivers staðar tvo bræður. Með aðstoð föður míns gat hann reiknað ut, að fimmtíu og sex ár væru síðan hann hefi nokkuð af þeim frétt. Þeir voru báðir eldri en liann, efnis- menn og höfðu það áreiðanlega gott. Hann liafði sjálfur komið að austan með prestinum og hafði verið í þess- ari sveit síðan. Jú, jú, hann mundi allt, sem gerzt liafði fyrir austan, en þáð var ekki til þess að segja frá því. — Oft var maður svangur og alltaf var maður barinn. Með aðstoð föður míns gat liann reiknað út, að orðin voru Þau sjötíu og fimm árin hans í þess- ari sveit. Þeir gáfust upp við að reikna, hve rnörg voru orðin árin hans á Krossi, en rúmlega fimmtíu voru þau áreiðánlega. — rúmlega fimmtíu, ætli ekki það, ajæja? sagði hann. Auð- fundið var, að honum var þvert um geð að tala um þetta. Það eitt skipti máli frá sjónarmiði hans, að lijónin á Krossi þóttust ekki geta haft hann lengur fyrir þá meðgjöf, sem hrepp- urinn treysti sér til að borga. Hann nefndi þetta ekki, en áreiðanlega var lionum raun að því að vera fátæku sveitarfélagi þung byrði. Þáð var það, sém ég mátti ekki fyrir nokkra muni segja við hann, Þegar í mig fauk. Það eina, sem hann fékkst til að tala um, varðandi sína eigin ævi, var það, hve gott hefði verið hjá gömlu hjóiiunum á Krossi. Hann þurfti enga aðstoð til að reikna, að þrjátíu og þrjú hefðU verið árin hans hjá þeim. Torfa og Höllu nefndi hann ekki á nafn, en hjá þeim hafði hann verið síðan og til þeix-ra vildi hann komast. Hjá okkur eirði hann ekki, nema þær stundir, sem ég flaugst á Við hann. Hánn réyndi eftir mætti að látá ökkur ekki verða vör við grát sinn. fór út undir fjós- vegg og grét þar, grét einnig á næt- urnar í bóli sínu. Við urðum þess vör. Móðir mín sagði, að honum væri ekki sjálfrátt, vesalings gamla mánninum. Hann var orðinn dálítið sljór og kalk- aður. Því var það, að móðir mín tal- aði við Torfa. Það hlýtur að hafa ver- ið erfitt fyrir hana, vegna Þess sem á undan var gengið. Torfi bóndi á Krossi og Sveinn son- ur hans ristu torf í flóanum vestan og sunnan túnsins. Ég í'eið melgöturnar ofan flóans og nær fjallinu. Þeir horfðu á mína för milli þess þeir bogr- uðu að torfristunni. Ef til vill voru þeir ekki að horfa á mig, aðeins að hvíla sig. Ég sá glytta í pollana þar, sem þeir höfðu rist, og ég sá vatnið hripa úr torfunum og glitra í sólar- geislunum, þegar Sveinn dró þær upp. Það var ofskynjun, því að spölurinn til þeiri-a var svo langur. Ég sá, þeg- ar Sveinn brýndi torfljáinn, því að handleggui-inn dinglaði eins og í lausu lofti og svo blikaði á ljáinn, Þegar hann sneri lionum í hendi sér. Ég tók eftir þessu, vegna þess að það var mér áhyggjuefni, að þeir skyldu vei-a þarna. Það var mjög heitt :i veðri, blá sólmpða inn til fjallanna við dalbotninn, — og það var júní- dagur. Ég var með í vasanum hréf við- vikjandi smalamennsku á afi'éttinum áður en rekið yrði á fjaþ. Vissulega átti Torfi að fá þetta bréf og síðan bændurnir fyrir innan. En það var ekki víst, að Torfi segði mér að skreppa með bréfið heim til hans, ef ég fengi honum það þarna i mýrinni. Það var ekki víst. — Skítt og í helvíti, liugsaði ég og annað eftir þvi. Ég reið móskjóttum hesti, sem hét Bógatýr. Ég hafði aldrei fyrr komið honum á hak. Vormaðurinn okkar átti liestinn. Þennan morgun liöfðu Þeir farið í skóg að sækja hrís. Til- ireyting frá vorverkunum lieima og aví lá vel á Jóa vormanni. Hann iagði, að ég skyldi fara á klárnum, úr því að hann hefði verið rekinn tieim með hinum hestunum. Annað eyra Bógatýs var hvítt, Framan við annan bóginn var hvít rönd upp í mitt faxið. Annað livort var nafn hestsins dregið af þessari rönd eða það var komið úr einhverri sögu. Hann var apalgengur, sögðu þeir, sem Svört augu húsfreyjunnar á Krossi fylgdu mér. Hún hafði séS, hvernig ég fór með gamla manninn. Hver var að segja, að bernskuárin væru ár gleðinnar? Framhald á bls. 67.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.