Vikan


Vikan - 31.10.1963, Blaðsíða 23

Vikan - 31.10.1963, Blaðsíða 23
sumri sötti hann grasskúf i bfargið þar nn stöð áður fframmi ffyrir erfiðustu á- n ævi sinnar Allt í einu tók hann viðbragð og stökk fram af brúninni niður á syllu nær því mannhæð neðar. Hann náði óðara jafn- vægi og gekk stæltum skrefum eftir syll- unni að gjá eða skorningi, sem lá niður bjargið. Þar læsti hann sig niður hægum en ákveðnum skrefum unz hann kom nið- ur á syllu, sem mér virtist örmjó. Eftir henni gekk hann nokkurn spöl og sneri baki að bjarginu. Allt umhverfis hann flögruðu fuglar, sem steyptu sér hver á eftir öðrum niður að honum með háværum hljóðum. En ekkert raskaði ró gamla mannsins. Þegar syllan, sem var grasi gróin þraut, tók við lítil kvos í bjargið niður á breiða grasi gróna syllu neðan við það mitt. Hiklaust sneri gamli maðurinn sér við og tók að fikra sig niður kvosina með hægum og varkárum skrefum. Ekki gat ég séð hvar hann fékk hand- eða fótfestu, en áfram þokaðist hann unz hann var á móts við sylluna. Þá var eins og hann hrinti sér með höndum og fótum frá bjarginu og vatt sér yfir á hana með mjúkum hreyfingum hins ódeiga bjarg- göngumanns. Þar náði hann öruggri fót- festu og gekk léttum skrefum eftir henni unz hann kom þar eð hún virtist breið- ust. Þar nam hann staðar, strauk hönd- um um andlit sér og hallaði sér upp að bjarginu. Þannig stóð hann nokkra stund. Þá gekk hann nokkur skref frá því, gerði krossmark fyrir sér, spennti greipar á brjóstinu og stóð svo hreyfingarlaus langa stund. Því næst lagðist hann niður og nam þá höfuð hans við bergið en fæt- urnir við syllubrúnina eftir því sem ég bezt fékk séð. Eftir að hafa hvílzt þannig nokkru stund reis hann upp og sat flötum beinum. Ég sá að með hægri hendi reytti hann upp gras, gerði úr því vönd og batt utan um með snæri eða garni. Því næst stakk hann grasvendinum í barm sér og lagðist aftur til hvílu. VORT hann hefur sofnað veit ég ekki, en langa stund lá hann þannig. Þá reis hann á fætur, gerði krossmark fyrir sér og gekk svo eftir syllunni að kvos- inni, sem hann hafði komið niður eftir. Hiklaust stökk hann af syllunni beint í bjargvegginn. Ég greip höndum í ör- væntingu fyrir augun, því ekki kom mér til hugar að hann mundi ná fótfestu í bjarginu_ sem mér virtist ófært hverj- um manni. Þegar ég áræddi að líta aftur í átti til bjargsins sá ég að hann kleif hægt en markvisst upp kvosina og var kominn nokkuð áleiðis upp á við. Hvíld- arlaust hélt hann áfram unz hann var kominn upp á hæstu sylluna. Á var nær því mannhæðarhár sléttur bjargveggur eftir. Gamli maður- inn rétti upp hendurnar og hóf sig létti- lega upp á brúnina. Þar nam hann stað- ar, leit niður fyrir og gerði aftur kross- mark fyrir sér. Því næst sneri hann sér við og tók upp hatt sinn og staf, fór í jakkann og gekk rólegur og þreytulaust á brott. Meðan á þessu stóð hafði ég gjörsam- lega gleymt stund og stað. Ég hafði beint myndavélinni að bjarginu, áður en ég sá gamla manninn. Nú sá ég að hún var óhreyfð og þessi undarlegi atburður hafði festst á filmunni. Ég reis á fætur, leit enn einu sinni í átt til bjargsins og hélt af stað suður yfir eyjuna. Úti á sundinu sá ég ferjubátinn, sem stefndi í átt til okkar og mundi inn- an skamms vera kominn á leguna. Þegar ég kom að bryggjunni voru far- þegarnir, sem farið höfðu í land þar sam- an komnir þar á meðal gamli maðurinn. Engin þreytumerki sáust á honum, en föt hans sýndu að bjargförin var engin sjónhverfing og í hendi sér bar hann grasvönd þann sem ég hafði séð hann binda í bjarginu. Þegar fram í bátinn kom hvarf hann inn í stjórnpallinn. Ég fékk nú ómótstæðilega löngun til þess að ná tali af þessum einkennilega manni og heyra sögu hans. En hann sást hvergi. Það var ekki fyrr en um kvöldið er myrkt var orðið að ég rakst á hann þar sem hann sat einn á bekk aftast á bátaþilfarinu. Ég spurði hann varfærnislega hvort ég mætti tylla mér hjá honum. Hann sá strax að ég var útlendingur og benti mér vingjarnlega að setjast hjá sér. Hann spurði mig margra spurninga um land mitt og þjóð. Ég leysti úr þeim öllum svo greiðlega sem ég gat. Svo forsjáll hafði ég verið að hafa með mér vasapela, sem ég nú tók upp og rétti gamla mann- inum. Þegar hann sá pelann færðist bros yfir andlitið. Hann fékk sér vænan teyg og ég sá hvernig vínið vermdi hann og hressti. Nú fannst mér rétti tíminn kom- inn. Ég spurði hann fyrst um nafn hans og heimili. Hann kvaðst heita Knútur og eiga heima í Sandvík, heimahöfn bátsins. Ég fann strax að hann var glöggur og greinargóður. Er við höfðum ræðzt við alllengi gat ég ekki á mér setið og beindi talinu að Straumey. Ég fór mörgum orð- um um fegurð hennar og dásemdir. Það leyndi sér ekki að gamla manninum lík- aði tal mitt vel. Loks spurði ég hann, hvort hann hefði áður komið til Straum- eyjar. Hann leit á mig góðlátlega líkt og hann furðaði sig á fávizku minni. — Til Straumeyjar, endurtók hann angurvært. — Ég hefi verið vitavörður og hafnsögumaður þar í meira en tuttugu ár. Já! í Straumey þekki ég hverja þúfu og jafnvel hvern stein og bjargið er mér jafn kunnugt og stofugólfið heima. Nú fannst mér rétti tíminn kominn. ■— Ég sá þegar þú kleifst bjargið, sagði ég eins alúðlega og ég gat. Hann hrökk við og leit á mig. — Sástu það, sagði hann hvasst og nær því óvingjarnlega. Síðan þagði hann nokkra stund og hélt svo áfram og var nú aftur vingjarnlegur. Á, ég þekki bjargið vel. Það hefur verið mér og mínum gjöfult, en ... hann sat hljóður nokkra stund, en sagði svo lágri röddu: — Það hefur líka tekið mikið. — Segðu mér sögu þína gamli maður_ sagði ég svo blíðlega sem ég gat. — Sögu mína, endurtók hann dauflega. — Saga mín er í engu merkilegri sögu annarra sjómanna hér í Skerjagarðinum, nema ef vera kynni einn einasti dagur í lífi mínu. Framhald á bls. 77. VIKAN 44. tbl. — 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.