Vikan


Vikan - 31.10.1963, Blaðsíða 34

Vikan - 31.10.1963, Blaðsíða 34
Eichmann við rcttarhöldin. að fræðast meira um. Því miður er þekking mín á íslandi of takmörkuð. Hann brosti. Það var afsökun í brosinu, fáguð hæverzka. Mér geðj- aðist ákaflega vel að honum. Hann gekk á undan mér. Mér fannst einhvern veginn, að ég kann- aðist við þennan svip, vangann, herðarnar. Hafði ég séð hann? Þetta var hálf óþægilegt. Um leið og hann settist, iiallaði hann sér ofurlítið áfram, stutti oln- boga á borðröndina, studdi hönd undir kinn. Þá var eins og brugðið væri upp fyrir mér mynd, sem ég hafði séð áður og kannaðist við. Réttarsalur! Gideon Hausner! Þetta var saksóknari ríkisins í máli Ad- olfs Eichmanns, skarpasti lögfræð- ingur ísraels, maðurinn, sem sótt hafði ægilegasta sakamál samtiðar sinnar undir smásjá alls heimsins og aldrei fatazt ró eða glöggskyggni. Við spjölluðum lengi — svo lengi sem verjandi var gagnvart gestgjaf- anum og hinum gestunum. Kannski dálitið lengur. Það var gaman að svara spurningum lians um ísland og íslendinga. eins og alltaf þegar spurt er af næmum skilningi og samúð. Að lokum sagði hann. — Ég þakka yður kærlega fyrir. — Þjóð yðar er saklausust allra Norð- urálfujjjóða af meingerðum við mína ])jóð. Og hönd íslands hefur alltaf verið rétt upp á þingi Sam- einuðu þjóðanna til liðsinnis við málstað ísraels. Því verður aldrei gleymt hér. Þegar við vorum í þann veginn að búast af stað, verður það sam- komulag okkar að ganga heim til mín, en þiggja ekki bil. Þetta var stjörnubjört lognnótt. Varmi í loft- inu. G'öturnar mannauðar og hljóð- ar. Helgikyrrð, eins og Jerúsalem, ein borga, getur átt liana til í öll- um sínum háværa, glymjandi ys. Við gengum heim til mín í Hapval- umstræti, gengum lengra, gengum lengi, töluðum margt. — Nú langar mig að spyrja yður nokkurra spurninga dr. Hausner. Ég hef svarað mörgum frá yður. — Gerið þér svo vel; með ánægju. — Er yður illa við að tala um mál Adolfs Eichmanns og hlutdeild yðar i því? — Ég tala ógjarnan um það. — þá skal ég láta vera að spyrja. — N'ei, engan veginn. Ég hætti að svara, þegar svo vill verkast. Ger- ið þér svo vel. Hann brosti aftur sínu sérkenni- lega hæverska brosi. — Höfðuð þér viðtæka reynslu, sem sakamálasérfræðingur þegar þér tókuð við þessu máli? — Eiginlega ekki, en talsverða al- menna lagaþekkingu á refsimálum. — En sálfræði afbrotamanna, höfðuð þér lagt stund á hana? — Heldur ekki sérstaklega. — Það var dáðst að innsæi yðar og þekkingu einmitt á því sviði, hvern- ig viljið þér skýra það? — Ég þekki ofsóknarsögu þjóð- ar minnar alveg niður í gegnum ald- irnar og þekki nokkuð þær gerðir manna, sem þar veljast einkum til forustu. Það gæti legið í þvi. — Voruð þér samþykkur þeim aðferðum, sem yfirvöld ísraels beittu til þess að ná Eichmann á vald sitt? — Ég vil ekki svara þessari spurn- ingu. Látið eins og þér hafið ekki spurt. — Var yður ljúft að takast þetta hlutverk á hendur? — Nei, ég leit á það sem rnjög erfitt skylduverk. Ég leit svo á, eins og ísraelsmenn gerðu yfirleitt, að mér eins ' og öðrum, bæri skylda til að stuðla að því, að atburðir eins og þjóðarmorðið 'í Evrópu, gætu aldrei endurtekið sig. Það varð að leiða þessa atburði fram fyrir sam- vizku heimsins. Saksóknin í máli Eichmanns, var mitt þungbæra hlut- skipti i þvi starfi. — Og sakborningurinn, þessi Á NÆTURGÖNGU ■ FRH. Gideon Hausner sagði: „Stóriðjumorðinginn, sem skipuleggur og framkvæmir útrýmingu heillar þjóðar, verður að grundvalla atferii sitt á þeirri höfuðlýgi, að vissir flokkar manna séu í raun og veru ekki menn, þó að þeir beri mannsmót“ Torquemada tuttugustu aldarinnar, hvernig var hann? — Hann var ákaflega sterkur, lét engan bilbug á sér finna — allt þar til yfir lauk. — Karlmenni? — Nei, hann var nær þvi að vera heigull en karl- menni. Þessi styrkur lians átti sér neikvætt formerki, sem var fólgið í ofstækisfullri trú á lýgi. Hann var allur gegnum loginn frá upphafi til enda. Hann var svo graut- loginn út í yztu afkima sálarlífsins, að venjulegar rök- rænar staðreyndir orkuðu ekki á hann. Hann brást við þeim sem fjarstæðu, ef þær voru honum óþægilegar. — Voru kynni yðar af honum eingöngu bundin við það, sem fram kom í réttarsalnum og á réttarskjölun- um.“ — Nei. ég átti við hann náleiga ]irjátúu einkaviðtöl i klefa hans meðan á málssókninni stóð. Mig langaði til að finna citthvað, sem ég gæti sagt, sem mildandi og skýrandi orð um leið og ég hlaut að krefjast yfir hon- um þyngstu refsingar. Mig langaði til að geta skilið at- ferli hans sem mennskt atferli, markað mennskri ábyrgð og tilfinningu. — Það tókst? — Nei. Það tókst ekki. Það tókst þvi miður ekki. — Lokaður andspænis ákærandanum? ■— Það var ekki það. Hann vissi vel í hverjum til- gangi ég kom. Og hann hefði sannarlega ekkert haft á móti því að láta eitthvað það i ljós, scm mildað gæti mól hans i augum ákærandans. ()11 vörn hans lineig vitanlega að því einu að firra hann sök. — Hvað var það þá? — Veggurinn milli okkar var sú ofstækisfulla tilbeiðsla þessarar höfuðlýgi, sem glæpur hans var grundvallaður á. — Þér verðið að gera yður vandlega grein fyrir muninum á stóriðjumorðingja eins og Adolf Eichmann og venjulegum tækifæris og leigumorðingja (gangster) eða ræningja, sem drepur í leiðinni. Slíkur maður vegur þá refsiáháettu, sem hann bakar sér móti einhverjum tilteknum ávinningi, sem hann girnist, og liagar sér eft- ir því. Atferli hanns er mcnnskt atferli og verður skýrt út frá alnienmim hegðunarlögmálum, þó að þær Iiggi utan vébanda hins löglega. Stóriðjumorðinginn, sem skipuleggur og framkvæmir úlrýmingu heillar þjóðar, verður að grundvalla atferli sitt ó þeirri höfuðlýgi, að vissir flokkar manna séu í raun og veru ekki menn, þó að þeir beri mannsmót viss þjóð sé ekki menn, heldur meindýr, lægri tegund- ar og háskaleg óspjölhiðu mannlífi. Hann lítur á starf sitt eins og rottueyðirinn lítur á sitt starf. Sú kvöl sem atferli hans bakar er ekki mannleg þjáning, réttlæti hug- tak, scm ekki verður við komið í skiptum við fórnardýrin, Framhald á bls. 63. 34 — VIKAN 44. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.