Vikan


Vikan - 31.10.1963, Blaðsíða 47

Vikan - 31.10.1963, Blaðsíða 47
OLAFUR JONSSON, AKIIREYRI BJARN DÝR A H ÉRAÐS- SONDUM DÝRIÐ GRENJAÐI ÓGURLEGA VIÐ SKOTIÐ; REIS UPP Á AFT- URFÆTURNA OG RIÐAÐI TIL FALLS. „Á HANN SVIEÐ HNÍF- INN“ HEYRÐI ÉG HALLDÓR SEGJA OG LÉT EKKI SEGJA MÉR ÞAÐ TVISVAR. inu norður frá Hrafnabjðrgum er svo Gagnstöð, svo sem fyrr var getið, en norðaustur af Hrafnabjörgum voru Heyskálar sem nú eru í eyði. Gagnstöð og Heyskálar tilheyrðu hinum svonefndu eyjabæjum, en svo nefndust bæir þeir, sem eru þarna á sléttlend- inu inn af Héraðsflóa og voru fimm talsins. Hrafnabjörg áttu ekki land að sjó, en það áttu eyjabæirnir allir og mörg býli í sveitinni áttu rekaítök á Héraðssöndum. Skömmu eftir að ég fór áðurnefnda veiðiför út á sand, bar svo við, það mun hafa verið laugardaginn 14. júní, er ég var að störf- um skammt frá bænum, að kallað var á mig, og ég beðinn að koma heim hið skjótasta. Þar var þá kominn Guðni frá Gagnstöð og hafði eftirfarandi tíðindi að segja: Hann liafði farið laust eftir liádegi út á sanda til silungsveiða. Yar hann ríðandi og hugðist i leiðinni skyggnast eftir reka. Þannig liagar til þarna við flóann, að næst sjónum er sandalda allbreið. Innan við hana er svo talsvert svæði með melþúfum og innan við þær er svo aftur flatt og gróðurlítið sandsvæði, nokk- urs konar lón og eru þar oft grunnar tjarnir og pollar langt fram á sumar. Þegar Guðni kom út á hásandinn, sá hann einhverja skepnu liggja á sandinum rétt utan við melþúfurnar. Hugði hann þetta vera sel, en selagengd er þarna mikil á vorin og þá' ekki óalgengt, að þeir skriði langt upp á sand. Guðni hugsar sér nú gott til glóð- arinnar, fer af baki og bindur hestinn við rekadrumb. Siðan fer liann út fyrir sandölduna i hvarf, nær sér þar í þægilegt viðar- kefli og fylgir síðan flæðarmálinu, þar til hann telur sig kominn á móts við dýrið og hafa króað það frá sjónum. Þá fer hann upp á ölduna og kemur nú beint norðan að dýrinu. Óðar og Guðni kemur í Ijósmál á sandöldunni, kemur hreyfing á dýrið. 'Brölt- ir það nú á fætur og sér Guðni þegar, að þarna er enginn selur á ferðinni, heldur miklu háfættari skepna, á hæð við tvæveturt tryppi, ljóst á lit hálslangt og bústið. Grunar hann þegar, að þarna sé hvítabjörn á ferðinni, biður þá ekki boðanna en forðar sér í hvarf aftur og hraðar sér þangað, sem liesturinn var bund- inn, leysir liann, stigur á bak og ríður sem skjótast að Hrafna- björgum og segir Halldóri tíðindin. Halldór var ekki lengi að ráða við sig hvað gera skyldi: Hér varð að láta hendur standa fram úr ermum, því óvist var, að veið- in biði lengi. Að visu voru veiðitæki hans ekki sem öruggust. Haglabyssu átti hann, tvíhlaðinn baklilaðning. Ekki var hún neitt metfé, en vel mátti bana með henni rjúpum á skömmu færi. Ekki átti Halldór nema rjúpnaskot í byssuna, en það hugði hann þó að duga mundi. Ekki fannst Halldóri öruggt að vera einvopna i aðtorinni að bangsa, en með því að annað skotvopn var ekki nærtækt, þá tók hann búrhnif mikinn er til var á heimilinu, og festi hann ineð vír á hrífuskaft og var þar með fengið lagvopn mikið og biturlegt. Ekki var þó hnífurinn alls kostar hagkvæmt vopn, þvi þótt hann væri blaðlangur og úr dágóðu stáli, var hann mjög þunnur og sveigjanlegur og svignaði undan hverju átaki. Ástæðan til þess, að ég var kvaddur til þátttöku í þessari veiði- för, mun hafa verið sú, að Halldóri mundi hafa fundizt of lítið að fara við annan mann, þar sem gera varð ráð fyrir, að einn yrði að gæta fararskjótanna meðan sótt væri að dýrinu. Ekki var nema einn hestur heima við á Hrafnabjörgum, svo ég var gangandi, en það tók ég ekki nærri mér á þeim árum. Fengi ég að halda i ístað veittist mér létt að skokka með, þótt farið væri allgreitt. Við tókum stefnuna rakleitt til sjávar, norður milli Gagnstöðvar og Heyskála og réði Guðni förinni. Veður var kyrrt og milt en skýað loft að mig minnir og skúralegt. Ekkert segir af ferð oklcar þar til við komum út á sandinn þangað sem Guðni hafði séð dýrið. Þá mun klukkan liafa verið um 9 —10 um kvöldið. I fyrstu sáum við ekkert dýr þarna, en brátt fundum við bæli þess i sandinum og í bælinu lá vorkópur, sem hausinn liafði verið sniðinn af, en að öðru lcyti var skrokkurinn óskaddaður Þetta gaf greinilega til kynna, að bangsi mundi allvel haldinn, þar sem hann gekk frá leifum. Slóð lá frá bælinu inn á milli melþúfnanna og duldist ekki að vera mundi bjarnarslóð. Við rökt- um slóðina, og allt i einu stóð dýrið andspænis okkur bak við eina inelþúfuna og skimaði i allar áttir. Ekki ætla ég að þetta liafi verið fullvaxinn ísbjörn. Ég giska á að hann hafi verið um 1.20 m á hæð en fulla 2 m á lengd frá dindli fram á trýni, og mun háls og haus hafa verið um þriðj- ungur af lengdinni. Hausinn var smár og afturstrokinn, og dýrið eins og dálítið sleikl og snoðið að framan, en bakhlutinn miklu fyrirferðarminni. Viðbrögð dýrsins urðu þau, þegar það sá Framhald á bls. 58 VIKAN 44. tbl. —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.