Vikan


Vikan - 31.10.1963, Blaðsíða 55

Vikan - 31.10.1963, Blaðsíða 55
TÍZKAN FYRIR 25 ÁRUM. Framhald af bls. 53. ýmist i einhverskonar peysum eða stuttum, tvíhnepptúm sport- jökkum, vel teknum saman i mittið. í einu af fyrstu tölu- blöðum Vikunnar segir svo um sportföt: „Skíðabuxur eru ýmist síðar þröngar niður eða jafnviðar og ná þá aðeins niður á kálfa. Við þær eru notaðar legghlifar. Skíðajakkarnir eru allavega litir: rauðir, grænir, gráir, brúnir, skozkir o. s. frv. Flestir ná nið- ur fyrir mitti, en nokkrir rétt í mittisstað og eru þeir með belti að neðan. Síðari jakkar eru oftast með fjórum vösum og ýmist með belti eða beltis- lausir. Gönguföt eru ýmist jakk- ar og kálfasiðar pilsbuxur eða blússur, hálfsiðar buxur, sem eru víðar að neðan og liálfsíðir frakkar.“ í tizkufréttum í fyrsta tölu- blaði Vikunnar segir svo: „Tízka vetrarins er fjölbreytt, bæði hvað efni og snið snertir. Venjulegir dagkjólar eru sléttir og einfaldir, skreyttir með út- saurn, leggingum, krögum og blómum. Þykir fara vel að hafa sterka liti saman. Grænir og bláir litir eru mjög í tízku (ofn- ir saman). Einnig eru mikið notuð allavega lit ullarefni — skozk og einlit. Talsvert er af einlitum kjólum með skozkum utanyfirtreyjum. Þess má geta að rennilásar eru ekki eins áberandi og þeir hafa verið. Ermar eru undantekningar- laust langar, sléttar og oftast þröngar fram. Kjólpilsin eru flest skáskorin, nokkur með fellingum aílt í kring ... .“ Þá segir einnig i næsta tölu- blaði: „Hattatízkan líkist nú mest því, sem hún var um aldamótin. Efnin, sem mest eru notuð í hatta, eru antílópufilt, hárfilt og velour. Aðaltízkulitirnir eru grænt og blátt. Hattarnir eru skreyttir skinnum (refahausum o. fl.), slæðum, sem ná alveg fyrir andlitið og alla vega lit- um fjöðrum. Einnig eru mikið notaðir hattar og handskjól úr skinni. Þann 1. desember 1938, skrif- ar Gurra (nú kona Gylfa Þ. Gísl*asonar, menntamálaráð- herra) um tízkusýningu, sem Verzlun Gullfoss stofnaði til að Hótel Borg. Þar segir svo: „ . .. Dagkjólarnir voru flestir úr dökku, einlitu eða skozku ullarefni, liáir í hálsinn og ým- ist með belti eða beltislausir. Ermarnar flestar langar og þröngar fram. Ýmist skreyttar með flaucli, skinni, rykkingum, smáhnöppum eða saumað í þá með ullargarni eða tréperlum. Tveir dagkjólarnir vöktu mesta athygli. Annar hét „KEA“, úr bláleitu, skozku, íslenzku efni frá Gefjunni, skreyttur með rauðu skinni. Hinn hét „Dist- inquée“, svartur. Þræðirnir i tauinu voru dregnir út í siná- hnökra. Lítið eitl fleginn. Erm- arnar langar. Hnepptur mcð smáhnöppum niður að mitti að aftan. Þá voru sýndar kápur frá Andrési klæðskera úr selsskinn- um, kálfskinnum og ein græn kápa, beltislaus, aðskorin, með kálfskinni niður í mitti að fram- an og skinnræmu i baltið.“ SUÐUR í HRAUN MEÐ KJARVAL. Framhald af bls. 38. neinn. Aðalatriðið er að menn geti unnið ótruflaðir. Okkur liggur ekkert á. Við biðum og heflarnir héldu áfram að fikra sig suðurúr. Á meðan fór Kjarval að líta í kringum sig. — Við beygjum útaf hérna, bílstjóri, og reynum þarna suður- frá, sagði hann allt i einu. Pimp- fínt sólskin, bræður i andanum. Er eitthvert rolukast á ykkur strákar? Eitthvert rolukast? Meistarinn tók stengurnar sín- ar og litina og labbaði á undan okkur suður mosaþemburnar. Bílstjórinn liélt á stóru kross- viðartöskunni, þar sem hvítt og ósnert léreftið var strengt inn- an í. —■ Það er eitthvert rolukast á ykkur, strákar, sagði Kjarval og skimaði í kringum sig eins og veiðimaður. Hann dró hatt- inn niður á nefið, sneri hon- um öfugum á höfðinu og pirði augun. Hér hefur verið brotið gler, — sagði hann allt í einu og var strangur á svipinn. Og svo beygði hann sig niður og tók upp skothylki. — Við erum i ótugtarlínu. Snúum við. Hér get ég ekki málað. Bílstjóri, við tökum stefn- una á hólinn þarna uppundir veginum. — Við snerum við eins og einn maður og Kjarval skálmaði yfir hraunið með stengurnar um öxl. Hann var hrikalegur eins og útilegumaður og ákaf- lega mikið i ætt við þetta lands- lag. Við gengum framá fleiri brotnar flöskur. — Ég sagði ykkur þetta, bræð- ur í andanum. Þetta er ótugtar- lína. Bilstjóri, við ökum hér lengra suður í liraunið. Ég á holu hérna sunnar. Meðan við biðum eftir því, að bílstjórinn færi spöl til baka eftir bílnum, bar að ferðafólk Það var vinur Kjarvals. Hann kom út og lieilsaði og með hon- um dönsk frú, virðuleg próf- essorsfrú að þvi er okkur skild- ist. Hún lieilsaði meistaranum /ZZ7 MALMGLUGGAR LÆKJARGÖTU, HAFNARFIRÐI. — SÍMl 50022 i«U Nýtt útlit Nú tækni Málmgluggar fyrir verzlan ir og skrifstofubyggingar i ýmsum litum og formum. Málmgluggar fyrir verk- smiðiubyggmgar, gróður- hus, bílskúra o fl. VIKAN 44. tbl. — gg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.