Vikan


Vikan - 31.10.1963, Blaðsíða 60

Vikan - 31.10.1963, Blaðsíða 60
í bílskúr, stillir sér upp í sama horni og áður, — og slekkur á sér. í dag höfum við allskonar loftkælingu innanhúss, lofthitun og allt hvað cina. Þá verður ekki staðnæm/.t við það. í and- rúmsloft skólastofanna verður þá sett sérstakt efni, sem gerir skólabörnum hægara mcð að læra. í sjúkrahúsum verður bætt heilsuaukandi efnum i loftið, og ef við crum í slæmu skapi heima, þá snúum við aðeins litlum takka á veggnum, og þá bætist fjallaloft eða blómailmur saman við andrúmsloftið inni, -— og við komumst i sólskins- skap. í sambandi við menntun og skólanám, segja sérfræðingar, að skólar verði ávallt yfirfullir, og að færri komast þar að en vilja En því verður bjargað við á annan liátt. Verzlunannenn, eða aðrir ])eir, sem þurfa að læra erlend mál, eða eitthvað annað, og vilja nota til þess frístundirnar heima, fara þá til ákveðinna miðstöðva, velja lærdómsefni, og fá það svo sent heim til sín í gegn um símaþræðina, eða i sjón- varpi. Þar verða sérstök tæki til að taka við kennslunni, og nem- andinn getur lært þannig heima hjá sér í ró og næði. Þá verða einnig komin á markaðinn örlítil sjónvarpstæki, sem taka við fræðslumyndum í öllum litum. Þau ganga fyrir örlitlum rafhlöðum, og eru svo lítil að þau má hæglega hafa i vasa. í stærri borgum verða teknir í notkun miklir rafmagnsheil- ar, sem halda nokkurskonar heimilisreikning fyrir hvern ein- asta l)orgara. Borgararnir liafa þá hvcr sitt spjald í vasanum, sem stungið er inn í útibú frá þessum reikningsheilum í flest- um verzlunum. Vélin upplýsir þá hvað maðurinn á til af fjár munum og hversu vel hann er stæður. Síðan fær mað^irinn sína úttekt í verzluninni, og hún er stimpluð inn i vélina, sem geymir töluna og færir inn á heimilisreikning mannsins. Út- koman af þessum útreikningum verður sennilega sú, að menn þurfa þá ekki að hafa neina peninga á sér í vasanum, heldur nægir að Iiafa spjaldið með nafni og númeri. Farartæki verða aðallega þrennskonar. Stórt farartæki, sem fer með mikinn fjölda fólks á um 5000 km. liraða. Minna farartæki, og hæggengara, mun flytja hópa styttri leiðir. Og fimm manna farartæki, sem get- ur farið beint upp og niður, á landi og sjó, með um 600 km. hraða. Álitið cr að þetta farar- tæki verði svo öruggt og ein- falt í notkun, að amma gamla geti örugglega skroppið á því milli bæja hvenær sem henni hentar. Læknar spá því, að þau börn séu ef til vill fædd núna, sem nái 200 ára aldri. Eftir 25 ár verði búið að ráða niðurlögum flestra ef ekki allra þeirra sjúk- dóma sem lirjá mannkynið í dag. Meira að segja verður búið að takmarka hrörnunarsjúkdóma til muna og jafnvel kvefið verð- ur úr sögunni. Nokkrir menn, sem skrifa vísindalegar skáldsögur i Banda- ríkjunum, komu nýlega saman og ræddu hugmyndir sínar um lífið eftir 25 ár. Þar konm með- al annars fram þessir spádóm- ar: Árið 1988 munu ferðaskrif- stofurnar bjóða uppá sumar- leyfisferðir út í geiminn, en það verða afspyrnu dýrar ferðir. Ferðalög milli landa og heims- álfa verða einkum með rakett- um, sem verða mjög þægilegar og öruggar. Oll venjuleg þjónustustörf verða smám saman unnin af vélmennum (robotum), jafnvel þjónar á veitingahúsum verða þá ekki Icngur af holdi og blóði. Þar sem andleg liðan manns- ins byggist víst að verulegu leyti á efnafræðilegum stað- reyndum, verða miklar og merkilegar uppgötvanir gerðar á því sviði. Árið 1988 verður enginn i vondu skapi, nema hann óski sérstaklega eftir því. Menn geta þá kosið sér skap- lyndi og verið í því skapi, sem þeim finnst æskilegast. Þá verða komin lyf, sem örva heilann eða öllu heldur hjálpa honum, án þess að nokkur skaðleg eft- irköst geri vart við sig. Það verður gaman að lifa árið 1988. TILHUGALÍF Framhald af bls. 49. kominn heim, og nú ætla ég að fá að lifa eins og mér lient- ar, héðan af.“ „A damn fool!“ hreytti páfa- gaukurinn út iir sér með mikilli fyrirlitningu. „Þú ert ekki sá fyrsti, sem segir það. „Hannes Sigurlinna- son brosti góðlátlega og það var mikil rósemd í rödd hans. Að lítilli stundu liðinni kom frú Guðríður með mat handa syni sínum, upphitaða. laps- kássu og smurt brauð, ásamt mjólkurglasi. Hann tók við fæðunni fegins höndum, og er hann hafði snætt um stund, leit hann þakklátum augum til móður sinnar. „Alltaf er lapskássan þín góð,“ sagði hann með rórri rödd sinni — það var eitthvað í henni, sem gQ _ VIKAN 44. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.