Vikan


Vikan - 31.10.1963, Blaðsíða 63

Vikan - 31.10.1963, Blaðsíða 63
væri i dálítið slæmum liani í augnablikinu,“ sagði kaupsýslu- maðurinn. „Ég held að við för- um hérna út um hakdyrnar, komum okkur inn i bilinn og skreppum austur á Mývatns- öræfi — luin eltir okkur varla þangað.“ „Ekki það,“ sagði sálfræðing- urinn. „Þá þekkirðu Betu illa!“ Þau stóðu á fætur og þustu fram í eldhúsið; var það mjög um sama leyti og Ijóshærður, bústinn kvenmaður, hvass á svip, kom inn um aðaldyrnar. Sigtryggur Háfells sagði nokk- ur orð við stúlkuna, er hafði afgreitt þau, fékk henni stóran seðil, og síðan flýttu þau sér út. Þau komust inn í bílinn, án þess að nokkuð sögulegt gerð- ist og óku af stað á fleygiferð. Enn var veðrið fagurt, sól- skin og blíða, blá festing yfir, norðlenzkur unaðsdagur um sumar. En þau gáfu sér ekki tíma til að nema staðar, fyrr en þau konm austarlega á ör- æfin, þar sem vel sást yfir far- inn veg. Þar áðu þau um stund, og fengu sér kokktail; höfðu nú allir beztu lyst á honum, nema þeir Bergur og Árni. Framhald í nœsta blaöi. Á NÆTURGÖNGU MEÐ GIDEON HAUSNER Framhald af bls. 34. af því að þau eiga ekki tilkall til mannlegs réttar. Hann getur unnað konu sinni, matazt glaður með börnum sín- um, hvað sem liður veinandi kös- inni í gasklefunum og hvæsandi súg líkbrennsluofnanna. Hann getur orðið jafn lireykinn og stoltur af bættum vinnuaðferðum og auknum afköstum eins og for- stjóri í skipasmiðastöð. Stóriðjumorðingi i broti Adolfs Eichmanns getur einskis iðrazt á meðan honum tekst að halda í lýgina sína. Eina sök, sem hann megnar að skynja er sú, ef eitt- hvert þeirra kvikinda skyldi sleppa lifandi, sem lionum ber að tortíma. Skiljið þér þetta? Hann getur aðeins beðið ósigur, en ekki gert rangt. — í þetta sinn beið hann ósigur. Ég skildi það. Og mér var allt i einu orðið hrollkalt, því ég skildi það um leið, að skelfilegasti böl- valdur jarðarinnar er tortým- andinn sem ekki getur gert rangt — svartur, rauður, brúnn — alltaf hinn sami. Við gengum þöglir um stund. — Og svo lauk þessu máli, sagði ég nánast til að segja eittlivað. — Já, svo lauk þessu máli. í svona máli er ekkert skynsamlegt lilutfall til milli misgerðar og refsingar, milli afbrots og afplán- unar. Dauði Adolfs Eichmanns hefndi einskis og bætti ekkert. Hann var aðeins dómur að lög- STAFRÓF HEIMILISSTJÓRNAR VERÐUR AD LÆRAST DÆMID ER AUDREIKNAD ÚTKOMAN ER BETRI ÁRAN6UR Mffl PERLU ÞVOTTADUFII Þegar þér hafiö einu sinni þvegið meö PERLU komizt þér aö raun um, hve þvotturinn getur orðiö hvítur og hreínn. PERLA hefur sérstakan eiginieika, sem gerir þvottinn mjailhvítan og gefur honum nýjan, skýnandi blæ sem hvergi á sinn líka. PERLA er mjög notadrjúg. PERLA fer sérstakiega vel meö þvottinn og PERLA léttir yður störfin. Kaupið PERLU í dag og gleymið ekki, aö meö PERLU fáið þér hvítari þvott, með minna erfiði. $ um og fullnæging dóms. ■— En óhjákvæmilegur? — Misgerð sumra manna er slík, að jörðin fær ekki borið hana. og hún spýr yfirtroðslu- manninum af vörum sér. Þögn. — Þér eruð ennþá tiltölulega ungur maður. Og fyrrverandi saksóknari ríkisins. Hví fyrrver- andi? Hann brosti, brosti sínu dular- fulla, hæverska brosi. — Það getur hent yður i spor- um saksóknara, að þér ákveðið að krefjast aldrei framar lifs manns úr hendi dómara. Saksóknari get- ur alltaf átt á liættu að þurfa að gera það. Er þetta nóg svar? — Fullkomlega. Við kvöddumst. Þarna gekk hann á brott í vörmu rökkri næturinnar. og ég fann að ég niundi aldrei gleyma honum. Gekk eftir mannauðri götu og uppi í myrkrum himins- ins tindruðu stjörnurnar yfir Jerúsalem. Og allt autt í kring um mig, helgikyrrð, eins og Jerú- salem ein borga getur átt hana til í öllum sínum glymjandi ys — með allar sínar blóðugu minn- ingar. í UNDIRHEIMUM. Framhald af bls. 31. sagt að enginn mætti halda á þessum hlutum, nema hann. Og þá varð hann að fara með. • " 63 VIKAN 44. tW.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.