Vikan


Vikan - 31.10.1963, Blaðsíða 67

Vikan - 31.10.1963, Blaðsíða 67
LANDSPRÓF Í9 ER LYKILL ÆÐRI MENNTUNAR A ÍSLANDI. Athugið, að BRÉFASKÖLI SÍS kennir eftirfarandi lands- prófsgreinar: Islenzk málfræöi, kennslugj. kr. 350.00. íslenzk bragfræði, kennslugj. kr. 150.00. íslenzk réttritun, kennslugj. kr. 350.00 Danska I, byrjendaflokkur, kennslugj. kr. 250.00. Danska II, kennslugj. kr. 300.00. Danska III, kennslugj. kr. 450.00. Enska I, byrjendaflokkur, kennslugj. kr. 350.00. Enska II, kennslugj. kr. 300.00. Reikningur, kennslugj. kr. 400.00. Algebra, kennslugj. kr. 300.00. Eðlisfræði, kennslugj. kr. 250.00. Unglingar! Notiö þetta einstaka tækifæri. Útfyllið seð- ilinn hér til hægri og sendið hann til BRÉFASKÖLA SlS, Sambandshúsinu, Reykjavík Ég undirritaður óska að gerast nemandi í: □ Vinsamlegast sendið gegn póstkröfu. □ Greiðsla hjálögð kr._______________ Heimilisfang Innritum allt árið — BRÉFASKÓLI þegar kynlegum, skærum blossa brá fyrir nokkru utar í gang- inum Ég lieyrði að Ragnar föln- aði, því hann minntist hláturs- ins. En ég var rólegur. Notaði kollinn. Og það verð ég að segja, að aldrei hefur mér þótt eins vænt um ljósmyndara Vikunnar og einmitt þá. Þarna var hann kominn, blessaður, með blossalampann sinn, til að leita að okkur og gefa okkur merki, ef við værum einhvers- staðar i grenndinni. Það var fagnaðarfundur þarna í undirheimum, þvi með Kristj- áni voru allir hinir, nema Þór- oddur, auðvitað. Sigurðarnir Itáðir og Kristinn með hitamæl- inn. Hitinn var sjö stig þarna niðri, en áttavitinn sýndi hvaða átt sem var, alveg eftir því hvernig honum var snúið. Kann- ske hefðum við átt að læra á hann áður. Nú var leitað útgöngu, og vonir bjartari, ]jví allir voru með ljós nema ég, þótt þau væru farin að dofna. Ekki könnuð- umst við samt við að hafa farið þessa leið áður, og vorum farn- ir að óttast að við kæmumst ekki upp, þegar við sáum skyndi- lega birtu framundan. Kristján fór að hlaupa. — Hvert ertu að fara, Kristj- án? „Ég er farinn!“ — Þetta er ekki rétta opið! „Mér er lireint alveg sama. Ég verð ekki lengur liérna niðri i þessari holu. Ég er bara far- inn!“ —• Það vantar myndir, Stjáni! „Ég er búinn að taka nóg. Þú færð ekki fleiri. Sama hvað þið bjóðið. Bless!“ — og með það var hann farinn að klifra upp eftir grjóthrúgu, upp i dags- birtuna. En við snerum við og þrædd- um endalausa gangana í lang- an tíma, gengum í hringi, þvæld- umst hver fyrir öðrum, skriðum og klifruðum, hoppuðum og hlupum, þar til við loks komum á þekktar slóðir, og nokkru síð- ar að hellismunnanum. Þcgar við komum upp, sá- um við tvo menn koma gangandi til okkar langt úti i hrauni. Það voru Kristján og Þóroddur. Yið vorum þá búnir að vera þarna niðri í hellinum í tæpa þrjá tíma, búnir að kanna hann eftir beztu getu, en vitum samt að mikið er enn órannsakað þarna niðri, og vafasamt að það verði nokkurntíma gert til fullnustu. Fyrstur manna til að kanna hellinn að ráði, var Stefán Ólafs- son að Kalmanstungu, enda er hellirinn nefndur eftir honum. Það mun liafa verið um 1920. Hellirinn er i landi Kalmans- tungu, nokkur hundruð metrum austar en Surtshellir. Segir Krist- ófer Ólafsson í Kahnanstungu -— bróðir Stefáns — svo frá, að þeir hafi farið saman í könnun- arleiðangurinn forðum. Hafi þeir þá gengið stanzlaust i rúma þrjá tíma, en ekki álitið samt að hellirinn væri fullkannaður. „Við vissum aldrei live stór hann var,“ segir Kristófer „en víðáttan er geysimikil. Mér finnst sennilegt að þeir hafi upprunalega verið tengdir sam- an, Surtshellir og Stefánshellir, en að hrunið liafi upp í gang- inn á milli þeirra. Þetta hefur líklega allt saman verið sam'a liraunrennslið, sem myndaði þá báða. Hraunið hefur runnið þarna undir eins og fljót, efsta skánin storknað, og svo hefur rennslið minnkað og lækkað. Það má líka sjá á gólfi Stefáns- hellis, að þar hefur hraun runn- ið eins og á. Stefánshellir liggur dýpra en Surtshellir, og þessvegna gætir veðurbreytinga ekki eins mikið þar, enda er þar hlýrra að jafn- aði. Styrkurinn i loftinu er lika meiri, vatnið sígur siður í gegn, þessvegna hefur minna hrunið þar úr loftinu, og hellirinn betri yfirferðar.“ Við vorum allir mjög ánægð- ir með ferðina, leiðangursmenn. Að vísu hefði verið betra að bafa lengri tíma til rannsókn- arinnar, og betri ljós, þvi þau eru aldrei of sterk. En samt sem áður höfðum við' gert okk- ur góðar hugmyndir um hellinn, og þóttumst allir vissir um það, að lítill vandi væri að gera af honum lauslegan uppdrátt. Þess- vegna fór ég fram á það við þá alla, að þeir gerðu upp- drætti af honum — hver í sínu lagi — og liér birtast þeir. Það er lesendum í sjálfsvald sett, hvaða uppdrætti þeir trúa bezt. Þeir eru satt bezt að segja dálítið frábrugðnir hver öðrum, en allir fullyrða höfundarnir við höfuð sitt, að þeirra teikn- ing sé hárrétt. Kannske hefur kompásinn ruglazt, þeir ekki séð á mál- bandið eða gleymt að telja skrefin sumsstaðar. Eitthvað hlýtur að liafa mistekizthjáþeim, þvi að enginn þeirra er með uppdrátt, sem líkist mínum, — og hann er þó allavega réttur. En ef þú treystir ekki á þessi kort, lesandi góður, og ætlar að fara þarna niður til að leið- rétta þau, — þá í Guðs bænum — liafðu með þér spotta og notaðu hann. G.K. P. S. Ef þú liittir einhvern þarna niðri, þá biður Ragnar að heilsa. HALLA Á KROSSI Framhald af bls. 17. um hann töluðu. Það var oft um hestinn talað, svo að svipurinn gæti hýrnað á Jóa. Brokkið var dúnmjúkt, fjaðurmagnað og hratt. Hann bar reist höfuð, tók aldrei í taum, en var ávallt tilbúinn í sprettinn. Ég hafði aldrei komið á Ijak þvilikum hesti og naut í sælu algleymi þeirrar skemmtunar, sem rneiri er en allar aðrar. Ég var á þeim aldri, sem við segjum gömul, að hafi verið und- i»aai VIKAN 44. tbl. — gy
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.