Vikan


Vikan - 31.10.1963, Blaðsíða 69

Vikan - 31.10.1963, Blaðsíða 69
an hann, liólkuðust og gúlpuðu við strenginn. Hann sýndist veik- burða, rýr og visinn og innfallið brjóstið. Hvar i þessari eldgömlu beinagrind földust hinir ótrúlegu kraftar hans. Mér sýndist hann vandræðalegur dálítið, vegna komu minnar. Kannslci skanim- aðist liann sín fyrir að hafa gert heimili okkar að aðhlægi? Mér svall hefndarhugur í brjósti, en sagði fyrirgefandi: — Það þarf enginn að ltvarta undan veðrinu þennan daginn. — Ajæja, sagði hann. — Af hverju segirðu ajæja, svona oft? Iiann svaraði aðeins með glotti. Þverhrukkunum í enni hans fjölgaði. Það var lýgi, að þau væru búin <að taka af honum neftóbak- ið. Sultardropinn á nefi hans var með ívið brúnum blæ. Hann þurrkaði hann á handarbakið og ég sá ekki betur en röndin á handarbakinu og fram allan visi- fingurinn væri aðeins brún. Litið var það þó og ekki öruggt nema það væri rykið úr reiðingunum og af hlaðinu, sem fokið liafði í nasir hans. Mér þótti verra, ef þau höfðu ekki tekið af honum tóbakið. Hann hafði fengið nóg tóbak hjá olckur, en þar vildi hann ekki vera. í skugganum af reiðingnum á bak við 'hann geymdi hann fulla flösku af sýru- blöndu. Þá var það heldur ekki satt, að Halla sýndi lionum enga hugulsemi. Hann sat með reipi í höndum sér og raulaði þessa vísu: Til að græða meinið mitt, meður æðafossi lét út blæða lífið sitt ljóminn hæða á krossi. — Er það Halla? spurði ég. — Hvað, Halla? — Er það Halla, sem þú kallar Ijómann hæða á Krossi? spurði ég, vegna þess mér fannst það fyndið, en ekki af neinu öðru. Hann leit upp. Augun voru litil og með hvítum skýjum. Þau voru áreiðanlega ekki blind og hann sagði. — Gáfurnar úr móðurættinni, þenki ég, sagði hann tannlausum munni. Þá fauk dálitið í mig. Það var einmitt móðir mín, sem sagt hafði körlunum í hreppsnefnd- inni að skammast sín fyrir að vera sifellt að armæðast yfir kostnaðinum, sem sveitinni staf- aði af honum. Átti ég að láta það gossa? Ég gcrði það ekki. Alveg er það takmarkalaust.hvað þögn- in kostar mikið stundum. Hann hafði sett reipanálina þversum í munn sér, liðkaði til hagldirnar og silann á reipinu, henti því til min og sagði mér að gera það upp, sagði mér að setjast niður. Ég settist ekki, en gerði upp reipið. — Sjáum til, handtakagóður, eins og pabbi þinn, sýnist mér. Ég gekkst upp við hrósyrði um föður minn, en það var einmitt pabba, sem fannst von það, sem móður minni fannst engin von. Það var einmitt hann, sem sagði, að forráðamenn fátæks sveitar- félags yrðu auðvitað alltaf að gæta sparnaðar. Ég gekkst upp við hrósyrðin samt. Ég settist á stéttina við hlið karlsins. — Hétztu kannski að ég kynni ekki að gera upp reipi? spurði ég. — Ajæja, kannt það, já, og kannt líka að grobba, loftar ekki kúknum þínum, en kannt að grobba. Og svo er það mér að kenna, að þú ert til. — Hvernig þér að kenna? — Það var i mínu skjóli, að þú komst undir í moðbás hérna i fjósinu. Heldurðu kannski, að hún Halla hérna hefði leyft það? Nei, þau voru i minu skjóli. — Þessu lýgurðu, sagði ég. Hann hló svo dátt, að horaður skrokkurinn hristist áreiðanlega allur innan í hólkviðum fötunum. — Hvað er það að koma undir? spurði ég falskur. — Það er þetta, sem allt bygg- ist á, góðurinn. En þú átt dug- legan föður og á ýmsan hátt góða móður. En hvað stoðar dugnaðurinn, þegar ráðdeildin er engin? Ojæja, þau komast af, þau komast af. — Þú ert búinn að éta út allt, sem þú áttir og nú verður fátæk sveit að borga með þér. Ekki hefur þú verið ráðdeildarsamur, sagði ég. Ég var móður, þegar ég hafði þetta mælt, en mér hafði verið óhætt að segja það. — Ajæja, sagði hann hlæjandi. Hann var með reipanálina enn í munni sér, en fékkst nú við að losa af kippunni hagldirnar, sem hann ætlaði að brúka í næsta reipi. Kippan var komin i flækju og honum fórst kluufalega að greiða hana, bölvaði og var mjög skjálfhentur. Liklega sá hann fremur illa. Grunur minn var sá, að bölvið og titringur handanna væri því að kenna, sem ég sagði. Hægt var að ganga úr skugga um það með þvi <að bæta dálitlu við. — Það <er hver sæll og hepp- inn, sem á gamalsaldri fær að dveija hjá því fólki, sem allt vill fyrir iiann gera í þakkarskyni fyrir langa þjónustu. Hann henti frá sér kippunni og greip reipið, sem lá á hnjám hans. Ég átti von á því, að hann berði mig með reipinu. Það gerði hann samt ekki. Hann glotti. Ég sá strax eftir að hafa sagt þetta og reyndi að bæta úr þvi. — Það er von að ég reyndi að striða þér. Þú stríddir mér. Þú segir, að ég hafi komið undir í moðbás. Maður reynir að borga fyrir sig, sagði ég. Hann svaraði þessu engu. Mér fannst bros hans örvæntingar- bros og hann sjálfur umkomu- EFNAGERD reykjavikur h. f VIKAN 44. tbl. — gg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.