Vikan


Vikan - 31.10.1963, Blaðsíða 78

Vikan - 31.10.1963, Blaðsíða 78
einhver lamandi kvíði, sem ég hafði ekki áður fundið til, og gat með engu móti gert mér grein fyrir hvernig á stæði. Ég hélt mig því mest niður í sjó- húsi og gerði að netum okkar. Synir mínir, ívar og Hjálmar, voru þar hjá mér. Dagurinn leið viðburðalaust fram undir kvöld. Allt í einu vitum við ekki fyrri til en Ingiríður hrindir upp hurðinni og er sýnilega í mikilli geðshræringu. Er Kári hér! hrópaði hún. — Ég hefi leitað hans heima við bæinn, en hann er ekki þar. Nú fann ég hvernig kvíði sá sem að mér hafði sótt allan dag- inn varð að kveljandi ótta. Við brugðum þegar við og leituðum í bátanaustinu, öllum húsum og rannsökuðum vatnsbólið. Þá héldum við upp að vitanum. Veðurhæðin var nú slík að varla var stætt uppi á eyjunni. Við leituðum um allt vitahúsið en hann var ekki þar. Þá frekar skreið ég heldur en gekk fram á bjargbrúnina og leit niður fyrir. Ég gleymi því víst seint hvernig ég stirðnaði upp af skelfingu við þá sjón, sem nú blasti við mér. Niðri á Stóru- syllu neðan við mitt bjargið lá Kári og hélt sér í grasið. Ég sá vel í andlit hans, sem mændi upp í von um hjálp. Ég var að því kominn að stökkva niður á efstu sylluna er ég fann að Ivar tók heljartaki í öxl mér og hélt mér föstum. Veðurofsinn var nú slíkur, að engin orð greindust. Er ég leit í kring um mig sá ég aðra sjón, sem ekki vakti hjá mér minni skelfingu, en að sjá barnið mitt hjálparvana niðri í berginu. Út úr sortanum, suðvestur af eyjunni, kom skip, sem hrakti stjórnlaust undan veðrinu. Á augabragði sá ég að með ó- breyttri vindátt mundi það, inn- an hálfrar stundar_ reka upp á Straumeyjarboða þar sem ekk- ert beið skipi og skipshafnar annað en dauði og tortíming. En ég sá líka samstundis að við þrír mundum geta komizt á bát okkar fram í skipið og siglt því inn sundið í skjól við Sandey, þar sem það var öruggt. Þetta sama munu synir mínir einnig hafa séð. Þarna stóðum við þrír, hálf- bognir upp í storminn og horfð- umst í augu. Ég sá hvernig regnið streymdi niður náföl andlit þeirra og fann að það var mitt að taka ákvörðun og sú á- kvörðun þoldi ekki augnabliks bið. Mér varð aftur litið fram á sundið. Skipið hafði færzt nær boðanum. Á þiljum sá ég fjölda af mönnum, sem stóðu aðgerða- lausir en virtust ganga til móts við örlög sín með óbifanlegri ró. Ég var að því kominn að líta aftur niður í bjargið en þá gerð- ist það. Ég veit ekki hvort hreyfingin stjórnaðist af rök- rænni hugsun, en ég benti ó- sjálfrátt í átt til bátanaustsins. Synir mínir kinkuðu kolli og þutu af stað. Ég fylgdi þeim eftir eins hratt og ég gat. Þegar ég kom niður að bænum mætti ég Ingiríði. Ég hrópaði í eyra hennar: — Kári er niðri á Stóru-Syllu. Það er skip að reka upp í Straumeyjarboða. Við björgum því fyrst og sækjum svo Kára. Hún sgaði ekkert, aðeins leit í augu mér. Síðan hefi ég spurt sjálfan mig oft og mörgum sinn- um: Var ásökun í augum henn- ar eða ekki? Ég sá það ekki. Eða sá ég það, en vildi ekki sjá það? Nú brast rödd gamla manns- ins. Hann þagði nokkra stund en hélt svo áfram: — Þegar ég kom niður að voginum, höfðu synir mínir hrundið bátnum á flot. Við rer- um allt hvað af tók í átt til skipsins. Fyrst í stað höfðum við var af eyjunni, en er við komum á rrióts við skipið var ekki um annað að ræða en leggja á sundið, þótt mér virtist það nær því ófært. Ég tók þá við stýrinu, en synir mínir reru. Mér tókst að forða áföllum og innan stundar vor- um við komnir að skipshliðinni. Þetta var stór skonnorta frá Danmörku, sem breytt hafði verið í skólaskip. Skipstjórinn kvaðst ekki hafa átt annarra kosta völ, en að renna undan veðrinu beint inn í Skerjagarðinn. Okkur tókst vonum betur að ná skipinu undan vindi og sigld- um því inn fyrir Sandey, þar sem ankkerum var varpað í hlé við eyjuna. Þegar skipshöfnin sá, að hættan var liðin hjá hylltu hin- ir ungu sjóliðar, sem á skipinu voru, okkur með margföldu húrrahrópi. Nú fyrst gafst mér tóm til þess að segja skipstjóranum hvernig óstatt var heima. Skips- báturinn, sem var miklu stærri en okkar bátur_ var settur nið- ur og fleiri en að komust buðust til þess að róa með okkur heim. Skipstjórinn óskaði eftir að fvar yrði kyrr um borð, ef eitthvað skyldi koma fyrir, það sam- þykkti ég fúslega. Eftir að ég sá að skipinu var borgið, varð ég næstum viti mínu fjær af ótta um Kára og að Ingiríður, sem nú var ein heima, ásamt gamalli konu, mundi ef til vill grípa til ein- hverra örþrifaráða. Leiðin heim á móti vindi og sjó sóttist seint, þótt þrjár árar væru á borð. Ég hvatti ræðar- ana líkt og óður maður og á þessari stuttu leið held ég að ég hafi liðið mestu kvalir lífs míns. Þegar við komum í lendinguna sá ég engan mann úti. Ég hljóp allt hvað af tók heim að bænum. Þeagr inn kom hrópaði ég á Ingiríði en fékk ekkert svar. Þá fór ég upp á loftið og inn í svefnherbergi okkar. Þar lá Kári í rúmi okkar og svaf vært. í algerri örvilnan hrópaði ég á Ingiríði hvað eftir annað. Þá opnaði ég dyrnar á herbergi gömlu konunnar. Hún lá í rúmi sínu alklædd en holdvot og sýnilega gjörsamlega máttvana. Ég laut að henni og hún hvísl- aði veikri röddu: — Ingiríður hrapaði um leið og hún lyfti Kára upp á brúnina. Við þessi orð hvarf mér stund og staður. í þessum óminnis- dvala mun ég hafa klifið niður bjargið, því næst vissi ég af mér er ég stökk upp á Stóru-Syllu. Þar lá Ingiríður rétt hjá þeim stað, sem Kári hafði verið. Hún var ennþá með lífsmarki, en að dauða komin. Ég tók hana í fang mér og ætlaði að leggja af stað upp. Þá gaf hún mér til kynna með veikum burðum að hún vildi vera kyrr. Ég lagði hana niður á grasið og hagræddi henni svo vel, sem ég gat. Þá varð ég þess var að Hjálmar var við hlið mér. Ingi- ríður mun einnig hafa skyniað nálægð hans, því hún renndi augunum til okkar beggja og yfir andlit hennar færðist hið milda og angurværa bros, sem alla okkar samverutíð hafði svo oft eytt áhyggjum mínum. Þann- ig dó hún í örmum okkar. Ég bar hana upp bjargið. Spurðu mig ekki hvernig ég hafi farið að því. Ég veit það ekki. Mér var síðar sagt að ég hefði ekki sleppt henni úr örmum mér fyrr en ég hafði lagt hana í rúm sitt við hlið Kára. Senni- lega hefi ég ekki trúað eða viljað trúa að hún væri dáin. Næstu daga reikaði ég um í leiðslu og hafði ekki rænu á neinu. Dönsku sjóliðarnir gerðu henni fagurbúna kistu og flögg- um skreytt flutti skonnortan líkkistuna til Sandvíkur. Þar hvílir Ingiríður í norðvestur- horni kirkjugarðsins og bíður mín, en sú bið er nú orðin of löng. Næsta vor yfirgáfum við Straumey og fluttumst hingað til Sandvíkur. Hér hefi ég verið síðan. Frá því þetta gerðist hefi ég á hverju sumri farið út í Straum- ey, klifið bjargið niður á Stóru- Syllu til þess að geta þar á þeim stað, sem mér er helgastur á þessari jörð, spurt guð minn hvort ég hafi gert rétt. Jafnan hefi ég haft heim með mér gras- vönd, sem ég hefi látið standa í vasa á náttborðinu við hvílu Jg — VXKAN 44. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.