Vikan


Vikan - 31.10.1963, Blaðsíða 86

Vikan - 31.10.1963, Blaðsíða 86
ER GLÆSILEGASTA SETTIÐ Á MARKAÐINUM GRINDUR: TEAK, LAUSIR FJAÐRAPÚÐAR í BAKI OG SETU VERÐ KR. 17.200.00 SKILMÁLAR: 25% ÚTBORGUN OG KR. 1000.00 Á MÁNUÐI HÚSGAGNAV. AUSTURBÆJAR, Skólavörðustíg 16 - Sími 24620 ------------------------------1 rauðu snæri. Strætisvagninn ók að stæðinu, þar sem liún beið, og það heyrðist hvinur, þegar hurðirnar voru opnaðar. Frú Stitt leit upp, en svo varð henni aftur litið skyndilega á lykilinn. Þar sem Jane Hudson hafði nú ekið á brott að heiman, áttaði hún sig allt í einu á því, sér til undrunar, að það væri ekki neitt, sem gæti hindrað hana í að skreppa aftur til hússins, ef hana langaði til þess. Og það væri mátulegt á þessa gömlu skrukku, að hún færi rakleiðis heim í húsið og segði ungfrú Blanche nákvæmlega, hvað hefði eiginlega komið fyrir. Ökumlaður strætisvagnsíns hallaði sér í áttina til dyranna og kallaði: „Ætlið þér að koma með frú?“ Frú Stitt leit upp, en hristi svo höfuðið eftir skamma um- hugsun. „Mér þykir fyrir því...“ gg — VIKAN U. tbl. talaði um, að konan yrði að þola alla vitleysuna í kerling- unni og drykkjuskapinn hennar að auki. Engin kona gæti þolað það til lengdar. Engin nema hún, frú Stitt. Og eina ástæðan fyrir því, að hún hafði þolað þetta og ekki sagt upp starfi sínu fyrir löngu, var sú, að hún gerði þetta vegna ungfrú Blanc- he. Hún vorkenndi ungfrú Blanc- lie sannarlega, þvi að vitleysan í Jane varð meiri og meiri með hverjum deginum, sem leið. Eitthvað ægilegt mundi gerast þarna í húsinu einn góðan veður- dag. Hún fann það bara á sér. Frú Stitt andvarpaði og það var einliver skjálfti i andvarp- inu. Jæja, hún hafði reynt að verða að liði á þann eina hátt, sem hún kunni, en það var ein- kennilegt, hvernig fólki var stundum gersamlega fyrirmunað að sjá liluti, sem voru alveg við nefið á þvi... Það kom stundum fyrir, að hún gat ekki annað en undrazt. Nú var ung- frú Blanche ekki lieimsk kona, en hvernig liún gat látið bjóða sér sitt af liverju... Frú Stitt kom nú auga á strætisvagninn, sem kom eftir götunni, svo að hún stóð á fætur og sléttaði úr hrukkum á kápunni sinni. Gleymdu þessu, sagði liún við sjálfa sig, gleymdu þessu bara alveg. Það er ekki hægt að gera neitt í þessu úr því, sem komið er. Þegar hún opnaði töskuna sína, til að taka þar upp pen- inga fyrir farinu, kom hún auga á lykilinn að Hudsonhúsinu, sem heimtaður hafði verið af henni. Þarna lá hann, einmitt við hliðina á peningaveskinu hennar, og var fest við hann spjald með heimilisfanginu með „Jæja, þér hefðuð svo scm mátt koma því út úr yður!“ .. Vagnhurðin rann aftur ineð hvin, og strætisvagninn ók af stað með miklum vélardyn. Frú Stitt var í þungum þönkum, þegar hún gekk aftur af stað upp hæðina. Hún fór næstum laumulega gætilega að því að opna bak- dyrnar. Þegar hún var búin að því, hafði hún hljótt um sig stutta stund og hlustaði eftir einhverju þruski ofan af loft- inu í húsinu. Svo varð henni litið inn í eldhúsið, og liún gretti sig, þegar hún sá tóma whiskyflöskuna þar. Allt var á tjá og tundri í herberginu. Gremja hennar var orðin svo mikil, að hún hætti öllu laumu- spili, gekk rakleiðis gegnum eldhúsið fram á ganginn og síð- an að stiganum upp á loftið. Þegar hún var komin upp á veggsvalirnar, nam hún aðeins staðar og litaðist um á gang- inum framundan. Ilurðin á her- bergi ungfrú Blanclie var lokuð. Hún var þá enn sofandi. Jane hafði ekki skrökvað um það. Hún leit niður í setustofuna, þar sem einnig var megn óregla. Hún var staðráðin i að gera eitthvert gagn, meðan liún var þarna, eins og hún hafði sagt. Hún gæti líka útbúið morgun- verð fyrir ungfrú Blanche og fært henni hann. Það var líka kominn tími til þess fyrir löngu, að ungfrú Blanche færi á fætur, svo að ekki mundi gera til, þótt hún vekti hana. O, það mundi svo sem allt fara í háaloft og rifrildi, þegar ungfrú drottning- in-af-Saba kæmi lieim úr bank- anum og kæmist að því, sem komið hefði fyrir. En frú Stitt hugsaði með sjálfri sér, að hún mundi nú ekki kippa sér neitt upp við slíka smámuni. Fyrst tók hún til í eldhúsinu, og hafði hún alveg sérstaka á- nægju af að hella afganginum af ■whiskyinu í vaskinn og fleygja síðan flöskunni í sorpfötuna. Þegar þessu var lokið og hún var tilbúin með morgunverð ungfrú Blanche, var klukkan orðin 10,15. Hún var komin i bezta skap, þegar liér var kom- ið, þótt liún gæti eiginlega ekki gert sér grein fyrir ástæðunni fyrir því, þegar á allt var lit- ið, svo að liún tók bakkann og gekk með hann fram i gang- inn. Hún staðnæmdist úti fyrir dyrunum á herbergi ungfrú Blanche til að hlusta, vonaðist til að heyra eitthvert hljóð inn- an frá til marks um, að íbúi herbergisins væri vakandi. En hún heyrði ekkert og hleypti þá brúnum. Það var farið að líða á morguninn, og það var alls ekki venja lijá ungfrú Blanche að sofa svona lengi fram eftir. Frú Stitt studdi bakkann við vegginn, en síðan seildist hún
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.